Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 45
SVEN-GÖRAN Eriksson, landsliðs-
þjálfari Englands, tilkynnti í gær
hvaða 23 leikmenn skipuðu landslið
Englands sem keppir á EM í Portú-
gal í sumar. Þjálfarinn heldur einu
sæti lausu enda vörnin dálítill höf-
uðverkur fyrir kappann þar sem
nokkrir lykilmenn hennar eru
meiddir.
Markverðir:
David James (Man City), Paul
Robinson (Tottenham) og Ian Walk-
er (Leicester).
Varnarmenn:
Gary Neville (Man Utd), Phil Ne-
ville (Man Utd), Ashley Cole (Arsen-
al), Wayne Bridge (Chelsea), Sol
Campbell (Arsenal), John Terry
(Chelsea), Ledley King (Tottenham)
og Jamie Carragher (Liverpool)
Miðjumenn:
David Beckham (Real Madrid),
Paul Scholes (Man Utd), Nicky Butt
(Man Utd), Steven Gerrard (Liver-
pool), Frank Lampard (Chelsea),
Owen Hargreaves (Bayern Münc-
hen), Kieron Dyer (Newcastle) og
Joe Cole (Chelsea)
Sóknarmenn:
Michael Owen (Liverpool), Emile
Heskey (Liverpool), Darius Vassell
(Aston Villa) og Wayne Rooney
(Everton).
Þeir sem eru til taks eru Jermain
Defoe (Tottenham), Richard
Wright (Everton), Matthew Upson
(Birmingham), Gareth Southgate
(Middlesbrough), Scott Parker
(Chelsea) og Alan Smith (Leeds
United).
Eitt sæti enn laust
í enska landsliðinu
NJARÐVÍKINGAR hafa samið við
bandaríska leikmanninn Troy
Wiley um að hann leiki með liðinu
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik
næsta vetur.
Wiley lék tíu leiki með KFÍ á
síðustu leiktíð og skoraði 28,9
stig að meðaltali í þeim auk þess
sem hann tók 160 fráköst í heild-
ina, eða 16 að meðaltali. Skotnýt-
ing hans var góð því hann var
með 54,4% nýtingu í tveggja stiga
skotum, 33,3% í þriggja stiga
skotum og 66,3% í vítaskotum. Þá
varði kappinn 4,4 skot að meðal-
tali í þessum leikjum og fékk
verðlaun fyrir það á lokahófi
KKÍ.
Wiley er 203 sentimetrar og
leikur stöðu miðherja.
Wiley til
Njarðvíkur
KR
Komnar:
Elfa Björk Erlingsdóttir frá Stjörnunni
Guðlaug Jónsdóttir frá FV Köbenhavn
Guðný Guðleif Einarsdóttir frá Sindra
María B. Ágústsdóttir frá Stjörnunni
Petra Fanney Bragadóttir frá ÍBV
Farnar:
Alexandra Tómasdóttir í Þór/KA/KS
Ásthildur Helgadóttir í Malmö FF
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, hætt
Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
í Breiðabliki
Hrefna Jóhannesdóttir í Medkila
Þóra B. Helgadóttir, óráðið
ÍBV
Komnar:
Bryndís Jóhannesdóttir frá ÍR
Claire Johnstone frá Hibernian
Elín Anna Steinarsdóttir frá Breiðabliki
Mary McVeigh frá Philadelphia Charge
Rachel Kruze frá Philadelphia Charge
Farnar:
Elva Dögg Grímsdóttir í Hugin
Hanna G. Guðmundsdóttir, hætt
Karitas Þórarinsdóttir, meidd
Lind Hrafnsdóttir, hætt
Petra Fanney Bragadóttir í KR
Rachel Brown, meidd
Valur
Komnar:
Ásta Árnadóttir frá Þór/KA/KS
Katrín Jónsdóttir frá Kolbotn
Margrét L. Hrafnkelsdóttir frá Fjölni
Farnar:
Engar
Breiðablik
Komnar:
Erla Hendriksdóttir frá FV Köbenhavn
Erla Dögg Sigurðardóttir frá Alvik
Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir frá KR
Farnar:
Elín Anna Steinarsdóttir í ÍBV
Guðný P. Þórðardóttir í Keflavík
Margrét R. Ólafsdóttir, hætt
Stjarnan
Komnar:
Allison Jarrow frá South-Carolina
Anna M. Gunnarsdóttir frá Haukum
Jóna S. Jónsdóttir frá Haukum
Margrét K. Pétursdóttir frá Grindavík
Rósa Ragnarsdóttir frá Grindavík
Sarah Lentz frá South-Carolina
Tinna Mark Antonsdóttir frá Þór/KA/KS
Farnar:
Elfa Björk Erlingsdóttir í KR
Jóna Júlíusdóttir í Keflavík
María B. Ágústsdóttir í KR
FH
Komnar:
Aðalheiður Sigfúsdóttir frá Haukum
Eva María Árnadóttir frá Breiðabliki
Nanna Rut Jónsdóttir frá Haukum
Svava Björnsdóttir frá Haukum
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir frá Þrótti R.
