Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GEYSILEG sigurgleði var í Isleng-
ton-hverfinu í Norður-London um
helgina – þar sem Arsenal hefur
herbúðir sínar. Gleðin byrjaði á
föstudagskvöldið og síðan náðist
hámarkið á Highbury á laugardag
er Arsenal vann Leicester, 2:1. Ars-
enal tapaði ekki leik í meistarabar-
áttunni og sagði Thierry Henry að
afrek Arsenal væri glæsilegt – það
tæki stuðningsmenn liðsins eflaust
20 ár að átta sig á hvað afrekið væri
mikið. Á sunnudaginn tóku 250 þús-
und stuðningsmenn Arsenal og íbú-
ar Islington þátt í mikilli sigurhátíð,
er leikmenn Arsenal óku um hverf-
ið í opnum strætisvögnum. Í gær-
kvöldi fór fram ágóðaleikur fyrir
Martin Keown á Highbury, þar sem
38.500 áhorfendur voru saman
komnir. Arsenal lék þá við úrvals-
lið, sem var skipað mörgum kunn-
um köppum eins og David Beck-
ham, Tony Adams, Marc Overmars,
Paul Gascoigne, Ian Wright og syni
hans Shaun Wright-Phillips, svo
einhverjir séru nefndir. Leiknum
lauk með sigri Arsenal 6:0. Ashley
Cole og Jeremie Aliadiere skoraðu
fyrir Arsenal í fyrri hálfleik, en síð-
an setti Jose Reyes þrennu í seinni
hálfleik og hann lagði upp mark
fyrir Aliadiere, sem skoraði glæsi-
lega með hjólhestaspyrnu.
Keown, sem lék sinn 450 leik fyr-
ir Arsenal, tók vítaspyrnu í leikn-
um. Robert Green, markvörður
Norwich, varði spyrnu hans.
Glæsileg sigurhátíð hjá
Arsenal í Norður-London
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna, Landsbankadeild:
Hásteinsvöllur: ÍBV - Breiðablik..............20
Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla:
Hofsósvöllur: Neisti H. - GKS...................20
Flúðavöllur: UMFH - Hamar ...................20
Djúpivogur: Neisti D. - Sindri...................20
Eiðavöllur: Höttur - KE ............................20
Grenivík: Magni - Snörtur.........................20
Ásvellir: ÍH - Afríka ...................................20
Í KVÖLD
Á upphafskaflanum var mikill vor-bragur á leik beggja liða. Eftir
aðeins tólf mínútna leik þurfti Krist-
ján Jóhannsson að
fara af velli meiddur.
Breiðabliksmenn
voru þó betri aðilinn
fyrstu 30 mínúturn-
ar. Á 30 mínútu vann Bjarni Sæ-
mundsson boltann og gaf fallega
stungusendingu á Eyþór Guðnason
sem fór framhjá tveimur leikmönn-
um Breiðabliks og sendi boltann af
miklu öryggi framhjá Páli Jónssyni,
markmanni Breiðabliks. Eftir þetta
mark tóku Njarðvíkingar við sér og
áttu hverja skyndisóknina á eftir
annarri, og annað mark Njarðvík-
inga lá í loftinu. Á 45 mínútu unnu
Njarðvíkingar boltann á sínum vall-
arhelmingi gáfu stutta sendingu á
Guðna Erlendsson sem brunaði upp
vinstri kantinn, gaf hann boltann fyr-
ir sem endaði með bylmingsskoti frá
Alfreð Jóhannessyni. Njarðvíkingar
gengu með þægilega 2:0 forystu til
leikhlés. Eftir þessi tvö mörk sem
skoruð voru í fyrri hálfleik misstu
Blikar allt púður og leikurinn var
gjörsamlega í höndum Njarðvíkinga.
Þeir spiluðu mjög agað og létu ekki
plata sig í neina vitleysu. Á 55 mínútu
átti Guðni Erlendsson fyrirgjöf frá
vinstri kanti yfir á Gunnar Sveinsson
sem skoraði auðveldlega framhjá
Páli Jónssyni, markmanni Breiða-
bliks. Á 70 mínútu áttu Njarðvíking-
ar skyndisókn sem endar með fyr-
irgjöf frá Alfreð Jóhannessyni á
Gunnar Sveinsson sem skorar sitt
annað mark fyrir Njarðvík og staðan
þá orðinn 4:0. „Við sköpuðum okkur
ekki mörg færi en við nýttum þau vel
og það gera bara góð lið, við spil-
uðum mjög agað og vörnin hjá okkur
var firnasterk,“ sagði Guðni Er-
lendsson, besti leikmaður Njarðvík-
ur.
