Morgunblaðið - 18.05.2004, Síða 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 27
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í júní á hreint ótrúlegum
kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Rimini, þessa vinsæla
áfangastaðar. Sumarið er komið á Ítalíu og hér getur þú notið lífsins
við frábærar aðstæður og nýtur
traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann. Þú bókar
ferðina og 3 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir í fríinu.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð frá kr. 29.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug,
gisting, skattar. Staðgreiðsluverð,
vikuferð. 3. júní. Ferðir til og frá flugvelli
kr. 2.400.
Verð frá kr. 39.990
M.v. 2 í íbúð/stúdíó, flug, gisting, skattar.
3. júní. Ferðir til og frá flugvelli kr.
2.400.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Rimini
3. júní
frá kr. 29.995
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
landsins, Geir H. Haarde, leggur
nú mikið kapp á að ná fram því
áhugamáli ríkisstjórnarinnar að
forstöðumenn ríkisstofnana geti
rekið fólk úr starfi
fyrirhafnarlaust.
Hugmyndafræðin að
baki þessu áhugamáli
sem birtist í fyrirhug-
aðri lagabreytingu
um afnám á grund-
vallaratriðum varð-
andi starfsöryggi
starfsmanna ríkisins
er ekki beinlínis í
anda nútímalegra við-
horfa og vinnubragða.
Þvert á móti er verið
að hverfa aftur til
fortíðar – til þeirra
tíma þegar fólk var ekki látið
velkjast í vafa um hverjir væru
húsbændur og hverjir hjú. Sam-
kvæmt frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar, sem fjármálaráðherra
lagði fram í óþökk og undir hörð-
um mótmælum allra heildar-
samtaka launafólks í landinu,
verður nú hægt að reka starfs-
menn ríkisins án þess að veita
þeim áminningu. Þeim verður ekki
gefið tækifæri til að bæta ráð sitt,
ef um slíkt er að ræða. Þeim verð-
ur meinað að leiðrétta misskilning
sem hugsanlega hefur verið
kveikjan að ákvörðun um uppsögn.
Þá er ekki síður alvarlegt að með
fyrirhugaðri lagabreytingu skap-
ast hætta á misbeitingu pólitísks
valds en eðli málsins samkvæmt
eru starfsmenn ríkisins háðir því.
Í þessu sambandi vil ég til dæmis
vísa til viðkvæmra
starfa í réttarkerfinu,
starfa á sviðum þar
sem deilur hafa verið
miklar, svo sem á
vettvangi umhverf-
ismála, í fjölmiðlum,
menntakerfinu og
þannig mætti áfram
telja.
Í þessum fáu línum
ætla ég að staldra við
einn þátt þessa máls
og hann lýtur að við-
horfi til starfsmanna.
Í stefnuyfirlýsingu
sem fjármálaráðuneytið gaf út ár-
ið 1996 í tengslum við breytingar
á lögum um réttindi og skyldur
ríkisstarfsmanna birtist greinileg
viðhorfsbreyting frá þeirri hugsun
sem áður hafði verið við lýði. Í
stað þess að örva starfsfólkið til
dáða, stuðla að jákvæðri og upp-
byggilegri þátttöku hvers og eins,
var nú farið að líta á starfsmann-
inn sem tæki. Kveðið var sér-
staklega á um að gera þyrfti „rík-
isstarfsmönnum betri grein fyrir
því til hvers væri ætlast af þeim“.
Gagnstætt mun geðfelldari nálgun
sem byggði á frumkvæði ein-
staklinganna voru þeir nú skil-
greindir sem hver önnur tæki í
höndum stjórnenda. Og það frum-
varp sem nú liggur fyrir þinginu
er ógeðfellt framhald af þanka-
ganginum gagnvart launafólki frá
1996. Í minnisblaði fjármálaráðu-
neytisins sem fulltrúar í efnahags-
og viðskiptanefnd þingsins hafa
fengið í hendur segir m.a.: „Með
frumvarpinu er ennfremur stefnt
að sveigjanleika í opinberum
rekstri. Þannig að ríkið hafi mögu-
leika og tækifæri á að hafa í þjón-
ustu sinni þá starfsmenn sem
henta hverju sinni.“ Þetta er orða-
lag sem menn kannast við frá
1996.
Það eru hins vegar tvær leiðir
til þess að takast á við breytt
starfsumhverfi og tækniþróun. Í
fyrsta lagi að stuðla að símenntun
og endurmenntun starfsfólks
þannig að það geti viðhaldið færni
sinni og helst haft frumkvæði til
framfara. Og til þess að Geir H.
