Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 26

Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TEXTI óperunnar Carmen er gerður af Henry Meilhac og Ludovic Halévy og er byggður á skáldsögu eftir Prosper Mérimée. Það gekk ekki þrautalaust hjá George Bizet (1838–1875) að koma Carmen á fjal- irnar og í raun gekk allt á afturfót- unum. Þegar árið 1873 var byrjað að leita eftir söngkonu í aðalhlutverkið þótt tónlistin væri ekki tilbúin. Marg- ar söngkonur höfnuðu hlutverkinu því Carmen væri of spillt og það tók heila fimm mánuði að finna söngkon- una og var það harla óvenjulegt á þessum tíma. Óperustjóri Opéra- Comique var opinberlega andsnúinn verkinu og óttaðist um orðstír húss- ins því fólki fannst Carmen sam- viskulaus. Mótlætið gekk svo langt að á frumsýningardaginn 3. mars 1875 voru aðvaranir í blöðum Parísar sem sameinuðust um að rægja óp- eruna fyrirfram fyrir klám, ófrum- lega og ódramatíska tónlist sem væri án fallegra laglína. Síðar drógu nokkrir gagnrýnendur þessi ummæli sín til baka meðan aðrir könnuðust ekki við fyrri ummæli sín. Sú Carmen sem frumflutt var í París var gamanópera með töluðum samtölum. Óperan var síðan endur- samin sem stór ópera með recitatív- um eftir Guiraud fyrir frumsýn- inguna í Vín og það var þá fyrst sem hún sló í gegn og það er sú gerð óp- erunnar sem er þekkt og notuð í dag en Bizet upplifði aldrei þessa vel- gengni þar sem hann dó þremur mánuðum eftir frumsýninguna í Par- ís. Uppfærsla Íslensku óperunnar og Óperustúdíós Austurlands í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði 14. maí var stytt og einfölduð útgáfa óperunnar. Svona stór ópera sem þarf stórt svið, fjórar sviðsmyndir, stóra hljómsveit, barnahóp, kór og tíu einsöngvara auk allra annarra er að sýningu koma er rándýr í upp- færslu. Til að gefa fólki kost á að heyra þessa fallegu tónlist oftar í leikinni útgáfu er víða valin sú leið að stytta óperur og einfalda. Það voru þeir Kári Halldór leikstjóri og Kurt Kopecky sem unnu þessa gerð fyrir Íslensku óperuna og það verður að segjast að þeim hefur tekist vel til. Söguþráðurinn heldur sér og það vantar ekkert sem skiptir máli í leik eða tónlist. Í stað hljómsveitarinnar var notað eitt píanó og var það Kurt tónlistar- stjóri sem sá um píanóleikinn og stjórnaði sýningunni, hann fékk til liðs við sig Jón Guðmundsson flautu- leikara sem átti nokkrar vel leiknar strófur, Ralph Eickhoff trompetleik- ara og Charles Ross sem átti lítið slagverkshlutverk. Sviðsmyndin var lítil sem engin og í raun sniðug lausn miðað við aðstæður, aðeins tjald sem hékk í bakgrunni og á það varpað mynd af umhverfinu sem hver þáttur átti að gerast í. Kór kirkjunnar sem var notaður sem svið í þessu tilfelli er stór og nýtist því vel sem lítið svið með góðu aðgengi frá báðum hliðum og ásamt útsjónarsemi leikstjórans nýttist aðstaðan mjög vel og hljóm- burður hússins er virkilega góður. Kórinn (17) var mjög góður, hann var á sviðinu að heita má alla sýn- inguna enda í mörgum hlutverkum. Þau Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson voru í feikn- arlega fínu formi og áttu stórkost- lega gott kvöld. Sesselja var góð Car- men, undirförul og tælandi í senn. Don José var vel sunginn og túlkaður af Jóhanni og hin saklausa Micaela var stórkostleg í túlkun Huldu Bjarkar. Sem fyrr segir voru þau þrjú virkilega góð, áttu góðan sam- leik og samsöng og fóru á kostum í hlutverkum sínum. Hin fræga aría nautabanans Escamillo var vel sung- in hjá Keith Reed sem einnig átti góðan leik en átti annars eitthvað erfitt með röddina. Þær Þóra Guð- mundsdóttir og Margrét Lára Þór- arinsdóttir stóðu sig vel í hlutverkum Frasquitu og Mercedes. Hraði sýningarinnar