Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 39
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 39
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli
kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar.
Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur há-
degisverður að lokinni bænastund. Allir vel-
komnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safn-
aðarsal.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á
sanngjörnu verði að helgistund lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara
starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist
mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13.
Bridsaðstoð á föstudögum kl. 13. Þátttaka
tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Á
morgun, miðvikudag: „Morgunstund og fyr-
irbænir“ í kirkjunni kl. 11. Stund fyrir alla
sem eru heima við og hafa tækifæri að
sækja kirkju á virkum degi. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Sumarhlé hjá Fullorðins-
fræðslu og Þriðjudegi með Þorvaldi. En
guðsþjónustur sumarsins verða alla sunnu-
dag kl. 20 og í júní mun sr. Bjarni bjóða upp
á Biblíuspjall hvern sunnudag kl. 19 um
texta og prédikunarefni sunnudagsins.
Neskirkja: Litli kórinn – kór eldri borgara kl.
16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir vel-
komnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl.
10–12.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl.
10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16.00. Starf fyrir
10–12 ára kl. 17.30.
Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í
safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með
tíu til tólf ára börnum í safnaðarheimilinu.
Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börn-
um í Ártúnsskóla.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með
altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má
koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Unglingakór Digraneskirkju
kl. 17–19.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í
Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3,
kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12.
SELA yngri deild kl. 20–22.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag
kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára
(TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir
fyrir hressa krakka. Æskulýðsfélagið (Meg-
as) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í
kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa
hafa Anna Hulda Einarsdóttir og Sigríður
Rún Tryggvadóttir.
Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16.30 í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og kon-
ur, yngri sem eldri, eftirlaunafólk, öryrkjar og
atvinnulausir eru velkomnir. Spilað, spjallað
og kíkt í blöðin. Samverunni lýkur með helgi-
stund kl. 16. Umsjónarmaður Nanna Guð-
rún djákni. Þorlákur sækir þá sem vilja og
ekur þeim heim. Sími 869–1380.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30– 19.
Þorlákskirkja. Bænastund kl. 09.
Keflavíkurkirkja. Alfahópur kemur saman í
Kirkjulundi kl. 12–15. Léttur málsverður,
samfélag og fræðsla um kristna trú. Ólafur
Oddur Jónsson fjallar um áhrif atvinnuleysis
á einstaklinga og samfélög. Umsjón María
Hauksdóttir. Styrktaraðilar eru Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis,
Verslunarmannafélagið og Iðnsveinafélagið
ásamt Keflavíkurkirkju. Allir velkomnir.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp-
lýsingar á www.kefas.is
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Glerárkirkja. Kyrrðarstund í kapellu kl.
18.10.
Safnaðarstarf
FRÉTTIR
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif.
Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22
sími 564 6415 - gsm. 661 9232.
Jeppapartasala Þórðar, Tangar-
höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum
okkur með varahluti í jeppa og
Subaru. Nýrifnir: Patrol '95,
Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol
'92, Legasy '92, og Vitara '91-'97
Bifhjóla og ökukennsla
Eggert Valur, ökukennari.
Ökukennsla/skóli/mat.
Nýr M. Benz. Uppl. í símum
893 4744/565 3808/853 4744.
Ökukennsla
Ökukennsla, endurhæfing,
akstursmat og vistakstur.
Upplýsingar í símum 892 1422 og
557 6722, Guðbrandur Bogason.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Sverrir Björnsson
Wolksvagen Passat,
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Óska eftir Combi-Camp tjald-
vagni. Verðhugmynd 150-180 þús.
Uppl. í s. 892 0295.
Verður heppnin með þér í sum-
ar? Tjaldvagnar til leigu. Leigjum
einnig út aukabúnað. Uppl. á
www.alaska.is, sími 848 1488.
VW Golf GL, árg. '96, ek. 139
þús. km, samlitur, 5 g., CD, vind-
skeið, sumar- og vetrardekk á
felgum. Vel með farinn og góður
bíll á frábæru verði: 370.000 kr.
Upplýsingar í síma 690 0919.
BÍLAR - BÚSLÓÐIR!
Geymi bíla, búslóðir
og fleira og fleira.
Upphitað og loftræst.
Upplýsingar í síma 897 1731.
Athafnafólk ath.
Gríðarlegir möguleikar fyrir alla
sem vilja auka tekjurnar. Skoðið
www.Markmid.com og/eða
www.Samskipti.com eða sendið
fyrirspurn á Info@markmid.com.
Til sölu Benz 1622, árg.´85 með
HMF krana árg.´95 með fjarstýr-
ingu. Verð 1.300.000 kr.
