Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 43
HÉR er fyrst lítið próf: Lesandinn hefur orðið vitni að frábærri spila- mennsku hjá makker og vill láta í ljósi hrifningu sína. „Makker, þú spil- aðir þetta eins og ...“ Hvaða nafn kemur fyrst upp í hugann? Norður ♠K4 ♥8532 ♦D86 ♣ÁG73 Suður ♠ÁDG975 ♥ÁKD ♦Á432 ♣-- Var það Belladonna? Það er ekki ólíklegt, þótt Garozzo og Zia séu líka heitir möguleikar. En í dag er ekki skynsamlegt að spila eins og Bella- donna, því hér er á ferð gamall fingurbrjótur ítalska meistarans. Hann varð sagnhafi í sex spöð- um og fékk út lauftíu. Hvernig myndi lesandinn spila? Belladonna spilaði beint af augum: Henti tígli í laufás, tók trompin og spilaði tígulás og tígli á drottninguna. Norður ♠K4 ♥8532 ♦D86 ♣ÁG73 Vestur Austur ♠2 ♠10863 ♥764 ♥G109 ♦G1075 ♦K9 ♣109862 ♣KD54 Suður ♠ÁDG975 ♥ÁKD ♦Á432 ♣-- Ekki gekk það og vest- ur fékk annan slag á tíg- ul. Spilið kom upp í leik Ítalíu og Argentínu á HM fyrir margt löngu. Á hinu borðinu spiluðu Argentínumenn sex hjörtu í NS, sem unnust vegna 3-3 legunnar. Ósanngjarnt, en á hinn bóginn hefði Belladonna átt að jafna spilið. Ekki með því að spila upp á tígulkónginn annan í austur (sem er á móti líkum), heldur með því að skilja laufásinn eftir í blindum. Trompa sem sagt lauf í fyrsta slag, af- trompa vörnina, taka ÁKD í hjarta og spila svo tígulás og tígli á drottn- inguna. Austur á ekkert nema lauf eftir og suður losnar við tvo tígulhunda niður í laufás og frí- hjarta. Vonandi spilaði lesand- inn þetta EKKI eins og Belladonna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert umburðarlynd/ur og víðsýn/n á sama tíma og þú ert og mikil hug- sjónamanneskja. Nánasta samband þitt verður í brennidepli á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að fara yfir neysluvenjur þínar og hugsanlegar leiðir til sparnaðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Finndu eitthvað eitt sem þú getur gert til að bæta nán- asta samband þitt og reyndu svo að fylgja því eftir. Ekki ætla þér um of því þá eru meiri líkur á að þú gefist upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gefðu þér tíma til að velta því fyrir þér hvað skiptir þig mestu máli í lífinu. Jafnvel trúleysi er ákveðin hug- myndafræði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nýlegar rannsóknir sýna að vinamargt fólk lifir lengur en fólk sem á fáa vini. Hvernig vinur ert þú? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að huga að því hvernig þú kemur öðrum fyrir sjónir. Gerðu svo eitt- hvað til að bæta ímynd þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Leitaðu leiða til að auka skilning þinn og lífsreynslu. Þú getur hugsanlega gert þetta með því að fara í nám og ferðalag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Með nýju tungli færðu tæki- færi til að breyta viðhorfi þínu til þess hvernig aðrir velja að lifa lífi sínu. Reyndu að temja þér umburðarlyndi og virðingu fyrir viðhorfum annarra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að velta því fyrir þér hvað þú getur gert til að bæta samband þitt við maka þinn og nánustu vini. Mundu að þú þarft að henta þeim ekki síður en þau þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það má alltaf bæta hlutina. Leitaðu leiða til að bæta vinnuvenjur þínar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft á fríi að halda. Gerðu það sem gera þarf til að þú getir komist í frí. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Við þurfum öll á heimili og fjölskyldu að halda. Með nýju tungli gefst þér gott tækifæri til að bæta heimilis- aðstæður þínar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fólk dæmir annað fólk ekki síður af hegðun þess en því sem það segir. Reyndu að senda fólkinu í kringum þig skýr skilaboð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 85 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 18. maí, er 85 ára Finnbogi Guðmundsson (Bóbó), fyrr- um matsveinn til sjós. Finn- bogi dvelur á Dvalarheim- ilinu Ási í Hveragerði. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9. exf6 Rxf6 10. Rf3 Bd6 11. 0–0 0–0 12. Bf4 Bxf4 13. Rxf4 Re4 14. Re2 Hxf3 15. gxf3 Rg5 16. Kh1 e5 17. dxe5 Rxf3 18. Bxh7+ Kh8 19. Rg1 Rcd4 20. He1 Bg4 21. He3 Dh4 22. Rxf3 Dxf2 23. Hc3 Dxb2 24. Dc1 Svartur á leik Staðan kom upp á pólska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Artur Jakubiec (2.532) hafði svart gegn Piotr Murdzia (2.455). 24. … Dxc3! Nákvæmast og best. 25. Dxc3 Bxf3+ 26. Dxf3 Rxf3 27. Bc2 Rxe5 28. Hd1 Hd8 29. Be4 hvítur vinn- ur nú eitt peð til baka en frípeð svarts á d-línunni gerir út um skákina. 29. … d4 30. Bxb7 g5 31. Kg1 Kg7 32. Be4 Kf6 33. Kf2 Rg4+ 34. Kg3 Re3 35. Hb1 d3 36. Bf3 d2 37. Bd1 og hvítur gafst upp um leið enda fátt um fína drætti. Skákhátíð Hróksins og UMFÍ stendur nú yfir á Vestfjörðum og Snæfellsnesi og lýkur með alþjóðlegu atskákmóti 21. og 22. maí nk. Nánari upp- lýsingar um hátíðina er að finna á skak.is og á heima- síðu Hróksins. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Það þarf mikla útsjónarsemi þegar maður býr í lítilli íbúð! MEÐ MORGUNKAFFINU             Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Nýi söngskólinn Tónlistarhúsinu Ými Innritun í allar deildir. Inntökupróf í einsöngsdeild 19. og 27. maí. Einsöngsdeild. Hefðbundið söngnám samkvæmt námsskrá. Grunnnám - miðnám - framhaldsnám. Óperudeild - ljóðadeild. Söngdeild fyrir áhugafólk. Undirbúningur fyrir einsöngsdeild. Söngnám sér til gagns og gamans. Unglingadeild 11-14 ára og 14-16 ára. Tónlistarnám með röddina sem aðalhljóðfæri. Barnadeild 4-6 ára. Að þroska og efla sköpun, taktskyn og söng er markmið okkar. Símar: 552 0600 og 893 7914. Netfang: songskoli@vortex.is Vefsíða: songskoli.is „Hjartansmál“ SMS tónar og tákn FJALLIÐ SKJALDBREIÐUR Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnaskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið. Ríð ég háan Skjaldbreið skoða, skín á tinda morgunsól, glöðum fágar röðulroða reiðarslóðir, dal og hól. Beint er í norður fjallið fríða, – fákur eykur hófaskell, – sér á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell. – – – Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.