var góður og undir öruggri stjórn Kurts Kopecky sem stjórnaði frá flyglinum staðsett- um til hliðar og aftarlega á sviðinu. Öll tæknivinna var leyst á einfaldan en árangursríkan hátt. Íslenska óperan á gott starfsfólk sem kann að gera mýflugu úr úlfalda og félagarnir í Óperustúdíóinu fyrir austan eru líka vanir snillingar í að leysa hnúta og gera mikið úr litlu. Ég vil óska öll- um aðstandendum sýningarinnar til hamingju og vonandi á svipað sam- starf eftir að halda áfram og ekki þarf að kvarta undan áhugaleysi áhorfenda og synd að aðeins hafi ver- ið þessi eina sýning á landinu á góðri og lifandi uppfærslu. Hrífandi Carmen TÓNLIST Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði. Íslenska óperan og Óperustúdíó Austurlands Óperan Carmen eftir Bizet. Sesselja Kristjánsdóttir (Carmen), Jóhann Frið- geir Valdimarsson (Don José), Hulda Björk Garðarsdóttir (Michaela), Keith Reed (Escamillo), Þóra Guðmannsdóttir (Frasquita), Margrét Lára Þórarinsdóttir (Mercedes). Kór Óperustúdíós Austur- lands. Leikmynd Geir Óttarr Geirsson. Búningar Hildur Hinriksdóttir, Moham- med Zahawi og Kristrún Jónsdóttir. Lýs- ing Jóhann Bjarni Pálmason. Förðun Sig- ríður Filippía Erlendsdóttir. Hárgreiðsla Hólmfríður Kristinsdóttir. Íslensk þýðing skjátexta Þorsteinn Valdimarsson og Guðrún Drífa Kristinsdóttir. Textastjórn- un Unnar Geir Unnarsson. Leikstjóri Kári Halldór. Kórstjóri Keith Reed. Hljómsveit- arstjóri Kurt Kopecky. Föstudaginn 14. maí kl. 20.00. CARMEN Morgunblaðið/Helgi Garðarsson „Sesselja Kristjánsdóttir var góð Carmen, undirförul og tælandi í senn.“ Jón Ólafur Sigurðsson Söngskólinn í Reykjavík Lára Bryndís Eggertsdóttir sópr- ansöngkona og Kristinn Örn Krist- insson píanóleikari halda einsöngs- tónleika í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld, þriðjudagskvöld. Lára Bryndís þreytir nú í vor burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík og eru tónleikarnir liður í því. Auk þeirra koma fram hljóð- færaleikararnir Jón Stefánsson orgelleikari og Eirík- ur Örn Pálsson trompetleikari og söngkonurnar Svafa Þórhallsdóttir sópran og Dóra Steinunn Ármanns- dóttir mezzó-sópran. Á efnisskránni eru m.a. íslenskir og erlendir ljóðasöngvarar, aríur úr verkum Händels og Mozarts, aría og dúett úr Lakmé eftir Léo Delibes, tríó úr Der Schauspieldirektor eftir Mozart og að lokum Raddir vorsins eftir Johann Strauss. Lára Bryndís Eggertsdóttir lauk 8. stigi í píanóleik frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík vorið 1998. Þá sneri hún sér að orgelnámi og lauk 8. stigi á orgel ásamt kantorsprófi frá Tón- skóla Þjóðkirkjunnar vorið 2001 og einleikaraprófi ári síðar, ásamt því að taka próf við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð. Ennfremur hefur hún leikið á fjölmörgum „meist- aranámskeiðum“ hér heima og er- lendis. Lára Bryndís hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík haustið 1999 hjá Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur. Lára lauk 8. stigi í söng síð- astliðið vor og hefur í vetur stundað nám til burtfararprófs hjá Ólöfu Kol- brúnu og Kristni Erni Kristinssyni, en að auki hefur hún sótt meist- aranámskeið hjá André Orlowitz, Kristni Sigmundssyni, Kurt Widmer, Robin Stapleton og Kiri Te Kanawa. Í ágúst næstkomandi mun hún syngja sópranhlutverkið í Gretti, nýrri óperu Þorkels Sigurbjörns- sonar, sem verður frumflutt á hátíð ungra tónlistarmanna í Bayreuth í Þýskalandi. Kristinn Örn Kristinsson er kenn- ari við Söngskólann í Reykjavík. Tónlistarskóli FÍH, Rauðagerði 27 Valgerður Jónsdóttir sópr- ansöngkona heldur burtfarartónleika sína frá sígildri braut Tónlistarskóla FÍH kl. 20 í kvöld, þriðju- dagskvöld. Pí- anóleikari