Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 41

Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 41 Ljósbrá og Björn öruggir sigurvegarar í paratvímenningnum Ljósbrá Baldursdóttir og Björn Eysteinsson sigruðu næsta örugg- lega á Íslandsmótinu í paratvímenn- ingi sem fór fram um helgina. Annað sætið var einnig öruggt hjá Maríu Haraldsdóttur og Eiríki Jónssyn en baráttan um 3. sætið stóð á milli 4 para og hömpuðu Geirlaug Magnús- dóttir og Torfi Axelsson bronsinu í lokin. Alls tóku 40 pör þátt í mótinu. Pör- um var raðað eftir styrkleika og spil- aðar þrjár 30 spila lotur. Lokastaðan: Ljósbrá Baldursd. – Björn Eysteinsson 311 María Haraldsdóttir – Eiríkur Jónsson 245 Geirlaug Magnúsdóttir – Torfi Axelsson 155 Esther Jakobsdóttir – Guðm. Sv. Herm. 129 Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbjörnss. 126 Hrafnhildur Skúlad. – Jörundur Þórðar 117 Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 89 Edda Thorlacius – Ísak Örn Sigurðsson 88 Svala Pálsdóttir – Randver Ragnarsson 81 Mary Pat Frick – Sigurður Sverrisson 79 Finna má öll úrslit og spil á www.bridge.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 11. maí var spilað á átta borðum. Úrslit urðu þessi: N/S Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 152 Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 141 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 129 Bjarnar Ingimarsson – Friðrik Herm. 129 A/V Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 145 Stefán Ólafsson – Oddur Jónsson 138 Kristrún Stefánsdóttir – Anna Hauksd. 130 Úrslit 14. maí N/S Bjarnar Ingimarss. – Friðrik Herma. 193 Sigurður Hallgr. – Filip Höskuldss. 168 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 168 A/V Sófus Berthels. – Haukur Guðmundss. 207 Hermann Valsteinss. – Ólafur Gíslason 176 Jón R. Guðmundss. – Kristín Jóhannsd. 173 Þau urðu í efstu sætunum í paratvímenningnum sem fram fór um helgina. Frá vinstri: Torfi Axelsson, Geirlaug Magnúsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Björn Eysteinsson, María Haraldsdóttir og Eiríkur Jónsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Nöfnum víxlað Þau mistök urðu við vinnslu fréttar, sem birtist á föstudag um samtal tveggja útvarpsmanna á FM 95,7, að nöfnum þeirra var víxlað. Voru orð Sigvalda Þórðar Kaldalóns, sem kallar sig Svala, lögð í munn Einars Ágústs Víðissonar og öfugt. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu. Mynd snýr vitlaust Mynd af verki Tryggva Ólafsson- ar, sem birtist með umsögn um sýn- ingu hans á sunnudag, sneri vitlaust í blaðinu á sunnudag. Um leið og myndin birtist aftur er beðist vel- virðingar á mistökunum. Röng tala Í frétt um hækkun atvinnuleysis- bóta í blaðinu í gær var röng tala. Bæturnar hækka úr 3.681 krónu í 4.096 krónur á dag, en ekki úr 2.752 krónum eins og stóð. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Þingvallaþjóðgarður og Kjölur Í grein Hafsteins Hjaltasonar 16. þ.m. varð misritun „eign ríkissjóðs“ á að vera: Ríkis- eign. Hafsteinn Hjaltason. LEIÐRÉTT Gríma eftir Tryggva Ólafsson. FULLTRÚAÞING Sjúkraliðafélags Íslands sem haldið var á dögunum krefst þess að frumvarp ríkisstjórn- ar Íslands um takmörkun á tjáning- arfrelsi þjóðarinnar verði afturkall- að, segir í ályktun frá félaginu sem borist hefur Morgunblaðinu. „Verði fumvarpið samþykkt á Al- þingi krefst fundurinn þess að þjóðin fái tækifæri til að tjá sig um rétt- mæti þeirrar ákvörðunar þingsins, áður en lögin koma til framkvæmda. Fundurinn skorar á forseta lýð- veldisins að leggja það í dóm þjóð- arinnar hvort afgreiðsla þingsins á fjölmiðlafrumvarpinu verði að lög- um.“ Frumvarp verði afturkallað OPNAÐUR hefur verið nýr grill- staður í Grafarvogi, Mango Grill að Brekkuhúsum 1, þar sem áður var Planet Chicken. Eigendur staðarins eru Magnús Garðarsson mat- reiðslumaður og Ívar Þ. Björnsson. Á boðstólum eru ýmsir réttir, s.s. nautasteikur, grillaður kjúklingur djúpsteikt ýsa, hamborgarar o.fl. Þá býður Mango Grill upp á snakk á meðan beðið er eftir matnum. Einn- ig er ókeypis áfylling á gosið. Í há- deginu er boðið upp á heitan mat og kaffi fyrir 790 krónur. Mango grill er opið alla daga kl. 11.30–22. Nýr grillstaður í Grafarvogi SORPA hefur gert samning við Blómaval um sölu á moltu, lífræna jarðvegsbætinum. Jarðvegsbæt- irinn er unninn úr garðaúrgangi sem skilað er inn til Sorpu og er í vinnslu þar í 1–2 ár. Einnig er hægt að fá moltublöndu og trjákurl frá Sorpu. Eftir sem áður er hægt að fá moltu og moltublöndu í Álfsnesi á Kjalarnesi. Myndin er tekin við undirskrift samningsins. Á myndinni eru Trausti Gunnarsson Blómavali, Björn H. Halldórsson Sorpu, Ög- mundur Einarsson Sorpu og Krist- inn Einarsson Blómavali. Sorpa semur við Blómaval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.