Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 23
Hólmavík | Tíundu bekkingar á Hólmavík og Drangsnesi, ásamt for- eldrum sínum, fögnuðu lokum sam- ræmdra prófa með sveitaferð í Bjarnarfjörð. Byrjað var á því að sigla niður Bjarnarfjarðará á gúm- bátum. Krakkarnir og hluti foreldr- anna tóku þátt í siglingunni og þrátt fyrir að áin sé lygn tókst flestum að verða hundblautir áður en komið var aftur að landi. Því næst var farið í sundlaugina að Laugarhóli, sem var mun heitari en áin. Þar var hægt að sletta úr klaufunum og slaka á í heita pottinum. Kvöldið endaði svo á grillveislu í boði foreldrafélagsins, þar sem boð- ið var upp á gómsætar veitingar og gosdrykki með. Grillveislan var haldin í hlöðunni að Svanshóli í Bjarnarfirði og þar var hægt að ylja sér við kamínuna meðan regnið buldi á hlöðuþakinu. Flestir létu rigninguna þó ekki aftra sér frá því að fara í hinn sígilda útileik „yfir“ og var mikil harka á milli liðanna sem voru kynskipt. Krakkarnir voru svo leystir út með lukkupökkum áður en haldið var heim á leið laust fyrir miðnætti. Sveitaferð í lok samræmdra prófa Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Á Bjarnarfjarðará: Þær stóðu sig eins og hetjur; Jensína Pálsdóttir, Ingi- björg Sigurðardóttir, Sólrún Jónsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir. LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 23 Húsavík | Á undanförnum árum hef- ur áhugi almennings á gönguferðum aukist til muna og hefur Ferðafélag Húsavíkur komið til móts við þann áhuga með fjölbreyttu framboði slíkra ferða. Undanfarin sumur hefur félagið skipulagt nokkrar gönguferð- ir og endurvakið þannig þennan þátt í starfseminni sem hafði fallið niður í nokkur ár vegna þátttökuleysis. „Við fjölgum ferðum frá fyrra sumri og reynum einnig að höfða til mismunandi áhugahópa þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Tryggvi Finnsson, formaður ferðanefndar félagsins. Ferðir á vegum Ferðafélags Húsa- víkur eru öllum opnar, félagsmönn- um sem öðrum, en fjöldatakmarkanir gilda þar sem það á við. Þema fyrstu ferðarinnar, sem verður 20. maí, er fuglaskoðun. „Þá stefnum við á Melrakkasléttu og göngum frá Núpskötlu, upp á Rauða- núp og að Grjótnesi. Þetta eru kannski 6–7 kílómetrar og afskaplega skemmtilegt svæði. Við erum með góða leiðsögumenn í þessari ferð, Húsvíkinginn Gauk Hjartarson, mik- inn fuglaáhugamann, og Harald Sig- urðsson, sem býr á Núpskötlu,“ segir Tryggvi. Næsta verkefni er sólstöðuganga sem verður í nágrenni Húsavíkur 20. júní. Þar á eftir verður tekist á við söguna, en 26. júní verður gengið um heiðarbýli (eyðibýli) á Fljótsheiði, sem liggur milli Reykjadals og Bárð- ardals. Þetta verður frekar létt ganga, en búið er að skipuleggja gönguferðir næstu árin á þessu svæði í samráði við Ferðaþjónustuna á Narfastöðum. Af nógu er að taka að sögn Tryggva því heiðarbýlin voru mörg og sagan því mikil á þessum slóðum. „Það má segja að þessar fyrstu ferðir séu upphitun fyrir júlí en þá skipuleggjum við tvær fjögurra daga ferðir. Annars vegar frá Kröflu að Ásbyrgi og hins vegar frá Hóls- fjöllum niður í Þistilfjörð. Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður verður fararstjóri í síðarnefndu ferð- inni en hún er skipulögð í samráði við Þistilfirð-inga. Við gerum ráð fyrir mikilli eftirspurn í báðar þessar ferð- ir,“ segir Tryggvi. Skáli reistur í Heilagsdal Ferðafélagið hefur staðið í skála- smíði í vetur í samstarfi við trésmiðj- una Norðurvík á Húsavík. Skálinn verður fluttur inn í Heilagsdal í sum- arbyrjun þar sem honum er ætlaður staður. Heilagsdalur liggur austan undir Bláfjalli suðaustan Mývatns. „Þetta svæði er sannkallað æv- intýraland fyrir gönguferðafólk og eru uppi hugmyndir um að gera gönguleið með heppilegum áföngum frá Herðubreiðarlindum að Mývatni. Skálinn í Heilagsdal verður góður áfangi í þessu tilliti,“ segir Tryggvi. Margar vinnustundir fara í slíka skálasmíði og ýmislegt eftir þar til skálinn verður kominn á sinn stað og tilbúinn til notkunar. „Við vonum bara að það gangi vel að flytja skálann og koma