er Svana Víkings- dóttir. Flutt verður tónlist úr ýmsum áttum, m.a. aríur eftir Mozart, Verdi og Händel, þýsk ljóð sem og sönglög eftir íslenska sem erlenda höfunda. Þá verður frumflutt lag Valgerðar við ljóð Dav- íðs Stefánssonar Haust. Harpa Þor- valdsdóttir syngur dúett með Val- gerði og leikur á píanó í laginu. Árið 1997 hóf Valgerður nám við tónmenntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Þá hafði hún ver- ið í einkatímum í söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur í nokkra mánuði. Val- gerður lauk tónmenntakennaraprófi árið 2000 en hélt áfram námi við söngdeild Tónlistarskólans í Reykja- vík, þar til hún lauk 6. stigi árið 2001. Söngkennari hennar við skólann var Rut Magnússon. Árið 2002 innritaðist Valgerður í söngnám á sígildri braut FÍH og hafa kennarar hennar þar verið Björk Jónsdóttir, Svana Vík- ingsdóttir og Skarphéðinn Þór Hjart- arson. Valgerður starfar sem tón- menntakennari á leikskólanum Grænuborg frá árinu 2000. Burtfarar- prófstónleikar Valgerður Jónsdóttir Lára Bryndís Eggertsdóttir SEINT verður góð vísa of oft kveðin, og á það í tónsögunni sér- staklega við frönsku 15. aldar ball- öðuna um vopnaða manninn, „L’homme armé“, sem virðist hafa orðið kirkjutónskáldum endur- reisnar hálfgerð idée fixe miðað við þann messugrúa sem notaði lagið í cantus firmus-uppistöðu. Þrátt fyrir frekar ógnvæna texta- tilvísun sem minnt gæti á draum- vísur Sturlungu fyrir bardaga, líkt og „Kár kalla mik, / emk kominn heðra / heim at skelfa / ok hugi manna“. En ugglaust um leið tím- anna tákn fyrir hina skörpu skálm- öld Hundrað ára stríðsins. Og enn lætur karl á sér kræla. Ekki eru nema rúm tvö ár síðan samnefnt verk Eriks Mogensens var landsfrumflutt á Myrkum mús- íkdögum; sennilega fyrsta hér- lenda dæmið um þessa sögufrægu paródíunotkun. Á miðvikudag heyrðist síðan enskt verk af sama meiði í fyrsta sinn á Fróni eftir velska djassistann Karl Jenkins (f. 1944). Jenkins mun fyrrum kunn- astur fyrir þáttöku sína í sveitum eins og Nucleus og Soft Machine, en hefur í seinni tíð samið mörg pöntunarverk, þ.á m. umrædda messu fyrir Konunglega brezka vopnasafnið í tilefni þúsaldamót- anna, tileinkaða fórnarlömbum borgarastríðsins í Kosovo. Tvennt kom svolítið kyndugt fyrir sjónir og vakti ósvaraðar spurningar. Úr því verið var að frumflytja verkið hér á landi, hvers vegna þá ekki verkið allt? Skv. tónleikaskrá vantaði heilan fjórðung, en hvort þar hafi dottið út Gloria og Credo, eða einhverjir frjálsir kaflar, kom ekki fram, hvað þá hvort valdið hafi skortur á æfingatíma. Né heldur var til- greind upphafleg áhöfn, aðeins að stjórnandinn hefði útsett verkið fyrir sex manna hljómsveit. Fyrir jafnóþekkt verk hér um slóðir þætti manni því farið af nokkurri léttúð, en væntanlega þó með fullu leyfi höfundar. Að því frátöldu kom messan að mestu gleðilega á óvart. Stíllinn var alþýðlegur, að maður segi ekki poppaður, og gat ásamt ávæningi sínum af mínímalisma stundum leitt hugann að e.k. samblandi af nútímavæddum Orff og Misa Criolla Aríels Ramirez. Að ekki sé talað um fjörkálf eins og Karl Gruber af „Frankenstein“-frægð, eða mér enn ókunna höfundinn að rytmíska Dies Irae-kórþættinum sem (af öllum stöðum) mátti heyra í einni Ríkissjónvarpsepísóðunni af Strandvörðum Hasselhoffs fyrir rúmum tíu árum. Vannst hér gizka mikið úr litlu. Samt sem áður fór seiðandi dansinn nærri barmi hins banala aldrei yfir strikið, og þrátt fyrir fjölda frumítrekana hélt Jenkins jafnan athygli með slyng- um frávikum í tæka tíð. Frumraun hins nýstofnaða VÍS- kórs, sem á sér ekki amalegri bak- hjarl en Vátryggingarfélag Ís- lands, má óhætt segja að hafi tek- izt vonum framar. Kórinn var upplitsdjarfur