Maður leiksins: Guðni Erlends-
son, Njarðvík.
Stórsigur
Njarðvíkinga
NJARÐVÍKINGAR blésu á allar spár og báru enga virðingu fyrir
Breiðabliki þegar liðin áttust við í Njarðvík í gær en Blikum hefur
verið spáð mikilli velgengni í deildinni í sumar. Njarðvíkingar skor-
uðu tvö mörk í fyrri hálfleik og létu síðan kné fylgja kviði í þeim síð-
ari er þeir bættu tveimur mörkum til viðbótar við á markareikning
sinn og unnu stórsigur, 4:0.
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar
PÉTUR Hafliði Marteinsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu,
kom Hammarby á bragðið og
skoraði fyrsta mark liðsins
þegar það lagði Auðun Helga-
son og samherja í Landskrona
í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gærkvöldi.
Leikurinn fór fram á heima-
velli Hammarby sem lenti und-
ir í leiknum, 1:0. Pétur Hafliði
skoraði úr vítaspyrnu á 79.
mínútu og í kjölfarið fylgdu
tvö önnur mörk hjá liðs-
mönnum Hammarby.
Hamarby er í 2. sæti
deildarinnar með 17 stig eftir
8 leiki, fimm stigum á eftir
Halmstad sem er á toppnum.
Landskrona er í 9. sæti af 14
liðum með 8 stig.
Pétur Hafliði
skoraði fyrir
Hammarby
KNATTSPYRNA
1. deild karla
HK – Fjölnir ..............................................1:0
Bjarki Már Sigvaldason 76.
Njarðvík – Breiðablik ..............................4:0
Gunnar Sveinsson 54., 70., Eyþór Guðna-
son 30., Alfreð Jóhnnesson 45.
Haukar – Stjarnan....................................1:3
Sævar Eyjólfsson (24. vsp.) - Adolf Sveins-
son (10.), Jóhann Guðmundsson (13.), Jón-
mundur Grétarsson (40.).
Staðan:
Njarðvík 1 1 0 0 4:0 3
Stjarnan 1 1 0 0 3:1 3
HK 1 1 0 0 1:0 3
Valur 1 0 1 0 1:1 1
Þór 1 0 1 0 1:1 1
Völsungur 1 0 1 0 0:0 1
Þróttur R. 1 0 1 0 0:0 1
Fjölnir 1 0 0 1 0:1 0
Haukar 1 0 0 1 1:3 0
Breiðablik 1 0 0 1 0:4 0
England
Undanúrslit um sæti í úrvalsdeild, seinni
leikur:
Sunderland – Crystal Palace ..................2:1
Jafnt var samanlagt, 4:4, eftir venjulegan
leiktíma og framlengingu. Palace vann 5:4,
í vítaspyrnukeppni og leikur til úrslita um
sæti í úrvalsdeild við West Ham eða Ips-
wich.
Svíþjóð
Hammarby – Landskrona........................3:1
Malmö FF – Kalmar .................................0:0
Örebro – AIK.............................................2:1
Belgía
Nokkur úrslit voru ekki rétt í blaðinu í gær
og lokastaðan brenglaðist því talsvert. Rétt
er hún svona:
Lokastaðan:
Anderlecht 34 25 6 3 77:27 81
Club Brugge 34 22 6 6 77:31 72
Standard Liège 34 18 11 5 68:31 65
Moeskroen 34 15 14 5 64:42 59
Genk 34 17 8 9 58:40 59
Westerlo 34 14 10 10 51:45 52
La Louviere 34 10 14 10 45:46 44
Germinal B. 34 11 11 12 34:40 44
Gent 34 8 16 10 33:34 40
Lierse 34 8 15 11 33:40 39
Lokeren 34 10 9 15 45:54 39
Beveren 34 11 5 18 45:58 38
St-Truiden 34 9 11 14 36:50 38
Cercle Brugge 34 7 14 13 28:52 35
Charleroi 34 8 9 17 35:47 33
Mons 34 7 12 15 29:52 33
Heusden-Zolder 34 7 7 20 36:68 28
Antwerpen 34 7 6 21 30:67 27
ÚRSLIT
Leikurinn fór líflega af stað, Fjöln-ismenn fengu tvö afbragðsfæri
úr vítateig á 10. mínútu sem Gunn-
leifur Gunnleifsson,
markvörður HK, sá
við. Hið fyrra átti
Hallur Ásgeirsson
en Davíð Rúnarsson
hið síðara. Heldur lifnaði yfir HK-
liðinu við þennan ágang Fjölnis-
manna og fengu þeir nokkur ákjós-
anleg færi fyrir leikhlé. Brynjar
Skúlason, sem gekk til liðs við HK
frá Fjarðabyggð, misnotaði tvö færi.
