Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 33 ✝ Jórunn HelgaÁmundadóttir fæddist í Bolungar- vík 2. desember 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. maí síðastliðinn. Sam- býlismaður hennar var Bjarni Hermann Finnbogason, f. 27. júlí 1920. Foreldrar hennar voru Ámundi Halldórsson og Kristbjörg Jónsdótt- ir. Systkini hennar voru Ámundi Ámundason, f. 1916, d. 1970 og Jóna Kristín Ámundadóttir, f. 16. maí 1923, d. 8. apríl 2004. Uppeld- isbróðir Helgu er Hafsteinn Sig- urjónsson matsveinn, f. 1940. Helga giftst Jóhanni Steinþór- syni, húsgagnasmiði, f. 24. júlí 1916, d. 14. sept. 1957. Börn þeirra eru: 1) Ragna Vilborg Jóhanns- dóttir, bókari, f. 21. júlí 1941, maki Gissur Sæmann Axelsson, vél- virki/sölumaður, f. 28. júlí 1938. Börn: a) Eyþór Rafn, kennari, f. 21. mars 1962. b) Vilberg, iðnfræð- ingur, f. 24. okt. 1964. c) Helga Rós, master í almennum málvís- indum, aðst.framkvæmdastjóri hjá STW í Hollandi, f. 14. ágúst 1970, maki Jean-Paul Varwijk, f. 6. júní 1966. Börn þeirra; Daníel Ragnar Helguson Varwijk, f. 25. mars 2001 í Hollandi; Aron Hendrik Helguson Varwijk f. 5. ágúst 2003 í Hollandi. 2) Hildur Jóhannsdótt- ir, matartæknir, f. 3. maí 1943, maki Grétar S. Kristjánsson, raf- verktaki, f. 17. júní 1938. Börn: a) Jóhann, ráðgjafi, f. 4. júní 1961, sambýliskona hans er Erna Sig- mundsdóttir, verslunareigandi, f. 29. júní 1966. Börn þeirra eru; Ró- bert Andri, f. 3. nóv. 1999, og Birta Marín, f. 31. ágúst 2001. Fyrir átti Jóhann soninn Grétar Þór, nemi, f. 3. júní 1986, og Erna dótturina Ír- isi Töru, nemi, f. 28. mars 1987. b) Sigurður Örn, rafvirki, f. 2. maí 1962, kvæntur Ýri Gunnlaugsdótt- ur, verslunareiganda, f. 15. nóv. 1963. Synir þeirra eru; Tómas 26. okt. 1948, maki Hörður Run- ólfsson, múrari, f. 23. júlí 1947. Börn: a) Hanna Rúna, skrifstofu- maður, f. 3. sept.1969, maki Þórir Bragason, tölvumaður, f. 28. maí 1961. b) Jóhann Geir, viðskipta- fræðingur, f. 2. apríl 1976, maki Auður Antonsdóttir, stuðnings- fulltrúi, f. 16. apríl 1981. Börn; Ísak Óli, f. 13. nóv. 1995; Hanna Kristrún, f. 10. feb. 2003. c) Hjört- ur, nemi, f. 8. júlí 1978. d) Gunnar Már, nemi, f. 2. ágúst 1988. 5) Steinþór Jóhannsson, byggingar- verktaki, f. 1954, sambýliskona Monthiya Hoshi, hótelstarfsmað- ur, f. 1961. Steinþór giftist Guð- laugu Helgadóttur, sjúkraliða, f. 1952, og fóstraði son hennar Helga Jónsson, nema, f. 1972, sam- býliskona hans er Hrönn Þráins- dóttir, nemi, f. 1976. Steinþór og Guðlaug slitu samvistum. Með Guðlaugu eignaðist Steinþór börn- in: b) Albert Steinþórsson, tré- smiður, f. 1976, sambýliskona hans er Hafdís Einarsdóttir, verslunar- maður, f. 1973 og eiga þau dótt- urina; Unu Albertsdóttur, f. 1997. c) Jórunn Helga Steinþórsdóttir, námsmaður, f. 1980, sambýlismað- ur Guðjón Elmar Guðjónson, versl- unarmaður. Áður átti Steinþór a) Maríu Guðmundsdóttur, tölvu- starfsmann, f. 1975, með Bryndísi Hákonardóttur, bankastarfs- manni, f. 1955. 6) Magnús Már Kristinsson, iðnfræðingur, f. 23. nóv. 1958, sambýliskona hans er Sigrún Grímsdóttir, f. 13. nóv. 1955. Faðir Magnúsar var Kristinn Ólafur Ólafsson, f. 15. mars 1915, d. 19. jan. 1992. Sonur Magnúsar og Ólafar Jónu Guðmundsdóttur, f. 17. júní 1957, er Kristinn Már Magnússon, nemi, f. 30. apríl 1982. Helga ólst upp í Bolungarvík til 15 ára aldurs, flutti þá til Reykja- víkur og bjó á Ási við Laugaveg þar til hún fluttist í Kópavog þar sem hún bjó þar til hún fór á Hrafnistu í Hafnarfirði. Helga var virk í félagsmálum alla sína tíð og var m.a. formaður Kvenfélags Kópavogs frá 1978–1980 og var í orlofsnefnd