Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 25
Þeir sem hlýddu á tónleikakanadíska píanóleikaransMarc-Andrés Hamelinsum helgina eiga sjálfsagt
bágt með trúa því að þar fari latur
maður. Þetta fullyrti þó þessi óum-
deildi snillingur á fundi með ís-
lenskum píanókennurum og fleiri
gestum í Tónlistarskólnum í
Reykjavík í gærmorgun en fund-
urinn var liður í heimsókn hans á
Listahátíð og skipulagður af Ís-
landsdeild Evrópusambands píanó-
kennara. Einhvern tíma hefur
þessi maður í það minnsta verið
ólatur við æfingar, það sannaði
ómenguð list hans á tónleikunum
sem hlutu einstaklega lofsamlega
dóma Jónasar Sen gagnrýnanda og
mikið umtal tónleikagesta í tón-
leikalok.
Íslenskir píanókennarar fengu á
fundinum tækifæri til að spyrja
Hamelin um hvaðeina sem við-
kemur píanóleik og notuðu það
tækifæri vel. Spurningar um
tæknileg atriði píanóleiks voru að
vonum margar enda Hamelin ekk-
ert minna en undur á því sviði.
Einn tónleikagesta hafði á orði í
hléi á tónleikum á sunnudag að
ekki nokkur píanóleikari gæti leik-
ið það eftir að spila áttundarhljóma
upp og niður tónstigann á þvílíkum
ofsahraða langtímum saman – ja,
nema ef væru Tommi og Jenni.
Góð samlíking það en hver er gald-
urinn?
Mikið var spurt um aðferðir við
að læra tónlist utanað. Þær eru
auðvitað margar – sumir læra eftir
eyranu, sumir hafa óbrigðult sjón-
minni og sjá nóturnar fyrir sér,
meðan enn aðrir læra hreyfinguna
utanað, og hafa verkin í puttunum,
eins og sagt er. En hvernig gerist
þetta hjá Hamelin? Stundum í
svefni segir hann, stundum er lítið
fyrir því haft að læra utanað,
stundum mikið. Miklu máli skiptir
að hugsa um tónlistina og læra
hana þannig – líka þegar ekki er
setið við píanóið. „Það kemur fyrir
að eitthvað er ekki alveg komið
þegar ég hef æft mig langan dag.
Ég fer að sofa og að morgni er
þetta allt skyndilega komið. Þegar
maður endurtekur tónlistina svo
stíft í huga sér getur þetta auð-
veldlega gerst. En sú meðvitaða
aðferð til að læra utan að sem
gagnast mér best er að greina
verkið í smáatriðum og þekkja það
í þaula. Þá er ég að tala bæði um
hljómaferli verksins, kontrapunkt-
inn, formið – allt sem gerist í verk-
inu. Ef þú gleymir þér í miðjum
flutningi er auðvelt að komast á
sporið aftur, ef þú lærir verk á
þennan hátt. Þá er alltaf hægt að
grípa þráðinn og halda áfram.
Þessi aðferð hefur oft hjálpað mér
á tónleikum. Það er líka mikilvægt
að fara yfir mistök eftir flutning –
átta sig á því hvers vegna minnið
brást. Ég hef oft reynt það og ætti
kannski ekki að segja frá því að
oftast gerist þetta vegna þess að
maður er ekki að einbeita sér og
fer að hugsa um eitthvað annað.
Þetta er mannlegt og ég er mann-
eskja og ég get viðurkennt það hér
og nú því það er gagnlegt að vita
það.“ Hlátur Hamelins að sjálfum
sér og „játningin“ vekja gleði við-
staddra og það þægilega andrúms-
loft sem honum tekst að skapa með
afslappaðri nærveru sinni kveikir
enn fleiri spurningar, til dæmis
hvernig hann undirbúi sig fyrir
tónleika, fyrir utan það að æfa sig,
og hvort hann stundi til dæmis
jóga.
„Venjulega spila ég ekki svona
strax daginn eftir að ég kem á tón-
leikastað. Mér finnst best að hafa
minnst þrjá daga til að ná úr mér
flugþreytunni, hvíla mig og æfa.