honum fyr- ir, en undirstöðum var komið fyrir síðastliðið haust. Einhverjar vinnu- ferðir verða eflaust farnar í sumar, en aðra helgina í ágúst er skipulögð ferð í Heilagsdal þar sem dvalið verður í skálanum og gengið um nágrennið,“ segir Tryggvi. Um miðjan ágúst er síðan skipu- lögð ferð á drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið, og dagskrá sumarsins endar í ágústlok með jeppa- og gönguferð inn á hálendið. Aukið framboð gönguferða vegna mikils áhuga Morgunblaðið/Hafþór Fegurð: Í ferðinni frá Kröflu að Ásbyrgi er m.a. farið um Jökulsárgljúfur. Stykkishólmur | Þess var minnst með tónleikum í Stykkishólmskirkju 1. maí að 60 ár eru síðan Lúðra- sveit Stykkishólms var stofnuð og 40 ár síðan að lúðrasveitin stóð fyrir því að stofna tónlistarskóla í Stykkishólmi. Lúðrasveitin var formlega stofnuð 20. apríl 1944. Fyrstu framkvæmdastjórn sveitarinnar skipuðu Víkingur Jóhannsson formaður, Benedikt Lárusson gjaldkeri og Árni Helgason ritari. Víkingur var aðalhvatamaður að stofnun sveit- arinnar og stjórnaði henni í áratugi. Í gögnum má sjá að félagar lögðu mikla vinnu og erfiði á sig við að útvega lúðra og nótur fyrir sveitina og æfa upp hljóðfæraleikara. Á skömmum tíma var orðin til öfl- ug lúðrasveit sem hefur sett mikinn svip á menning- arlíf í Stykkishólmi þau 60 ár sem sveitin hefur starfað. 9. apríl 1964 var stofnað tónlistarfélag í Stykk- ishólmi. Forgöngu að stofnun félagsins höfðu fé- lagar í lúðrasveitinni. Forsvarsmenn sveitarinnar gerðu sér grein fyrir nauðsyn skólans til að viðhalda lúðrasveitinni. Fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans og jafnframt eini kennari skólans fyrstu árin var Víkingur Jóhannsson. Árið 1975 tók Stykkishólms- bær við rekstri skólans og hefur annast rekstur hans síðan. Skólinn hefur dafnað og vaxið á sínum 40 árum og í dag hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða um 130 nemendur. Auk Víkings hafa stjórnað skólanum Arne Björhei, Daði Þór Einars- son, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Sigrún Jónsdóttir, sem er núverandi skólastjóri. Eftir að tónlistarskólinn tók til starfa hefur lúðra- sveitin verið hluti af starfsemi skólans. Með lúðra- sveitinni á tónleikunum léku með tveir af stofnfélög- um sveitarinnar, þeir Benedikt Lárusson og Bjarni Lárentínusson og sýndu að þeir höfðu engu gleymt. Afmælishátíðin í Stykkishólmskirkju var vel sótt og á eftir var tónleikagestum boðið til veislu sem Tónlistarskólinn og Verkalýðsfélagið stóðu að. Lúðrasveitin 60 ára og Tónlistarskólinn 40 ára Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Afmæli: Lúðrasveit Stykkishólms á tónleikunum. Stjórnandi sveitarinnar er norskur, Martin Markvoll. Gamlir félagar mættu og léku með lúðrasveitinni. Heiðursmenn: Stofnfélagar og heiðursfélagar lúðrasveitarinnar voru heiðraðir í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar: Bjarni Lárusson, Hannes Gunnarsson, Benedikt Lárusson, Skúli Bjarnason og Bjarni Lárentínusson. Reykholt | Fyrir skömmu var hald- in fjölskylduskemmtun í Logalandi í Borgarfirði á vegum leikdeildar Ungmennafélags Reykdæla. Atriði voru af ýmsu tagi. Guðrún Benný Finnbogadóttir var kynnir og flutti gamanmál. Nemendur tónlist- arskólans léku á flautur og nokkrir félagar úr leikdeildinni sýndu leik- þátt Sólrúnar Konráðsdóttur um mismun á málfari eldri kynslóða og unglinga. Kristleifur Jónsson kenndi mönnum að biðja sér konu og Þor- valdur Jónsson sýndi bændum ým- islegt um gæðastýringuna í sauð- fjárrækt. Síðan fór fram keppni í að sýna undarlegheit. Kristrún Svein- björnsdóttir bar sigur úr býtum fyr- ir að blása upp á sér hálsinn á undra- verðan hátt. Nemendur úr Kleppjárnsreykjaskóla sýndu dans undir leiðsögn Evu Karenar Þórð- ardóttur. Á fjölskyldudansleik léku skóla- hljómsveitin Hugo og síðan hljóm- sveitin Frost sem fræg var í Borg- arfirði og víðar í kringum 1980. Málfar kynslóðanna: Linda Pálsdóttir og Sigríður Harðardóttir í leikþætti. Fjör á fjölskyldu- skemmtun Morgunblaðið/Lára Kristín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.