Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 49 JÓN Sæmundur Auðarson opnaði nýja innsetningu, Herbergið, á þriðju hæð veitingahússins 22 um helgina. Vel var mætt á opnunina sem fór fram á miðnætti á laug- ardagskvöldið og stóð fjörið fram eftir nóttu. Jón Sæmundur hefur undanfarin misseri samtvinnað myndlist og hönnun undir vörumerkinu Dead en þann varning má finna í verslun Jóns, sem heitir Nonnabúð og stendur við Laugaveg 11. Samhliða þessu hefur þróast hlið- arsjálf Jóns, sem ber nafnið Dauð- ur, og skipar hann stóran sess í inn- setningunni. Sem stundum fyrr vísar Jón í dauðann og veltir upp tilfinningum gagnvart honum. Sýn- ingin samanstendur af veggfóðri, ljósmynd, jakka og vélarhlíf. Sýn- ingin er varanleg. Dead-innsetning á þriðju hæðinni á 22 opnuð Veggfóðrað með hauskúpum Morgunblaðið/Árni Torfason Þessi jakki er hluti af innsetningunni en hann er með áletruninni „Engir Guðir – Ekkert stríð“. Ingólfur Þór og Sigríður Ásta á opnuninni á Herberg- inu, innsetningu á þriðju hæð 22. Hauskúpuveggfóðrið fær að njóta sín á staðnum. Sími 534 6868 - Ráðgjöf í síma 908 6868 - sga@sga.is www.sga.is 199 kr. mín Viltu hafa háar tekjur? Þá gæti hentað þér að vera kynningarfulltrúi ClaMal. Um er að ræða heimakynningar á dönskum kvenfatnaði sem hefur slegið í gegn á Íslandi. Góðir söluhæfileikar, frumkvæði og jákvætt viðhorf eru þeir eiginleikar sem þú þarft að búa yfir. Við förum fram á 2-3 kynningar á viku, og við veitum þér fræðslu, þjálfun og stuðning til þess að þú náir þeim markmiðum. Nánari upplýsingar veitir Anna Bára í síma 565 3900 milli kl. 10 og 14 eða sendu tölvupóst á sala@sga.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.