Farnar:
Engar
Þór/KA/KS
Komnar:
Alexandra Tómasdóttir frá KR
Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir frá Tindastóli
Inga Birna Friðjónsdóttir frá Tindastóli
Margrét G. Vigfúsdóttir frá Tindastóli
Farnar:
Ásta Árnadóttir í Val
Guðrún Soffía Viðarsdóttir í danskt lið
Tinna Mark Antonsdóttir í Stjörnuna
Fjölnir
Komnar:
Anna Rún Sveinsdóttir frá Sindra
Kristín Lilja Friðriksdóttir frá HSH
Ratka Zivkovic frá Masinac Nis
Vanja Stefanovic frá Masinac Nis
Farnar:
Hjördís Símonardóttir í Gróttu
Margrét L. Hrafnkelsdóttir í Val
Sirrý H. Haraldsdóttir í UMF Bessast.
Soffía Ásmundsdóttir í Gróttu
Breytingar á liðunum
Morgunblaðið/Þorkell
Guðlaug Jónsdóttir er kom-
in á ný til liðs við KR.
LORENA Ochoa, 22 ára mexíkósk
stúlka, sigraði um helgina fyrsta
sinni á LPGA móti í golfi. Hún hafði
oft verið nærri því að sigra, m.a.
þrettán sinnum verið meðal tíu efstu,
en um helgina tóks það loks og varð
hún þar með fyrsti Mexíkaninn til að
sigra á golfmóti í bandarísku móta-
röðinni hjá konum. Hún lék alls á 16
höggum undir pari.
Á SAMA tíma og hún sigraði tókst
27 ára bróður hennar, sem hefur ver-
ið kylfusveinn hennar, að komast á
topp Mount Everest, en þau lofuðu
hvort öðru því að honum tækist að
komast á toppinn og henni að sigra.
ÍTALSKI knattspyrnudómarinn
Pierluigi Collina mun dæma úrslita-
leik UEFA-keppninnar á morgun á
Ullevi í Stokkhólmi, þar sem Val-
encia og Marseille mætast.
ÓLAFUR Örn Bjarnason, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, fær 6 í ein-
kunn hjá netmiðlinum Nettavisen
eftir leik Brann gegn Ham/Kam í
norsku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Ólafur Örn hefur fengið 5,8 að með-
altali í einkunn hjá Nettavisen það
sem af er leiktíðinni og er hann í 32.
sæti á þessum lista. Aðrir fjölmiðlar í
Noregi hafa ekki tekið saman slíka
lista þar sem að verkfall blaðamanna
hefur staðið yfir undanfarna daga í
Noregi.
SÆVAR Þór Gíslason bætti
markamet sitt fyrir Fylki í efstu
deildinni í knattspyrnu þegar hann
skoraði mark Árbæinga gegn ÍA í
fyrstu umferðinni. Sævar hefur
skorað 32 mörk fyrir Fylki í deildinni
en næst markahæsti Fylkismaður-
inn er Kristinn Tómasson með 23
mörk.
GRÉTAR Hjartarson lék sama
leik fyrir Grindavík með marki sínu
gegn ÍBV á sunnudaginn. Grétar er
markahæstur Grindvíkinga í efstu
deild með 38 mörk en Sinisa Valdi-
mar Kekic er næstur með 34 mörk.
ÍSLENSKU kylfingarnir Tómas
Salmon og Rúnar Óli Einarsson
náðu ekki að komast í gegnum nið-
urskurðinn á Opna enska meistara-
mótinu í höggleik sem lauk á sunnu-
dag. Tómas lék á 76 og 80 höggum.
En Rúnar Óli lék á 79 og 74 höggum.
Kylfingurinn sem sigraði á mótinu
lék á samtals 10 undir pari.
ARON Bjarni Stefánsson úr GK,
Guðjón Karl Þórisson GKj og Ásta
Birna Magnúsdóttir úr GK fengu öll
36 punkta á vormóti GK sem fram
fór á Hvaleyrarvelli á laugardag.
Alls tóku 117 keppendur þátt.
GUÐMUNDUR Rúnar Hallgríms-
son GS sigraði á Opna Bláa lóns-
mótinu sem fram fór á Leirunni á
laugardag, en Guðmundur lék á 75
höggum, eða þremur yfir pari. Jeff-
rey Danzer, GKj, sigraði með forgjöf
á 69 höggum. Alls tóku 65 keppendur
þátt.