í alls 19 ár. Hún starfaði víða. Helst má nefna Félagheimili Kópavogs og Kópavogshæli þar sem hún starf- aði þar til hún lét af störfum 1990. Útför Helgu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Númi, f. 12. jan. 1993, og Axel Máni, f. 16. júlí 1995. c) Hildur, viðskiptafræðingur, f. 6. okt. 1964, sambýlis- maður hennar er Rík- harð Ottó Ríkharðs- son, rekstrarhag- fræðingur, f. 12. júní 1961. Dóttir þeirra er; Þórdís Helga, f. 4. des. 2001, en fyrir átti Rík- harð Ottó soninn Þor- vald, f. 3. nóv. 1988. d) Arnar, viðskiptafræð- ingur, f. 20. feb. 1972, kvæntur Sigrúnu Hebu Ómarsdóttur, nema, f. 1. jan. 1972. Börn: Sigurður Örn, f. 8. maí 1991, og Saga Lind, f. 31. jan. 1999. 3) Hlöðver Jóhannsson, verktaki, f. 2. apríl 1944, kvæntur Jónínu Jónsdóttur, f. 5. sept. 1946. Synir Hlöðvers frá fyrra hjóna- bandi með Elísabetu Þ. Gunn- laugsdóttur, f. 17. jan. 1947, eru: a) Gunnlaugur, f. 4. sept. 1965, d. 5. sept. 1965. b) Jóhann Helgi, for- stjóri, f. 16. okt. 1966, kvæntur Margréti Ormsdóttur, f. 5. des. 1972. Börn Jóhanns frá fyrra hjónabandi með Jónínu A. Sigur- björnsdóttur, f. 17. apríl 1968, eru; Elísabet Ögn, f. 2. ágúst 1988; Sig- urbjörn Hlöðver, f. 1. apríl 1990; Victor Páll, f. 9. maí 1995, d. 30. okt. 2003. Synir Margrétar Orms- dóttur: Almar Yngvi Garðarsson, f. 15. des. 1992; Daníel Aron Dav- íðsson, f. 3. des. 1997. c) Kristján, matreiðslumaður, f. 3. maí 1970, kvæntur Valgerði Stefánsdóttur, f. 2. sept. 1974. Sonur þeirra er; Óliver Adam, f. 4. okt. 1999. Börn Kristjáns eru: Alexandra, f. 22. júní 1989; Jakob, f. 23. des. 1991. d) Heimir Freyr, fæddur andvana 20. mars 1976. e) Gunnlaugur, f. 5. maí 1981, maki Katrín Einarsdótt- ir, f. 4. nóv. 1982. Sonur Hlöðvers frá fyrra sambandi er Haukur, f. 18. sept. 1992. Synir Jónínu: Jón Örn Þorsteinsson, maki Ólína Þor- valdsdóttir. Ingvar Björn Þor- steinsson, maki Sigríður Júl- íusdóttir. 4) Munda K. Jóhannsdóttir, skrifstofumaður, f. Sex barna móðir einstæð og ein- stök í sinni röð. Kraftur, atorka, fylgni. Spáð var í bolla, hvort barn væri í vændum eða bjart yfir næsta ferðalagi sem viðkomandi færi í. Kleinur og kökur bakaðar og seld- ar til búdrýginda. Félagsmála- manneskja í átthagafélögum Bol- víkinga og Breiðfirðinga. Forustumanneskja í Húsmæðraor- lofi Kópavogs og Kvenfélagi Kópa- vogs. Vinnusöm með afbrigðum, stundum á tveim eða þrem stöðum í einu. Var vinamörg. Bú að Kárs- nesbraut 4a, Ásbraut 11 og Voga- tungu 67 í Kópavogi en síðustu ár á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sambýlis- maður Bjarni Hermann Finnboga- son. Þakka þér, Hermann minn, fyrir mildi þína, hlýhug og þolin- mæði á erfiðum stundum í lífi móð- ur minnar. Þakka þér, móðir mín, fyrir allt og allt. Minninga öldurnar rísa þær eru stignar eins og þú kenndir mér forðum. Í friðarhöfn er skip þitt komið. Minninganna sjó þú siglir nú í hugum og hjörtum þeirra sem á hafnarbakkanum standa. Þinn sonur, Steinþór Jóhannsson. Elsku amma mín, þá er komið að kveðjustundinni. Ekki bjóst ég við því þegar við mæðgurnar heimsótt- um þig nokkrum dögum fyrir and- lát þitt að svo stutt væri eftir. Síðar sagði mamma mér að þig hefði dreymt fyrir þessu og að þú hefðir alveg vitað hvert stefndi. Þú varst alltaf mjög næm, þig dreymdi fyrir því sem koma skyldi eða spáðir fyr- ir því í bolla. Það voru ófá skiptin sem þú spáðir fyrir þér og þínum í gegnum tíðina og ég held þú hafir séð flest barnabörnin og barna- barnabörnin í bollunum og auðvitað hvers kyns þau voru. Ég man fyrst eftir Helgu ömmu á Kársnesbrautinni en þar var hún með Magga og