Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 47

Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 47 GENT frá Belgíu verður andstæð- ingur Fylkis í fyrstu umferð Int- ertoto-keppninnar í knattspyrnu í næsta mánuði. Það réðst um helgina þegar lokaumferðin í belg- ísku 1. deildinni var leikin. Íslend- ingaliðið Lokeren átti möguleika á 9. sætinu, sem hefði skilað liðinu Íslandsför, en jafntefli gegn Mo- eskroen og sigur Gent í St. Truid- en, 2:0, varð til þess að Gent hreppti sætið. Lið Gent er ekki ókunnugt hér á landi því það mætti ÍA í forkeppni UEFA-bikarsins sumarið 2000. Þá unnu Belgarnir öruggan sigur á Laugardalsvellinum, 3:0, en mörðu síðan sigur á heimavelli, 3:2, eftir að Skagamenn náðu tvívegis for- ystu í leiknum. Georges Leekens, fyrrum landsliðsþjálfari Belga, sem stýrði Moeskroen í vetur, tek- ur við liði Gent í sumar og hann þekkir til Íslands og Fylkis. Leek- ens stýrði liði Roda frá Hollandi þegar það mætti Fylki hér á landi í UEFA-bikarnum haustið 2001. Hann tók við liðinu eftir að Roda hafði unnið fyrri leikinn í Hol- landi, 3:0, og stjórnaði því í 3:1- sigri á Árbæingunum á Laug- ardalsvellinum. Fyrri leikur Gent og Fylkis fer fram í Belgíu 19. eða 20. júní og sá síðari hér á landi viku síðar. Sigurliðið mætir liði frá Kýpur eða Makedóníu næstu tvær helgar á eftir. Fylkir mætir Gent frá Belgíu í Intertoto ARNAR Þór Viðarsson varð í öðru sæti í kjöri á leikmanni ársins hjá belgíska knattspyrnuliðinu Loker- en, sem lýst var í lokahófi hjá fé- laginu í fyrrakvöld. Arnar Þór hlaut þennan titil í fyrra en nú féll hann varnarmanninum Lezou Doba í skaut. Kjörið fór fram á vef Lokeren allt tímabilið, með stigagjöf eftir hvern leik, og hlaut Doba 17.817 stig, Arnar Þór fékk 17.429 og Rúnar Kristinsson varð þriðji með 17.045 stig. Marel Baldvinsson varð sjötti með 12.132 stig en Arn- ar Grétarsson, sem missti mikið úr vegna meiðsla, varð ellefti með 8.580 stig. Rúnar Kristinsson var heiðraður fyrir fallegasta markið á tímabilinu en það skoraði hann gegn Man- chester City í UEFA-bikarnum. Marel Baldvinsson var kjörinn myndarlegasti leikmaður liðsins en Arnar Grétarsson hlaut þann titil á síðasta ári. Arnar Þór annar og Rúnar með fallegasta markið Rúnar Arnar Þór  JÓHANNES Harðarson var í byrjunarliði Start í norsku 1. deild- inni á útivelli gegn Vard Haugesund. Start vann leikinn 3:0, og fór Jó- hannes af leikvelli á 64. mínútu, en hann fær 4 í einkunn hjá Verdens Gang. Start hefur leikið sex leiki í 1. deildinni og unnið þá alla og er að sjálfsögðu í efsta sæti deildarinnar.  JÓHANNES Valgeirsson, knatt- spyrnudómari sem dæmdi leik Fram og Víkings í Landsbankadeild karla á sunnudagskvöldið, fékk fyrir mis- tök 0 í einkunn í umsögn um leikinn í blaðinu í gær. Hið rétta er að Jó- hannes stóð sig vel að mati blaða- manns og á skilið fimm stig af sex mögulegum. Beðist er velvirðingar á mistökunum.  GÓÐ aðsókn var að leikjum í 1. umferð efstu deildar karla í knatt- spyrnu í ár. Um 700 fleiri áhorfendur sóttu leikina fimm í 1. umferð þetta árið samanborið við síðasta ár. Alls mættu 7.196 áhorfendur á leikina fimm, sem gerir 1.439 að meðaltali á leik. Til samanburðar má nefna að í fyrra mættu 6.488 á leiki 1. umferð- ar, eða 1.298 að meðaltali, en árið 2002 voru áhorfendur í 1. umferð 7.019, 1.404 að meðaltali.  STEFÁN Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, og Kristinn Reim- arsson, sviðsstjóri afrekssviðs, héldu í gær til Aþenu þar sem þeir munu funda með forráðamönnum ólympíu- leikanna og væntanlega tryggja að vel fari um íslensku keppendurna þar.  