FÓLK
Páll Ólafsson tók við þjálfunkarlaliðs Hauka í febrúar þegar
Viggó Sigurðsson hætti og sam-
þykkti Páll þá að stýra liðinu út leik-
tíðina þar sem hann var aðstoðar-
maður Viggós. Undir stjórn Páls
urðu Haukar Íslandsmeistarar á síð-
asta fimmtudag eftir stutta og
snarpa rimmu við Val. Haukar leita
að eftirmanni Páls um þessar mund-
ir. Sama er upp á teningnum hjá
kvennaliðinu þar sem Ragnar Her-
mannsson hætti þjálfun þess eftir að
það féll úr keppni á Íslandsmótinu í 8
liða úrslitum eftir tap fyrir FH.
Haukar fá liðssyrk
Kvennalið Hauka hefur endur-
heimt tvo fyrrverandi leikmenn sína
og hefur verið gengið frá samningum
við þá. Hanna Guðrún Stefánsdóttir
er komin aftur til liðs við Hauka en
hún lék með Tvis/Holstebro í vetur.
Þá er Nína K. Björnsdóttir komin á
ný í Haukana eftir að hafa verið í
herbúðum Íslandsmeistara ÍBV, en
Nína lék með Haukum fyrir örfáum
árum.
Þá hefur Gunnar Ingi Jóhannsson
gengið frá samningi um að leika með
Haukum á næstu leiktíð. Gunnar
Ingi, sem er hornamaður, lék með
Stjörnunni á síðustu leiktíð. Gunnar
er fjórði leikmaður Stjörnunnar sem
yfirgefur liðið á skömmum tíma, hin-
ir eru Arnar Jón Agnarsson, sem er
á leið í FH, Vilhjálmur Halldórsson
fór yfir í Val og Jasek Kowal mark-
vörður fékk ekki áframhaldandi
samning í Garðabæ.
Pauzoulis frjálst að fara
Þá staðfesti Eiður að deildin ætl-
aði ekki að standa í vegi fyrir því að
Robertas Pauzoulis léki utan land-
steinanna á næstu leiktíð þrátt fyrir
að hann ætti ennþá eitt ár eftir af
samningi sínum við Haukana. Pauz-
oulis hefur í hyggju að reyna fyrir
sér í Þýskalandi og mun hafa verið í
sambandi við umboðsmenn og félög
þar að lútandi, m.a. Íslendingaliðið
Tusem Essen sem Guðjón Valur Sig-
urðsson leikur með.
Þá er ljóst að Ásgeir Örn Hall-
grímsson leikur með Haukum á
næsta vetri en hann hefur verið und-
ir smásjá nokkurra evrópskra hand-
knattleiksliða, þar á meðal þýska
stórliðsins Lemgo.
Atli tekur
ekki við
Haukum
ATLI Hilmarsson, fyrrverandi þjálfari KA, tekur ekki við þjálfun Ís-
landsmeistara Hauka í handknattleik karla eins og vonir forráða-
manna Hauka stóðu til. Þetta staðfesti Eiður Arnarson, formaður
handknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Morgunblaðið í gær en
Atli var efstur á óskalista forráðamanna Hauka. Eiður sagðist von-
ast til þess að nýr þjálfari yrði ráðinn bæði til meistaraflokks karla
og kvenna fyrir vikulokin en vildi ekki á þessu stigi tjá sig um hverjir
ættu í viðræðum við deildina.
Sævar Þór Gíslason
er meiddur á læri
SÆVAR Þór Gíslason, framherji Fylkismanna, er þokkalega bjart-
sýnn á að geta leikið gegn FH-ingum á fimmtudag en þá hefst önn-
ur umfer úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sævar haltraði af velli
um miðjan síðari hálfleik í leiknum gegn ÍA á sunnudaginn en hann
varð fyrir meiðslum á framanverðu læri.
„Ég var að koma frá sjúkraþjálfaranum og hann telur að ég geti
verið með á fimmtudaginn. Það er hugsanlegt að vöðvi sé rifinn eða
um tognum sé að ræða. Ég er aumur í lærinu en ég get skokkað og
vonandi næ ég að hrista þetta af mér í tæka tíð. Ég fékk minn
skammt af meiðslum í fyrra og ég vil ekki lenda í því aftur í sum-
ar,“ sagði Sævar Þór en hann opnaði markareikning Árbæjarliðs-
ins á Íslandsmótinu í ár þegar hann kom Fylkismönnum yfir á móti
ÍA.