Steina þau ár sem við fjölskyldan bjuggum einnig við sömu götu bara aðeins vestar. Hún kom oft til okkar og ekki hvað síst eftir að við fengum sjónvarp, þá trítluðu hún og Maggi iðulega yfir til okkar til að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Síðar fluttum við í Fögrubrekkuna og amma á Ásbraut 11. Barnabörnin hennar ömmu urðu 19 talsins og meira og minna allt strákar. Við stelpurnar erum bara fjórar af öllum þessum hóp. Ég er fjórða barnabarnið og fyrsta af okkur frænkunum fjórum. Amma var stolt þegar stelpan fæddist og fannst auðvitað að hún ætti að heita Helga. Stelpan var skírð Hildur í höfuðið á móður sinni og fékk faðir minn því framgengt. Þetta fannst ömmu alveg ótrúleg frekja af Grétari tengdasyni sínum og talaði oft um það í gegnum tíð- ina. Næsta stúlka sem fæddist inn í fjölskylduna fékk nafnið Hanna Rúna. Þá kom Helga Rós og sú yngsta heitir Jórunn Helga, en amma hét einmitt Jórunn Helga þó hún hafi ekki oft notað Jórunnar- nafnið. Það erum því bara við Hanna Rúna sem ekki berum nafn- ið hennar. Fyrir rúmum tveimur árum eignaðist ég síðan stúlku og var ákveðið að sú litla fengi nafnið hennar ömmu og var hún skírð Þórdís Helga. Þessi litla stelpa varð augasteinn langömmu sinnar og reyndum við mæðgurnar að heimsækja hana og Hermann afa eins oft og við gátum. Þórdís Helga hefur alltaf haft mjög gaman af því að koma til ömmu og afa á Hrafn- istu en það verður skrítið að koma í heimsókn nú þegar amma er ekki lengur til staðar. Hermanni vil ég þakka allan þann stuðning og ástúð sem hann hefur alla tíð sýnt henni Helgu ömmu og vona að guð veiti honum styrk á þessum erfiðu tíma- mótum. Elsku amma, þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Hvíl þú í friði. Þín Hildur. Elsku amma. Snemma á sunnu- dagsmorgni hringdi síminn. Þar var rödd sem sagði mér: Amma þín dó í nótt. Ég tók þetta mjög nærri mér og fannst þetta rosalega skrít- ið. Við amma vorum ekki mjög nán- ar síðustu árin. En það breytir því ekki að við áttum margar góðar minningar saman. Það er eitt sem mér er mjög minnisstætt en þannig er mál með vexti að er ég er eina nafna hennar ömmu. En það þekktu allir hana undir nafninu Helga en ekki sem Jórunni Helgu. Mér fannst mjög gaman á yngri ár- um að segja frá því að við værum nöfnur. Það voru margir mjög hissa og trúðu því varla að hún Helga sem þau hefðu þekkt í mörg ár héti Jórunn Helga. Það dró fyrir sólu tárin byrjuðu að streyma ég fann að hárin risu ég vaknaði upp við vondan draum, elsku amma mín er dáin. Vona að englar guðs muni gefa þér vængi til þess að fljúga um og njóta lífsins hinum megin. Elsku amma, þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Vona að við hittumst aftur hinum megin. Ég bið góðan Guð að varðveita ömmu og gefa henni frið. Megi Guð gefa elsku afa, pabba, systkinum pabba og öðrum ná- komnum styrk í sorg sinni. Blessuð sé minning ömmu. Jórunn Helga Steinþórsdóttir. Helga amma fæddist í Bolung- arvík og ólst þar upp til 14 ára ald- urs og flutti síðan á höfuðborg- arsvæðið. 1945 keyptu hún og afi minn, Jóhann Steinþórsson, hús á Kársnesbraut 4 í Kópavogi. Amma bjó líka um tíma á Ásbraut 11 og í Vogatungunni í Kópavogi og síð- ustu árin var hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Amma hafði mjög gaman af að spila bridge og fékk oft verðlaun í bridge. Það er óhætt að segja að hún hafi verið snillingur í spila- mennsku. Amma var alltaf svo ,,grand“ og þegar hún varð áttræð bauð hún öllum börnum sínum, barnabörnum og langömmubörnum út að borða á Hótel Loftleiðum. Amma spáði oft í bolla fyrir mér og þeir spádómar rættust næstum alltaf. Síðustu orð hennar við mig voru: ,,Guð veri með þér, Eyþór minn.