og ferskur, og sam- hljómurinn furðuheilsteyptur þrátt fyrir nokkra karlafæð. Einsöngv- ararnir meðal kórfélaga skiluðu sínu með sóma, sem og atvinnu- hljóðfæraleikararnir, og að svo miklu leyti sem metið verður án viðmiðunar virtist áhafnarsam- dráttur stjórnandans gefa góða hugmynd um upphaflega mynd verksins. Öllu var tekið með fögn- uði og vel það, enda taldi fjöl- mennur áheyrendaskarinn ekki eftir sér að klappa fyrir hvern ein- asta þátt. Vopnuð afturganga TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Jenkins: „The Armed Man – A Mass for Peace“. Árni Áskelsson & Rafn Mar- teinsson slagverk, Kári Þormar orgel, Kristjana Helgadóttir flauta/pikkolóf- lauta, Þorbjörn Sigurðsson hljóðgervill og Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla ásamt VÍS-kórnum. Stjórnandi: Björn Thor- arensen. Miðvikudaginn 12. maí kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Listasafn Íslands 12.10–12.40 Rakel Pétursdóttir safnfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Í nærmynd, bandarísk samtímalist. K-bygging Landspítalans kl. 13 Jónas Ingólfur Gunnarsson opnar sýningu á verkum sínum. Sýningin, sem Jónas kallar „Náttúrubundin dulúð“, fjallar aðallega um andleg og efnisleg málefni sem tengjast náttúru og samfélagi okkar. Jónas Ingólfur hélt sýningu í K- byggingunni í fyrra. Hann háði baráttu við krabbamein og fann löngu liðna hæfileika í iðjuþjálfun á þessu tímabili. Sýningunni lýkur 23. maí. Perú, Kúskó Ingibjörg Böðv- arsdóttir myndlistarmaður tekur þátt í samsýningunni „Siete días en Qosqo“ í Municipalidad Distrital de Lamay. Á sýningunni eru ljós- myndir og teikningar: Listamenn- irnir, sem allir eru búsettir á Spáni, eru frá Kólumbíu, Perú, Spáni og Íslandi. Aðrir sýnendur eru Ana Hernández Revuelta, Ces- ar Orrico, Felipe Barragán, Héctor Delgado, Jesús Loayza, Mercedes Folgural Castaño, Pilar Barrios og Wilson Rojas. Sýningin stendur til 24. maí. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÁRLEGIR vortónleikar Kórs Hjallakirkju verða í Hjallakirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Að venju flytur kórinn blandaða efn- isskrá þar sem byrjað verður á kirkjulegum verkum eftir núlif- andi tónskáld, íslensk og erlend. Síðan verður haldið yfir í verald- lega kórtónlist frá ýmsum tíma- bilum og að lokum verða fluttar aríur, dúettar og kórar úr söng- leikjum og óperum. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga, þau Erla Björg Kára- dóttir sópran, Kristín R. Sigurð- ardóttir sópran og Gunnar Jóns- son bassi. Katalin Lörincz leikur með á píanó og orgel og söng- stjóri kórsins er Jón Ólafur Sig- urðsson. Ný og gömul verk í Hjallakirkju Dagskráin í dag Kl. 20 Íslenska óperan Tónleikar í tilefni 30 ára starfsafmælis Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara. Kl. 17 Borgarleikhúsið Acte, leiklestur á frönskum og belgískum leik- ritum í Borgarleikhúsinu. Fyrri hluti. Kl. 17 Tónlistarhorn Kringlunn- ar Tvær flautur og gítar: Guðrún Birg- isdóttir, Martial Nardeau og Pétur Jón- asson. Dagskráin er í samstarfi við Tónlist fyrir alla. Listahátíð í Reykjavík 14. – 31. maí Einhvers konar ég er komin út í kilju. Bókin er sjálfsævisaga Þráins Bertels- sonar um fátækt, geðveiki, einelti, þunglyndi- og töframátt lífsins. Hér segir frá sjúklingum á Kleppi, stuttri trúlof- un, eftirminnilegu jólahaldi, skraut- legri skólagöngu, kynórum, ein- semd, lífsháska, einstæðum föður og vægast sagt óvenjulegum upp- vexti. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 327 bls., prentuð í Danmörku. Jón Ásgeir hannaði kápu og Thorstenn Henn tók ljósmynd af höfundi. Verð: 1.790 kr. Kilja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.