Ég veit ekki hvers vegna þetta
æxlaðist svona með tónleika mína
hér, sjálfstraustið hefur sennilega
verið með besta móti vegna þess
hve vel ég þekki og kann verkin
sem ég lék. Ef ég er þreyttur,
finnst mér ég ekki vera að gera
mitt besta. En ég treysti á kunn-
áttu mína og það að þekkja verkin
í þaula, og skil æ betur mikilvægi
þess að greina verkin vel sem ég
spila. En drottinn minn dýri, að ég
stundi jóga eða eitthvað slíkt, það
er af og frá. Ég sé sjálfan mig í
anda sitjandi á gólfinu með kross-
lagða fætur og kerti fyrir framan
mig,“ segir Hamelin og hlær dátt
að tilhugsuninni; æfing, hvíld og
einbeiting er það sem gildir fyrir
hann.
Þjáist aldrei af sviðsskrekk
Það vekur undrun þegar hann
segist aldrei nokkurn tíma þjást af
sviðshræðslu – hafi í það minnsta
ekki gert það síðan hann kom allra
fyrst fram, smástrákur. Um þetta
atriði getur hann ekkert ráðlagt ís-
lenskum píanókennurum – hann
þekkir einfaldlega ekki vandamálið!
Hamelin segist læra verk með
því að skoða nóturnar – ekki með
því að hlusta á aðra píanóleikara
leika það á geisladiskum. „Þetta
segi ég ekki til að hallmæla koll-
egum mínum á nokkurn hátt. Fyrir
mér er það hins vegar aðalatriði að
vera með nótur sem eru sem næst
frumgögnum tónskáldsins og stúd-
era þær vel, ekki bara við píanóið,
heldur líka þegar ég er að gera
eitthvað annað. Hugsa mikið um
verkið. Sennilega hef ég að ein-
hverju leyti meðfædda hæfileika á
þessu sviði og þetta hefur alltaf
reynst mér auðvelt. Ég stúdera
tónskáldin og þeirra verk, ekki það
hvað aðrir píanóleikarar hafa gert
við þau. Þannig kemst ég næst
kjarna verkanna, og fyrir mig er
það aðalatriðið. Það er líka mik-
ilvægt að hlusta á sjálfan sig, stúd-
era upptökur frá tónleikum, læra
af reynslunni – umfram allt að
hlusta á sjálfan sig spila,“ segir
Hamelin og vísar til spurningar um
galdurinn að baki þess und-
urfallega og silkiþýða pianissimo-
leiks sem dolfallnir tónleikagestir
urðu vitni að í gær. Er virkilega
ekki nokkur skapaður hlutur sem
reynist þessum afburða píanista
erfiður. Jú, í samtali við blaðamann
eftir tónleikana á sunnudag sagði
hann að honum hefði þótt erfitt að
spila í Háskólabíói, bæði salurinn
og flygillinn hefðu verið fyrir neð-
an þann standard sem boðlegur
væri alþjóðlegum listamönnum og
hann fann ekki þá svörun í hljóm-
burði við leik sínum sem hann
vænti. Þetta vissum við nú svo sem
en á fundinum með píanókennurum
í gærmorgun kveðst hann þó hafa
spilað í þurrari og verri sölum.
Hann sagði það mikilvægt að kons-
ertflyglar væru vel yfirfarnir með
reglulegu millibili og vel við haldið
– Japanir væru í dag allra þjóða
flinkastir við það, þeir ættu fína
tæknimenn á þessu sviði. Hann
sagði að það eitt að skipta um
hamra í Steinway-flyglinum í Há-
skólabíói myndi muna miklu um
gæði hans en hann þyrfti þó nauð-
synlega að komast í allsherjar yf-
irhalningu.
Gestir þökkuðu Marc-André
Hamelin í fundarlok og hvöttu
hann óspart til að koma sem fyrst
aftur eftir ánægjulegu kynni á
Listahátíð.
Marc-André Hamelin á fundi með píanókennurum og fleirum
Mikilvægt að greina verk-
in og þekkja þau í þaula
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Sennilega hef ég að einhverju leyti meðfædda hæfileika og þetta hefur
alltaf reynst mér auðvelt.“ Marc-André Hamelin spjallar við píanókennara
og gesti Listahátíðar í Reykjavík í sal Tónlistarskólans í Reykjavík í gær.
HAUKUR Tómasson og Þórður
Magnússon tónskáld hafa verið til-
nefndir fyrir Íslands hönd til Tónlist-
arverðlauna Norðurlandaráðs 2004;
Haukur fyrir verk sitt Fjórða söng
Guðrúnar, og Þórður fyrir verkið Ó,
Jesú eðla blómi. Í ár er sungin tónlist
þema verðlaunanna.