“ Kæra amma, innilegar þakkir fyrir allt, og sérstaklega fyrir að hafa hughreyst mig og gefið mér sjálfstraust ef ég var eitthvað leið- ur. Núna ertu komin til himna, til Guðs, og einhvern tímann kem ég þangað líka og þá fáum við okkur kaffi og konfekt og spjöllum saman um daginn og veginn. Eyþór. Elsku amma. Þegar maður stendur frammi fyrir því að ástvin- ur deyr fer maður ósjálfrátt að hugsa til baka og rifja upp liðnar stundir. Segja má að heimili þitt á Kársnesbraut 6 hafi verið mitt ann- að heimil fyrstu ár ævi minnar eða á meðan foreldrar mínir bjuggu á Kársnesbraut 28. Ávallt var gaman að vera hjá þér, amma, líf og fjör og margt við að vera. Eftir líflega barnæsku þá tóku við spennandi spádómar sem oftar en ekki rætt- ust. Það var mikið lán að þú skyldir hitta Hermann, þann eðalmann. Sameiginlegur áhugi ykkar á ferða- lögum og spilamennsku veitti þér margar ánægjustundir. Elsku amma, takk fyrir þína hlutdeild í mínu lífi. Andlát þitt bar skjótt að og eftir situr í huga mér: Bara ef ég hefði gefið mér meiri tíma undanfarið til að heimsækja þig og verja meiri tíma með þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég kveð þig með ást og söknuði. Jóhann Grétarsson. Hún Helga er dáin, Helga amma eins og við kölluðum hana, er farin. Þessi stórkostlega kona er farin frá okkur og örugglega komin á mjög góðan stað Ég hitti hana fyrst og kynntist inni í Fögrubrekku hjá tengdaforeldrum mínum. Ég sjálf hafði ekki notið þeirrar gæfu að eiga ömmu en að hitta Helgu sem var amma Sigurðar mannsins míns var mér mikil gæfa. Ég leit á hana sem ömmu mína líka. Þessi kven- skörungur sem allir gátu tekið sér til fyrirmyndar. Það sem mér fannst svo stórkostlegt við Helgu var hversu hugrökk hún ávallt var, hún sagði sína skoðun hvort sem það var jákvætt eða neikvætt. Hún var ætíð hreinskilin þó stundum hefði hún getað verið diplómat- ískari en það var ekki hennar. Mér er það svo minnisstætt þeg- ar hún tók bílpróf orðin ansi gömul að mér fannst og ég sjálf rétt nýbú- in að fá mitt bílpróf. Það fannst mér sýna hugrekki hennar og kjark. Það var alltaf gott að tala við Helgu, hún kunni ráð við flestu og svo var spáð í bolla þess á milli. Alltaf til í að taka slag og kíkja í bolla. Við vorum auðvitað óttalegir krakkar en aldrei lét hún mann fá það á tilfinninguna að við vissum minna og að hún væri vitrari og eldri. Henni þótti svo vænt um barnabörnin sín og um strákana okkar. Því miður hittumst við ekki eins oft eftir að hún veiktist og var bundin við hjólastól en ég veit að strákunum okkar þótti hún ótrú- lega merkileg kona nákvæmlega eins og mér, og elskuðu hana og dáðu eins og við. Elsku Helga amma, við kveðjum þig með söknuði með þeirri vissu að þér líði betur núna. Elsku Hermann, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ykkar Ýr, Sigurður og strákarnir. Elsku amma. Ég fór til afa í dag 16.5. Það var virkilega skrýtið að þú varst ekki þar. Ég man þegar þú kenndir mér ljóð sem þú samd- ir. Ég man það enn þá: Ef fjúkið úti fýkur og frostið bítur kinn þá er best bók að taka og byrja lesurinn. Þetta man ég endalaust. Ég sendi þér annað ljóð: Ég elska þig, þú stjarna hrein og heið, þótt hulin sértu oft að skýjabaki. Hve gott átt þú að búa á ljóssins leið. Ég lyfti minni sál með vængjataki. Ég kem, ég kem, þá kveður tunga mín. Nú kem ég bráðum, stjarna, upp til þín. (Hugrún.) Ég sakna þín voða mikið. Bless, elsku amma mín. Haukur. HELGA ÁMUNDADÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.