Upplýsingar í síma 892 1986.
mbl.is
Ársfundur Heimssýnar Í dag,
þriðjudaginn 18. maí, kl. 17.15 verð-
ur ársfundur Heimssýnar, hreyf-
ingar sjálfstæðissinna í Evrópu-
málum, haldinn í sal Apóteksins við
Austurvöll. (Í húsi gamla Reykjavík-
urapóteks, 5. hæð). Auk venjulegra
aðalfundarstarfa munu nokkrir
félagsmenn flytja stutt erindi um
viðhorf ungs fólks á Íslandi til Evr-
ópumála.
Í DAG
Fyrirlestur til meistaraprófs við
raunvísindadeild HÍ Sigríður Sif
Gylfadóttir, meistaranemi við
eðlisfræðiskor raunvísindadeildar
Háskóla Íslands, mun á morgun,
miðvikudaginn 19. maí kl. 13, flytja
fyrirlestur sem hún nefnir: Manip-
ulating the persistent current in
quantum rings.
Fyrirlesturinn er á ensku og
fjallar um rannsóknir Sigríðar á
áhrifum örskammrar rafsegul-
geislunar á THz tíðni á sístæða
rafstrauma í skammtahringjum í
hálfleiðurum. Sigríður hefur með
tölvureikningum sýnt að hægt er
að breyta sístæða straumnum og
seglun skammtahringsins sem
honum fylgir og jafnvel er hægt að
snúa straumnum við með því einu
að auka styrk geislunarinnar.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu 158
í VR-II, Hjarðarhaga 2–6.
Ráðstefna um stöðu miðaldra
fólks á vinnumarkaði verður á
morgun, miðvikudag 19. maí kl. 13
í Kiwanishúsinu við Engjateig 11.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra setur ráðstefnuna. Erindi
helda: m.a. Åsmund Lunde fram-
kvæmdastjóri Senter för Senior-
politikk í Ósló, Guðmundur S. Guð-
mundsson tæknifræðingur, Ólafur
Ólafsson tölvunarfræðingur, Hug-
rún Jóhannesdóttir forstöðumaður
Vinnumiðlunar höfuðbogarsvæðis-
ins, Elín R. Líndal forstöðumaður
nefndarinnar, Kristinn Tómasson
læknir, Alda Sigurðardóttir
fræðslustjóri VR, Ögmundur Jón-
asson formaður BSRB, Hannes G.
Sigurðsson aðstoðarframkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins og
Gylfi D. Aðalseinsson lektor við
Háskóla Íslands.
Að ráðstefnunni standa: Áhuga-
hópur umatvinnumál miðaldra
fólks, félagsmálaráðuneytið,
Vinnumálastofnun, Samtök at-
vinnulífsins, BSRB, VR, Félag
bókagerðarmanna, Efling, Sam-
band íslenskra bankamanna, Raf-
iðnaðarsambandið og Landssam-
tök lífeyrissjóða.
Ráðstefnan er öllum opin og fer
skráning fram hjá Vinnumála-
stofnun í síma og einnig er hægt
að skrá sig á www.vinnumalastofn-
un.is
Á MORGUN
Námskeið fyrir leiðbeinendur í
skólagörðum Garðyrkjuskólinn
verður með námskeið fyrir leiðbein-
endur í skólagörðum í húsakynnum
skólans miðvikudaginn 26. maí kl.
9– 16. Leiðbeinendur verða þeir
Björn Gunnlaugsson tilraunastjóri
og Gunnþór Guðfinnsson garð-
yrkjufræðingur. Fjallað verur m.a.
um skipulag reita, jarðvinnslu,
áburð og kalk, sáningu og grisjun
og gróðursetningu. Þá verður
fjallað um notkun gróðurhlífa og
farið yfir helstu plöntusjúkdóma og
meindýr og talað um illgresiseyð-
ingu o.fl. Einnig verður matjurta-
ræktun í gróðurhúsi kynnt og
fjallað um ræktun á einstökum teg-
undum matjurta. Skráning og nán-
ari upplýsingar um námskeiðið fást
á skrifstofu skólans eða á heimasíðu
hans, www. reykir.is
Á NÆSTUNNI
ÁTTATÍU rúm frá Landspítala –
háskólasjúkrahúsi verða meðal
þess sem flogið verður með til Afg-
anistans á vegum utanríkisráðu-
neytisins í lok mánaðarins, en þá
tekur Ísland við stjórn alþjóða-
flugvallarins í Kabúl. Magnús Pét-
ursson, forstjóri LSH, afhenti
Hjálparstarfi kirkjunnar þessa gjöf
frá spítalanum í gær, en samtökin
vinna nú að því að safna hjúkrunar-
gögnum sem send verða til Kabúl
að þessu tilefni.