HK-ingar voru greinilega stað-
ráðnir í að sýna það og sanna að þeir
ætla sér ekki að vera í neinni botn-
baráttu. Þeir léku eins fast og Gísli
Jóhannsson dómari leyfði.
Hallur Ásgeirsson var aftur á
ferðinni fyrir Fjölni á 57. mínútu er
hann komst í sannkallað dauðafæri
einn á móti Gunnleifi, markverði
HK, sem sá enn og aftur við honum.
HK-ingar voru skeinuhættari í sókn-
um sínum og á 76. mínútu fengu þeir
aukaspyrnu vinstra megin við víta-
teiginn. Hinn 17 ára gamli Bjarki
Már Sigvaldason var ekkert að tví-
nóna við hlutina heldur þrumaði
boltanum með föstu jarðarskoti
þvert í gegnum alla vörn Fjölnis og
sókn HK í hornið fjær, algjörlega
óverjandi fyrir Ríkharð í marki
Fjölnis. Nokkur heppnisstimpill
virtist vera á markinu en Bjarki
þvertók fyrir það í viðtali eftir leik-
inn. „Ég ætlaði mér allan tímann að
setja boltann í fjærhornið. Maður
ætlar sér alltaf að skora og þá þýðir
ekkert annað en að láta vaða á mark-
ið. Þetta er þaulæft, ég skýt föstum
jarðarbolta og samherjar mínir
hoppa einfaldlega yfir boltann,“
sagði Bjarki Már.
Heldur fjaraði undan leiknum í
kjölfar marksins en þó dró til tíðinda
þegar komið var framyfir venjulegan
leiktíma er Hörður Már Magnússon,
hinn gamalreyndi leikmaður HK,
fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot
á leikmanni Fjölnis.
HK-menn voru vel að sigrinum
komnir, þeir réðu gangi leiksins
lengst af, áttu fleiri og hættulegri
marktækifæri Bjarki Már er sann-
arlega efnilegur leikmaður, hann lék
á vinstri kanti að þessu sinni, var af-
ar duglegur og ógnandi fram á við og
drjúgur að draga sig til baka þegar
þannig bar undir. Þá áttu þeir Hörð-
ur Már Magnússon og Gunnleifur
Gunnleifsson góðan leik í liði HK.
Fjölnismönnum var spáð 10. sæti í
deildinni í fyrri viku. Miðað við leik
þeirra gegn HK í gærkvöldi er alls
ekki víst að sú spá gangi eftir.
Maður leiksins: Bjarki Már Sig-
valdason, HK
Brynjar Skúlason t.v. og Gísli Ólafsson, HK, sækja en Andri Andrésson varnarmaður fylgist með.
Bjarki Már
hetja HK
BJARKI Már Sigvaldason var
hetja HK þegar Kópavogsbúar
tóku á móti Fjölni í 1. umferð 1.
deildar karla í knattspyrnu. Þeir
lögðu Fjölni að velli 1:0 og skor-
aði Bjarki sigurmarkið með lag-
legu skoti beint úr aukaspyrnu á
76. mínútu.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
LIÐ Dags Sigurðssonar, landsliðs-
manns í handknattleik, Bregenz,
varð í gærkvöld austurrískur
meistari í handknattleik þegar það
vann Wolfhose West Wien, 25:22, í
öðrum úrslitaleik liðanna. Bregenz
vann fyrri leikinn á heimavelli,
36:21, síðasta laugardag.
Dagur sem þjálfar liðið auk þess
að leika með því tók við þjálfuninni
á síðasta sumri eftir að hafa leikið
um nokkurt skeið í Japan. Undir
hans stjórn varð Bregenz einnig
deildarmeistari.
Sigur Bregenz þýðir að Dagur
verður með íslenska landsliðinu á
Flanders Cup-mótinu í Belgíu um
næstu helgi.
Dagur meistari í Austurríki