Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ GEYSILEG sigurgleði var í Isleng- ton-hverfinu í Norður-London um helgina – þar sem Arsenal hefur herbúðir sínar. Gleðin byrjaði á föstudagskvöldið og síðan náðist hámarkið á Highbury á laugardag er Arsenal vann Leicester, 2:1. Ars- enal tapaði ekki leik í meistarabar- áttunni og sagði Thierry Henry að afrek Arsenal væri glæsilegt – það tæki stuðningsmenn liðsins eflaust 20 ár að átta sig á hvað afrekið væri mikið. Á sunnudaginn tóku 250 þús- und stuðningsmenn Arsenal og íbú- ar Islington þátt í mikilli sigurhátíð, er leikmenn Arsenal óku um hverf- ið í opnum strætisvögnum. Í gær- kvöldi fór fram ágóðaleikur fyrir Martin Keown á Highbury, þar sem 38.500 áhorfendur voru saman komnir. Arsenal lék þá við úrvals- lið, sem var skipað mörgum kunn- um köppum eins og David Beck- ham, Tony Adams, Marc Overmars, Paul Gascoigne, Ian Wright og syni hans Shaun Wright-Phillips, svo einhverjir séru nefndir. Leiknum lauk með sigri Arsenal 6:0. Ashley Cole og Jeremie Aliadiere skoraðu fyrir Arsenal í fyrri hálfleik, en síð- an setti Jose Reyes þrennu í seinni hálfleik og hann lagði upp mark fyrir Aliadiere, sem skoraði glæsi- lega með hjólhestaspyrnu. Keown, sem lék sinn 450 leik fyr- ir Arsenal, tók vítaspyrnu í leikn- um. Robert Green, markvörður Norwich, varði spyrnu hans. Glæsileg sigurhátíð hjá Arsenal í Norður-London KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Breiðablik..............20 Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla: Hofsósvöllur: Neisti H. - GKS...................20 Flúðavöllur: UMFH - Hamar ...................20 Djúpivogur: Neisti D. - Sindri...................20 Eiðavöllur: Höttur - KE ............................20 Grenivík: Magni - Snörtur.........................20 Ásvellir: ÍH - Afríka ...................................20 Í KVÖLD Á upphafskaflanum var mikill vor-bragur á leik beggja liða. Eftir aðeins tólf mínútna leik þurfti Krist- ján Jóhannsson að fara af velli meiddur. Breiðabliksmenn voru þó betri aðilinn fyrstu 30 mínúturn- ar. Á 30 mínútu vann Bjarni Sæ- mundsson boltann og gaf fallega stungusendingu á Eyþór Guðnason sem fór framhjá tveimur leikmönn- um Breiðabliks og sendi boltann af miklu öryggi framhjá Páli Jónssyni, markmanni Breiðabliks. Eftir þetta mark tóku Njarðvíkingar við sér og áttu hverja skyndisóknina á eftir annarri, og annað mark Njarðvík- inga lá í loftinu. Á 45 mínútu unnu Njarðvíkingar boltann á sínum vall- arhelmingi gáfu stutta sendingu á Guðna Erlendsson sem brunaði upp vinstri kantinn, gaf hann boltann fyr- ir sem endaði með bylmingsskoti frá Alfreð Jóhannessyni. Njarðvíkingar gengu með þægilega 2:0 forystu til leikhlés. Eftir þessi tvö mörk sem skoruð voru í fyrri hálfleik misstu Blikar allt púður og leikurinn var gjörsamlega í höndum Njarðvíkinga. Þeir spiluðu mjög agað og létu ekki plata sig í neina vitleysu. Á 55 mínútu átti Guðni Erlendsson fyrirgjöf frá vinstri kanti yfir á Gunnar Sveinsson sem skoraði auðveldlega framhjá Páli Jónssyni, markmanni Breiða- bliks. Á 70 mínútu áttu Njarðvíking- ar skyndisókn sem endar með fyr- irgjöf frá Alfreð Jóhannessyni á Gunnar Sveinsson sem skorar sitt annað mark fyrir Njarðvík og staðan