Þegar hafa safnast rúmlega
hundrað dýnur, kerrur fyrir fötluð
börn, göngugrindur, hjólastólar og
hækjur, auk þess sem von er á fæð-
ingarrúmi, skurðarborði, svæfinga-
vél og fjölda annarra hjúkrunar-
gagna frá heilsustofnunum og
fyrirtækjum um allt land. Þá gefur
Pharmaco berkla- og sýklalyf að
verðmæti 10 milljónir króna. Lyfin
eru framleidd í verksmiðju fyrir-
tækisins í Búlgaríu, en vélin mun
lenda þar á leið sinni til Kabúl, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Jónas Þ. Þórisson, framkvæmda-
stjóri Hjálparstarfsins, fer til Kabúl
og mun afhenda Hjálparstarfi
norsku kirkjunnar hjálpargögnin,
og sér það um að dreifa þeim á
sjúkrahús í Kabúl. Þetta verður
ekki fyrsta framlag Hjálparstarfs
kirkjunnar til neyðaraðstoðar í
Afganistan, því í október árið 2001
var 5,4 milljónum króna varið í
hjálparstarf í gegnum ACT-
Alþjóðaneyðarhjálp kirkna.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sjúkragögn og lyf
til Afganistans
UM helgina voru 15 öku-
menn grunaðir um ölvun
við akstur og 61 ökumað-
ur um of hraðan akstur.
Þá voru tilkynnt til lögreglu 47 um-
ferðaróhöpp með eignatjóni.
Aðfaranótt sunnudags var til-
kynnt um árekstur á Laugavegi,
austan Hlemmtorgs. Þarna missti
ökumaður stjórn á ökutæki sínu, ók
yfir umferðareyju og grindverk.
Ökumaður var handtekinn og færð-
ur í fangamóttöku en hann er grun-
aður um ölvun við akstur.
Skömmu síðar var bifreið ekið á
ljósastaur á Austurbergi. Ökumaður
hennar er einnig grunaður um ölvun
við akstur.
Mjög rólegt var í miðborginni að-
faranótt laugardags og lítið af fólki.
Hins vegar var mikið af ölvuðum
unglingum víða um borgina að halda
upp á lok samræmdra prófa sem
voru sl. þriðjudag.
Aðfaranótt laugardags var maður
fluttur á slysadeild frá veitingahúsi
en hann hafði verið þar í slagsmál-
um og þurfti að sauma tvo skurði á
höfði hans.
Þegar hallaði að morgni var mað-
ur fluttur á slysadeild frá veitinga-
húsi í Þingholtunum en hann var
mikið skorinn í andliti eftir slags-
mál.
Þá var tilkynnt um innbrot í
fyrirtæki við Hverfisgötu. Maður
klifraði þar upp vinnupalla á húsinu
og fór inn um glugga. Hann var
handtekinn og færður á aðalstöð
þar sem hann var vistaður í fanga-
geymslu.
Einnig var tilkynnt um líkams-
árás í Síðumúla. Þar réðust 2 piltar
á mann og var hann fluttur á slysa-
deild. Ekki er vitað um árásarmenn-
ina.
Hópslagsmál á Laugavegi
Seint um kvöldið var tilkynnt um
hópslagsmál á Laugavegi við Klapp-
arstíg og síðar um að hópur manna
væri að misþyrma einum. Að sögn
manna munu upptök átakanna vera
þau að maður hafði verið að kasta
glösum í fólk inni á veitingastað og
var honum hent út af hópi fólks.
Aðfaranótt sunnudags var gríðar-
lega margt fólk í miðborginni í hlýju
og góðu veðri og var mannfjöldinn
svipaður því sem gerist á menning-
arnótt. Mjög mikill erill var þar og
einnig í öðrum hverfum m.a. vegna
ungmenna. Engin stórmál komu þó
upp en nefbrot og kjaftshögg komu
til kasta lögreglu þar sem fólk var
flutt á slysadeild. Maður sem gekk
um og sparkaði í bíla var handtek-
inn og vistaður. Annar maður var
stunginn í fótinn við Vesturbæjar-
skóla og fluttur með sjúkrabifreið á
slysadeild ásamt öðrum sem fékk
glas í höfuðið á veitingastað. Röð
fólksins sem beið eftir leigubifreið-
um náði að Skólabrú kl. 04 en þá var
líka margt fólk á gangi víða í kring-
um miðbæinn að leita leigubifreiða.
Snemma á sunnudagsmorgni var
tilkynnt um hópslagsmál í Hafnar-
stræti. Þau voru leyst upp og nef-
brotinn maður fluttur á slysadeild.
Þá var tilkynnt um innbrot í
nokkrar bifreiðar við Álfabakka.
Stolið var geislaspilara, radarvara,
farsíma og geisladiskum.
Úr dagbók lögreglu 14.–17. maí
Læti í bænum á laugardagskvöldið