FULLTRÚAR fjögurra sérsam- banda héldu síðan til liðs við þá fé- laga í morgun, Einar Þorvarðarson, HSÍ, Ragnheiður Ólafsdóttir, FRÍ, Örn Sigurðsson, FSÍ og Hlín Ást- þórsdóttir, SSÍ.  ÓÐINN Björn Þorsteinsson, kringlukastari í FH, bætti fyrri ár- angur sinn um 80 sentímetra á inn- anfélagsmóti í Hafnarfirði í gær- kvöld. Hann kastaði kringlunni lengst 56,86 metra. Aðeins er vika síðan hann bætti sinn fyrri árangur þegar hann kastaði 56,06 metra.  AFP-fréttastofan greinir frá því að líklega muni Felix Magath taka við sem þjálfari þýska stórliðsins Bay- ern München í sumar. Magath er samningsbundinn Stuttgart fram til ársins 2005 og segir formaður Stutt- gart að Bayern München verði að fara með sín mál í gegnum forsvars- menn Stuttgart, en geti ekki rætt við þjálfarann án þeirra samþykkis.  STAÐA Ottmar Hitzfeld núver- andi þjálfara Bayern München þykir ekki sterk um þessar mundir en hinn 55 ára þjálfari hefur skilað fjórum meistaratitlum í hús, liðið vann einn- ig Meistaradeild Evrópu árið 2001.  HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Jaap Stam, 31 árs, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ítalska meistaraliðið AC Milan. FÓLK SVO kann að fara að handknatt- leiksmaðurinn Sturla Ásgeirsson, hornamaður í ÍR, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Århus GF, sem Róbert Gunnarsson og Tjörvi Ólafsson hafa leikið með undanfarin ár. Á heimsíðu Århus GF er greint frá því að Sturla hafi æft með Árósarliðinu og svo kunni að fara að hann leiki með liðnu á næsta keppnistímabili. Sturla hyggst flytja til Danmerkur fái hann inni í námi í arkitektúr við há- skólann í Árósum. Forsvarsmenn Århus GF hafa að undanförnu leitað að hornamanni sem gæti fyllt skarð Tjörva en samningur Tjörva við félagið var ekki endurnýjaður þegar hann rann út við lok leiktíðarinnar í vor. Sturla til Århus GF? BJARNI Þór Viðarsson, drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu úr FH, fer til Englands í dag til að ganga frá samningi við enska úrvals- deildarfélagið Everton. Með í för eru foreldrar hans, Ólafur Garðarsson umboðsmaður og Pétur Stephensen og Leifur S. Garðarsson, fulltrúar FH. Bjarni Þór gengst undir læknisskoðun á morgun og mun í framhaldi af henni skrifa undir samning við enska félagið, að öllu óbreyttu. Hann er nýorðinn 16 ára en var fastamaður í drengja- landsliðinu á síðasta ári og er gjaldgengur með því áfram í ár. Bjarni skrifar undir hjá Everton En síðustu tvö ár hafa verið erfiðhjá Garcia og á þeim tíma hefur hann ekki sigrað á atvinnumanna- móti, þar til í fyrradag er hann bar sigur úr býtum á Byron Nelson- meistaramótinu, eftir umspil. Fyrir sigurinn fékk Garcia rúm- lega 74 millj. kr. í sinn hlut en hann lék á samtals 10 höggum undir pari. Dudley Hart og Robert Damron voru einnig 10 undir pari að loknum 72 holum en Garcia hafði betur á fyrstu holu í umspilinu. Garcia hefur gert gríðarlega mikl- ar breytingar á sveiflunni sinni und- anfarin misseri og er sú vinna að skila sér. Þetta er í fjórða sinn sem hann sigrar á atvinnumannamóti í Bandaríkjunum. „Ég hefði viljað leika betur á lokadeginum, einn yfir pari er ekki viðunandi. Í hvert sinn sem maður fer út á völl vonast maður eftir því að leika sitt besta golf, en það gerist ekki alltaf. Ég er gríðar- lega ánægður með sigurinn sem skiptir mig miklu máli hvað fram- haldið varðar. Sjálfstraustið er að aukast á ný,“ sagði Garcia sem er í öðru sæti á styrkleikalista kylfinga