Haarde verði látinn njóta sann-
mælis er vert að taka fram að
hann hefur hingað til viljað fara
þessa leið og stutt uppbyggingu
endurmenntunarsjóða. Þess vegna
kemur það verulega á óvart að
hann vendi nú sínu kvæði í kross
og vilji fara hina leiðina sem
vissulega er fær til að ná settu
marki. Það er einfaldlega að reka
fólk sem ekki er sagt duga – líta á
það eins og hvert annað dautt
verkfæri sem maður einfaldlega
fleygir úr verkfærakistunni þegar
það þykir ekki henta lengur. Nú-
tímalegt verklag mundu vafalaust
sumir vilja kalla þessa leið en hún
er þvert á móti ekkert annað en
ómanneskjulegur draugur úr for-
tíðinni. Og hann vilja nú stjórn-
völd vekja til lífs á ný.
Það er dapurlegt hlutskipti rík-
isstjórnarinnar og fjármálaráð-
herra að gerast með þessum hætti
boðberar afturhaldssamra og forn-
eskjulegra stjórnarhátta.
Verkfærakista
Geirs H. Haarde
Ögmundur Jónasson fjallar um
hugmyndir fjármálaráðherra ’Það er dapurlegt hlut-skipti ríkisstjórnarinnar
og fjármálaráðherra að
gerast með þessum
hætti boðberar aft-
urhaldssamra og forn-
eskjulegra stjórn-
arhátta.‘
Ögmundur Jónasson
Höfundur er formaður
BSRB og alþingismaður.
AF SÉRSTÖKUM ástæðum
er ég að grúska í gömlum blöð-
um á Þjóðarbókhlöðunni. Þar
rakst ég nýlega á ræðu, sem
Halldór Kiljan Laxness flutti á
ungmennafélagsmóti í júlí 1937,
skömmu eftir stofnun Máls og
menningar. Þar kvartaði hann
undan því, að hann og aðrir um-
bótamenn, sem ættu fullt erindi
til almennings, fengju vart komið
sjónarmiðum sínum á framfæri, á
meðan sérhagsmunamenn, Boge-
senarnir, riðu húsum. Orðrétt
sagði Kiljan: „En hvernig hefur
staðið á því, að einmitt rödd
þessara manna skuli hafa endur-
ómað um allt, að maður skuli
heyra skoðanir þessara manna
étnar eftir og tuggðar upp jafn-
vel af voluðustu og niðurtröðk-
uðustu einstaklingum á afskekkt-
ustu stöðum í landinu, meðan við
rithöfundarnir, sem teljum okkur
talsmenn upplýsingarinnar, náð-
um ekki tali af þeim, sem við átt-
um erindi við, og urðum að tala
fyrir daufum eyrum? Það var
vegna þess, að einmitt þessir
menn, sérréttindamennirnir í
þjóðfélaginu, höfðu þá peninga,
sem til þurfti að senda málgögn
sín ókeypis inn á hvert einasta
heimili í landinu og stjórna þann-
ig skoðunum almennings.“ Þetta
átti að lagfæra með því að stofna
Mál og menningu. Nú hafði Kilj-
an alls ekki alltaf rétt fyrir sér,
eins og allir vita. En er ekki
sannleikskjarni í þessum orðum
hans?
Til umhugsunar
fyrir vinstri-menn
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
FORSETI Íslands er eini
embættismaður þjóðarinnar sem
hefur umboð sitt frá þjóðinni
allri í beinum persónulegum
kosningum og þegar hann und-
irritar lög þá gerir hann það
sem persónugervingur þjóðar-
innar. Nú þegar forsetinn tekur
afstöðu til þess hvort hann á að
undirrita ný fjölmiðlalög frá Al-
þingi – eða ekki – þá stendur
hann einn. Þetta er ekki öfunds-
verð staða. Þótt ýmsir málsmet-
andi menn og konur gefi lítið
fyrir málskotsrétt forsetans þá
má ganga að því vísu að fólkið í
landinu telur forsetann hafa
þetta vald. Og fólkið skiptir höf-
uðmáli í lýðræðisþjóðfélagi.