þá orðinn 4:0. „Við sköpuðum okkur ekki mörg færi en við nýttum þau vel og það gera bara góð lið, við spil- uðum mjög agað og vörnin hjá okkur var firnasterk,“ sagði Guðni Er- lendsson, besti leikmaður Njarðvík- ur. Maður leiksins: Guðni Erlends- son, Njarðvík. Stórsigur Njarðvíkinga NJARÐVÍKINGAR blésu á allar spár og báru enga virðingu fyrir Breiðabliki þegar liðin áttust við í Njarðvík í gær en Blikum hefur verið spáð mikilli velgengni í deildinni í sumar. Njarðvíkingar skor- uðu tvö mörk í fyrri hálfleik og létu síðan kné fylgja kviði í þeim síð- ari er þeir bættu tveimur mörkum til viðbótar við á markareikning sinn og unnu stórsigur, 4:0. Davíð Páll Viðarsson skrifar PÉTUR Hafliði Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, kom Hammarby á bragðið og skoraði fyrsta mark liðsins þegar það lagði Auðun Helga- son og samherja í Landskrona í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á heima- velli Hammarby sem lenti und- ir í leiknum, 1:0. Pétur Hafliði skoraði úr vítaspyrnu á 79. mínútu og í kjölfarið fylgdu tvö önnur mörk hjá liðs- mönnum Hammarby. Hamarby er í 2. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 8 leiki, fimm stigum á eftir Halmstad sem er á toppnum. Landskrona er í 9. sæti af 14 liðum með 8 stig. Pétur Hafliði skoraði fyrir Hammarby KNATTSPYRNA 1. deild karla HK – Fjölnir ..............................................1:0 Bjarki Már Sigvaldason 76. Njarðvík – Breiðablik ..............................4:0 Gunnar Sveinsson 54., 70., Eyþór Guðna- son 30., Alfreð Jóhnnesson 45. Haukar – Stjarnan....................................1:3 Sævar Eyjólfsson (24. vsp.) - Adolf Sveins- son (10.), Jóhann Guðmundsson (13.), Jón- mundur Grétarsson (40.). Staðan: Njarðvík 1 1 0 0 4:0 3 Stjarnan 1 1 0 0 3:1 3 HK 1 1 0 0 1:0 3 Valur 1 0 1 0 1:1 1 Þór 1 0 1 0 1:1 1 Völsungur 1 0 1 0 0:0 1 Þróttur R. 1 0 1 0 0:0 1 Fjölnir 1 0 0 1 0:1 0 Haukar 1 0 0 1 1:3 0 Breiðablik 1 0 0 1 0:4 0 England Undanúrslit um sæti í úrvalsdeild, seinni leikur: Sunderland – Crystal Palace ..................2:1  Jafnt var samanlagt, 4:4, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Palace vann 5:4, í vítaspyrnukeppni og leikur til úrslita um sæti í úrvalsdeild við West Ham eða Ips- wich. Svíþjóð Hammarby – Landskrona........................3:1 Malmö FF – Kalmar .................................0:0 Örebro – AIK.............................................2:1 Belgía Nokkur úrslit voru ekki rétt í blaðinu í gær og lokastaðan brenglaðist því talsvert. Rétt er hún svona: Lokastaðan: Anderlecht 34 25 6 3 77:27 81 Club Brugge 34 22 6 6 77:31 72 Standard Liège 34 18 11 5 68:31 65 Moeskroen 34 15 14 5 64:42 59 Genk 34 17 8 9 58:40 59 Westerlo 34 14 10 10 51:45 52 La Louviere 34 10 14 10 45:46 44 Germinal B. 34 11 11 12 34:40 44 Gent 34 8 16 10 33:34 40 Lierse 34 8 15 11 33:40 39 Lokeren 34 10 9 15 45:54 39 Beveren 34 11 5 18 45:58 38 St-Truiden 34 9 11 14 36:50 38 Cercle Brugge 34 7 14 13 28:52 35 Charleroi 34 8 9 17 35:47 33 Mons 34 7 12 15 29:52 33 Heusden-Zolder 34 7 7 20 36:68 28 Antwerpen 34 7 6 21 30:67 27 ÚRSLIT Leikurinn fór líflega af stað, Fjöln-ismenn fengu tvö afbragðsfæri úr vítateig á 10. mínútu sem Gunn- leifur Gunnleifsson, markvörður