í Evrópu. Tiger Woods frá Bandaríkjunum var einu höggi frá því að komast í umspilið en hann lék á 271 höggi líkt og tveir aðrir keppendur. Sergio Garcia braut ísinn FYRIR fimm árum lék Spánverjinn Sergio Garcia í fyrsta sinn sem atvinnumaður á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, og var fyrsta mótið Byron Nelson-meistaramótið. Garcia var þá aðeins 19 ára gamall og lét mikið að sér kveða á sínu fyrsta ári, varð í öðru sæti á PGA-meistaramótinu eftir harða baráttu við Tiger Woods og Garcia lék í Ryderliði Evrópu þá um haustið. Reuters Sergio Garcia fékk veglegan bikar í Texas og rúmlega 74 millj. kr. í verðlaunafé eftir sigurinn á Byron Nelson meistaramótinu. Heimamenn voru síðan hægt ogbítandi að ná völdum þegar Adolf Sveinsson skoraði fyrsta mark Stjörnunnar með skalla eftir horn á 10. mínútu. Haukar voru varla búnir að jafna sig þegar Jóhann Guðmundsson átti skot frá miðjum vallarhelmingi Hauka, markvörður Hauka varði en hélt ekki boltanum sem rúllaði rólega í markið. Markið hleypti lífi í Hafnfirðinga, Ómar Karl Sigurðsson þrumaði í slá hjá Stjörn- unni og Sævar Eyjólfsson skaut í markið eftir aukaspyrnu Jóns Gunn- ars Gunnarssonar en var dæmdur rangstæður. Þessi færi komu Hauk- um aftur í gang og Sævar skoraði úr vítaspyrnu á 24. mínútu eftir að Jón Gunnar var felldur af Þorgils Þorgils- syni, sem fékk fyrir vikið gult spjald. Mínútu síðar braut Þorgils klaufalega af sér, fékk aftur gult og því rautt og Garðbæingar því einum færri. Það breytti ekki miklu en á 39. mínútu fór Adolf af velli og inn á kom Jónmundur Grétarsson, sem skoraði þriðja mark Stjörnunnar með fyrstu snertingu. Eftir hlé var vart hægt að merkja hvort liðið væri einum leikmanni færra enda töldu sumir áhorfendur leikmenn til öryggis. Það átti samt ekki við um sóknarleik liðanna því Haukar voru duglegri við að skapa sér færi. Um miðjan hálfleik tóku Stjörnumenn viðbragð enda tilbúnir að sæta færis í sókninni og hurð skall nærri hælum Hafnfirðinga. Þeir brugðust við með því að skipta vara- mönnum inn á og skerpa á sókninni en enn vantaði yfirvegun í sókn þeirra. Á 86. mínútu fengu Haukar loks gott færi þegar Jón Gunnar og Ómar Karl undu sér í gegnum vörn Stjörnunnar en Sveinn Magnússon hljóp þá uppi og stöðvaði sóknina. „Við náðum aldrei takti í leiknum og þetta var ekki nógu gott,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við gáfum þeim eitt klaufamark og dómarinn tók af okkur löglegt mark. Eftir að við urð- um einum færri vorum við í lagi um tíma en svo datt botninn úr leik okkar í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik rembdumst við of mikið en náðum aldrei takti í spilið.“ Heldur var þjálfari Stjörnunnar, Ragnar Gíslason, hressari. „Við höf- um ekki staðið okkur alltof vel á und- irbúningstímabilinu svo það var frá- bært að ná þessu forskoti en við spiluðum vel og vorum grimmir. Þeg- ar við misstum mann út af var eins og það kæmi aukakraftur í aðra leik- menn svo að ég get ekki annað en ver- ið sáttur,“ sagði Ragnar. Maður leiksins: Ólafur Gunnars- son, Stjörnunni. Óskabyrjun Stjörnunnar ÓSKABYRJUN Stjörnunnar fleytti þeim langt ef ekki alla leið þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn í gærkvöldi. Með tveimur mörkum á innan við 15 mínútum varð hlutskipti Hauka að vinna það upp og þó að Garðbæingar misstu mann út af á 25. mínútu tókst Hafnfirðingum ekki að færa sér það í nyt. Hvort lið bætti við marki og þar við sat, 3:1 fyrir Stjörnuna. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.