Þrettán tónskáld frá löndunum
fimm og sjálfstjórnarsvæðunum eru
tilnefnd. Tilkynnt verður um verð-
launin í júníbyrjun, en verðlauna-
veitingin fer fram 2. nóvember við
sérstaka athöfn á þingi Norður-
landaráðs.
Danir tilnefna Anders Nordentoft
og Svend Nielsen; Finnar, Lottu
Wennäkoski og Tapio Tuomela;
Færeyingar, Pauli í Sandagerði;
Grænlendingar tilnefna rokksveitina
Chilly Friday; Norðmenn, Lasse
Thoresen og Glenn Erik Haugland;
Svíar tilnefna Hans Gefors og Thom-
as Jennefelt og Álendingar Lars
Karlsson.
Tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs 2004
Haukur og
Þórður
tilnefndir
Þórður MagnússonHaukur Tómasson
Dætur Kína –
bældar raddir eftir
Xinran er komin út
í kilju. Helga Þór-
arinsdóttir þýddi.
Bókin kom út í inn-
bundinni útgáfu í
haust. Dætur Kína
er frásögn um líf
kvenna í Kína eftir
daga Maós.
Xinran, höf-
undur bókarinnar, var með útvarps-
þátt í átta ár sem þvert á allar vænt-
ingar sló í gegn. Fjöldi kvenna hafði
samband við hana og afhjúpaði fyrir
henni lífsskilyrði sín í skjóli nafn-
leyndar; lífsskilyrði sem engan gat ór-
að fyrir að þær byggju við undir oft og
tíðum sléttu og felldu yfirborði.
Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er
240 bls., prentuð í Danmörku. Verð:
1.590 kr.
Kilja
HIÐ íslenska glæpafélag stendur
fyrir ársfundi Skandinaviska Krim-
inalsällskape SKS í Reykjavík og á
Flúðum dagana 21. til 23. maí. Efni
ráðstefnunnar verður á norrænum
tungumálum eða ensku eftir atvik-
um. Öllum er heimild þátttaka í ráð-
stefnunni eða einstökum liðum henn-
ar.
Dagskrá ráðstefnunnar er birt á
heimasíðu HÍG. http://www2.fa.is/
krimi/sks2004/index.html.
Jeremiah Healy, glæpasagnahöf-
undur frá Boston, verður gestur
fundarins. Hann heldur fyrirlestur-
inn „The Popularity of Legal Thrill-
ers in America“ á Grand Rokk,
Smiðjustíg 6, á sunnudag. Hann er
eftirsóttur fyrirlesari um amerískar
glæpasögur í heimalandi sínu. Alls
hefur Healy sent frá sér 18 bækur og
um 60 smásögur. Bækur hans hafa
verið þýddar og gefnar út víða um
heim. Hann hefur verið tilnefndur til
og unnið fjölda verðlauna á ritferli
sínum.
Glerlykillinn afhentur
Glerlykillinn, verðlaun fyrir bestu
norrænu glæpasöguna 2003, verður
afhentur í Norræna húsinu á föstu-
dag kl. 15. Allir tilnefndir höfundar
verða viðstaddir og lesa úr bókum
sínum eða segja frá þeim. Þeir eru
Steen Langstrup, Stikker, Dan-
mörk, Harri Nykänen, Raid och
tjallarna, Finnland, Viktor Arnar
Ingólfsson, Flateyjargáta, Kurt
Aust, Hjemsøkt, Noregur og Karin
Alvtegen, Svek, Svíþjóð.
Skandinavísk glæparáðstefna Kafteinn Ofurbrók, vinnu- og leikja-bók, er komin út. Höfundur er Dav Pilkey. Hér er um að ræða vinnubók
með glensi og gamni, flettibíói, verk-
efnum og þrautum. Ennfremur eru í
bókinni brandarar, myndasögur og
krossapróf. Áður hafa komið út fjórar
bækur um Kafteininn en hann hlaut
m.a. Bókaverðlaun barnanna sem
bókasöfnin í Reykjavík stóðu fyrir.
Útgefandi er JPV útgáfa. Vinnubók-
in er 96 bls. í kilju, prentuð í Dan-
mörku. Bjarni Frímann Karlsson þýddi
og staðfærði. Verð: 990 kr.
Börn
♦♦♦