HK, sá við. Hið fyrra átti Hallur Ásgeirsson en Davíð Rúnarsson hið síðara. Heldur lifnaði yfir HK- liðinu við þennan ágang Fjölnis- manna og fengu þeir nokkur ákjós- anleg færi fyrir leikhlé. Brynjar Skúlason, sem gekk til liðs við HK frá Fjarðabyggð, misnotaði tvö færi. HK-ingar voru greinilega stað- ráðnir í að sýna það og sanna að þeir ætla sér ekki að vera í neinni botn- baráttu. Þeir léku eins fast og Gísli Jóhannsson dómari leyfði. Hallur Ásgeirsson var aftur á ferðinni fyrir Fjölni á 57. mínútu er hann komst í sannkallað dauðafæri einn á móti Gunnleifi, markverði HK, sem sá enn og aftur við honum. HK-ingar voru skeinuhættari í sókn- um sínum og á 76. mínútu fengu þeir aukaspyrnu vinstra megin við víta- teiginn. Hinn 17 ára gamli Bjarki Már Sigvaldason var ekkert að tví- nóna við hlutina heldur þrumaði boltanum með föstu jarðarskoti þvert í gegnum alla vörn Fjölnis og sókn HK í hornið fjær, algjörlega óverjandi fyrir Ríkharð í marki Fjölnis. Nokkur heppnisstimpill virtist vera á markinu en Bjarki þvertók fyrir það í viðtali eftir leik- inn. „Ég ætlaði mér allan tímann að setja boltann í fjærhornið. Maður ætlar sér alltaf að skora og þá þýðir ekkert annað en að láta vaða á mark- ið. Þetta er þaulæft, ég skýt föstum jarðarbolta og samherjar mínir hoppa einfaldlega yfir boltann,“ sagði Bjarki Már. Heldur fjaraði undan leiknum í kjölfar marksins en þó dró til tíðinda þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma er Hörður Már Magnússon, hinn gamalreyndi leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á leikmanni Fjölnis. HK-menn voru vel að sigrinum komnir, þeir réðu gangi leiksins lengst af, áttu fleiri og hættulegri marktækifæri Bjarki Már er sann- arlega efnilegur leikmaður, hann lék á vinstri kanti að þessu sinni, var af- ar duglegur og ógnandi fram á við og drjúgur að draga sig til baka þegar þannig bar undir. Þá áttu þeir Hörð- ur Már Magnússon og Gunnleifur Gunnleifsson góðan leik í liði HK. Fjölnismönnum var spáð 10. sæti í deildinni í fyrri viku. Miðað við leik þeirra gegn HK í gærkvöldi er alls ekki víst að sú spá gangi eftir. Maður leiksins: Bjarki Már Sig- valdason, HK Brynjar Skúlason t.v. og Gísli Ólafsson, HK, sækja en Andri Andrésson varnarmaður fylgist með. Bjarki Már hetja HK BJARKI Már Sigvaldason var hetja HK þegar Kópavogsbúar tóku á móti Fjölni í 1. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Þeir lögðu Fjölni að velli 1:0 og skor- aði Bjarki sigurmarkið með lag- legu skoti beint úr aukaspyrnu á 76. mínútu. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar LIÐ Dags Sigurðssonar, landsliðs- manns í handknattleik, Bregenz, varð í gærkvöld austurrískur meistari í handknattleik þegar það vann Wolfhose West Wien, 25:22, í öðrum úrslitaleik liðanna. Bregenz vann fyrri leikinn á heimavelli, 36:21, síðasta laugardag. Dagur sem þjálfar liðið auk þess að leika með því tók við þjálfuninni á síðasta sumri eftir að hafa leikið um nokkurt skeið í Japan. Undir hans stjórn varð Bregenz einnig deildarmeistari. Sigur Bregenz þýðir að Dagur verður með íslenska landsliðinu á Flanders Cup-mótinu í Belgíu um næstu helgi. Dagur meistari í Austurríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.