Ef fjölmiðlafrumvarpið verður
samþykkt næstu daga þá kemur
til kasta forsetans. Ef Ólafur
Ragnar Grímsson staðfestir lög-
in með undirskrift sinni mun
stór hluti þjóðarinnar láta í ljós
vonbrigði sín í komandi forseta-
kosningum með því að kjósa
hann ekki, sitja heima eða skila
auðu. Þegar hann síðan sver
embættiseið sinn í þriðja skipti,
þ. 1. ágúst nk., mun fólkið í land-
inu spyrja sig til hvers embættið
sé? Tilvist þess verður umdeild-
ara en nokkru sinni áður.
Ef forsetinn staðfestir hins-
vegar ekki fjölmiðlalögin er
hann kominn í stríð við ríkis-
stjórnina. Þá er komin staða sem
ekki hefur fyrr sést á lýðveld-
istímanum. Hver verður staða
Ólafs Ragnars Grímssonar og
embættis forseta Íslands í því
uppgjöri sem á eftir fylgir?
Miklu máli skiptir hvernig fólkið
metur þá stöðu í forsetakosning-
unum 26. júní nk. Að mínu mati
eru mestar líkur á því að fólkið í
landinu fylki sér að baki forset-
anum og veiti Ólafi Ragnari
Grímssyni ótvírætt meirihluta-
umboð til að gegna embætti for-
seta Íslands þriðja kjörtímabilið.
Hvernig síðan spilast úr stjórn-
málakortunum eftir að forseti
synjar um staðfestingu er efni í
margar greinar.
Aðalatriðið er þó, að mínu
mati, að með þessari afstöðu for-
setans styrkist beint lýðræði á
kostnað fulltrúalýðræðis. Í kjöl-
farið mun fylgja mesta upp-
stokkun í stjórnarfari Íslands
frá stofnun lýðveldisins. Það er
löngu kominn tími til að fólkið í
landinu fái tækifæri til að segja
skoðun sína á þjóðmálum milli-
liðalaust. Lýðræðið hefur allt of
lengi beðið lægri hlut fyrir
flokkseigendafélögum sem fara
með fólkið eins og skiptimynt í
valdapóker.
Forsetinn og fólkið í landinu
eiga samleið.
Hans Kristján Árnason
Forsetinn og fólkið
Höfundur er stofnandi og fyrrv.
stjórnarform. Stöðvar 2.
Sjávarútvegs-
ráðherra , Árni M.
Mathiesen, ætlar að út-
rýma dagakerfi smá-
báta og verðfella eignir
okkar og gera verð-
lausar eftir nokkur ár.
Við sem eigum daga-
báta höfum ályktað
undanfarin ár um að
setja verði svokallað 23
daga gólf í dagakerfið
svo ekki fækki dögum.
Í dag eru þeir 19 en
voru 23 árið 2002.
Landsamband smá-
báta hefur farið með þessa kröfu til
Árna ár eftir ár en ekkert hefur ver-
ið gert.
Eins var þetta ár, en þegar um-
ræður voru hafnar, heyrast raddir
nokkurra manna sem
vilja fá kvóta, raddir
þeirra sem hafa verið
að veiða mest í þessu
kerfi undanfarin ár.
Þá bregður svo við
að Árni býður þeim að
velja kvóta en skerðir
okkur sem eftir verð-
um í dagakerfinu, býð-
ur okkur 18 daga með
áframhaldandi 10%
skerðingu á dögum ár
hvert, þó svo að aukn-
ing verði á heildarveiði.
Og ekki nóg með það
heldur á að takmarka
vélarstærð og rúllufjölda, ef stækka
þarf vél fækkar dögum.
Ég vil að almenningur viti þetta
og þingmenn sem eiga að fjalla um
frumvarpið nú á næstu dögum.
Frumvarp þetta verður að lögum
nema þingmenn bjargi dagakerfinu
með því að setja gólf í dagana.
Dagakerfið er sóknarkerfi með
fljótandi tölu. Það veiðist vel þegar
mikill fiskur er á miðunum en lítið
þegar færri fiskar eru á slóðinni og
er líka háð gæftum. Engum fiski er
hent því það er enginn hvati til þess í
sóknarkerfi.
Þingmenn, bjargið
dagakerfi smábáta
Konný Breiðfjörð Leifsdóttir
skorar á þingmenn ’Engum fiski er hentþví það er enginn hvati
til þess í sóknarkerfi.‘
Konný Breiðfjörð
Leifsdóttir
Höfundur er dagabátaeigandi.
www.bilanaust.is
S: 535 9000
16
31
/
TA
K
T
ÍK
nr
.0
1