Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
RÆSTINGAMANNI í afgreiðslu Flugfélags Ís-
lands á Reykjavíkurflugvelli, karlmanni á
fimmtugsaldri, var rænt snemma í gærmorgun
af tveimur mönnum sem hann kom að við inn-
brot í afgreiðsluna. Höfðu þeir manninn á brott
með sér ásamt þýfi og óku með hann upp í
Breiðholt þar sem hann var skilinn eftir í Selja-
hverfinu.
Tilkynnt var um atvikið til lögreglu korter
fyrir sex í gærmorgun. Karl Steinar Valsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði að þegar þjóf-
arnir réðust inn í flugvallarbygginguna hefði
staðið yfir hreingerning. Starfsmenn Flug-
félags Íslands hefðu hringt til lögreglu þegar
þeir sáu þjófana taka ræstingamanninn með
sér. Hann hefði síðan hringt til lögreglu hálf-
tíma síðar, þá nýsloppinn úr höndum þjófanna.
Þeir höfðu á brott með sér tölvuskjái og fleiri
muni. Að sögn Karls Steinars sköðuðu þeir ekki
ræstingamanninn. Myndir af þjófunum náðust á
eftirlitskerfi flugvallarins og stóð leit enn yfir
að þeim í gærkvöld, er Morgunblaðið fór í
prentun. Karl Steinar sagði að unnið væri eftir
þeim vísbendingum sem hefðu verið gefnar.
Ræstingamanni
rænt í innbroti
BANKARÁN var framið í útibúi
Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis, SPRON, við Álfabakka í
Mjódd um tvöleytið í gær. Ræn-
inginn, sem var einn á ferð, hótaði
bankastarfsmönnum með búrhnífi
og komst á brott á hlaupum frá
Mjóddinni. Samkvæmt lýsingum
vitna var hann klæddur í dökka yf-
irhöfn og með grímu fyrir andliti.
Tæplega klukkustund eftir að
ránið var tilkynnt handtók lög-
reglan 17 ára pilt í Seljahverfi,
grunaðan um verknaðinn, og
færði til yfirheyrslna. Þær stóðu
enn yfir í gærkvöld og lá játning
ekki fyrir, að sögn Karls Steinars
Valssonar aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns.
Fjölmennt lið lögreglu kom
strax á vettvang og lokaði svæðinu
umhverfis bankann meðan á rann-
sókn stóð. Rannsóknavinna
tæknimanna hófst þegar, sem og
áfallahjálp fyrir starfsmenn bank-
ans. Ekki voru gefnar upplýsingar
um hve mikið fé var komist yfir í
ráninu eða hvort þýfið hefði fund-
ist.
Að sögn Karl Steinars fannst
hnífur skammt frá útibúi SPRON
og talið að hann hafi verið notaður
í ráninu. Var hnífurinn sendur í
tæknirannsókn. Pilturinn hefur
lítillega komið við sögu lögregl-
unnar áður, en þó ekki í sambæri-
legum málum. Útilokaði Karl
Steinar ekki að fleiri aðilar væru
viðriðnir bankaránið.
Í samtali við Morgunblaðið
sagði Guðmundur Hauksson,
sparisjóðsstjóri SPRON, það
vissulega áhyggjuefni að þróun
mála hér á landi væri með þessum
hætti. Aðeins eru nokkrir mánuðir
liðnir frá því að rán var framið í
útibúi SPRON í Hátúni, og stend-
ur rannsókn enn yfir. Guðmundur
sagði lögreglu hafa staðið mjög
fagmannlega að rannsókn mál-
anna, og vonandi myndu þau leys-
ast sem fyrst.
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglumenn á vettvangi fyrir utan útibú SPRON í Mjódd. Skömmu eftir bankaránið var piltur handtekinn, grunaður um aðild að málinu.
Starfsmönnum SPRON í Mjódd hótað með búrhnífi í bankaráni í gær
Sautján ára piltur hand-
tekinn og yfirheyrður
EIK fasteignafélag hefur keypt helmingshlut
í færeyska fasteignafélaginu P/F Fastogn,
sem á verslanamiðstöðina SMS í Færeyjum,
Handilskjarnan, skrifstofur Advokat-
skrivstovan og skrifstofur KPMG. Seljandi er
félagið P/F SMS, sem er í jafnri eigu fær-
eyska kaupsýslumannsins Hans Mortensen
og Baugs Group.
Garðar Hannes Friðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Eikar, segir að fjárfesting-
artækifærin fyrir félagið séu orðin fá hér á
landi. Verðið sé orðið mjög hátt eins og á öll-
um eignamörkuðum. Þess vegna hafi Eik ver-
ið opið fyrir að skoða aðra möguleika.
„Þetta var tækifæri sem bauðst,“ segir
Garðar Hannes. „Við höfum trú á Færeyjum
og að þessi fjárfesting muni skila viðunandi
arðsemi miðað við áhættu.“
Verslunarmiðstöðin SMS er stærsti versl-
anakjarni Færeyja og fjöldi fyrirtækja og
þjónustuaðila er með aðsetur þar. Þar á með-
al má nefna Miklagarð, Føroya Banka, Deres,
Benetton, Posthúsið, Bókasøluna, Bindibúð-
ina og Burger King. Í fréttatilkynningu frá
Eik segir að um 2,5 milljónir manna versli og
sæki þjónustu í SMS á ári hverju og þar starfi
um 200 manns.
„Kaup Eikar á helmingshlut í versl-
anamiðstöðinni og þátttaka fyrirtækisins í
rekstri fasteignarinnar marka þáttaskil fyrir
Eik, sem hingað til hefur eingöngu tekið þátt
í fjárfestingum á Íslandi,“ segir í tilkynningu
frá Eik. „Ekkert íslenskt fasteignafélag hefur
áður ráðist í jafnviðamikla fjárfestingu á er-
lendri grundu. Kaup Eikar á þessu húsnæði
opna möguleikann á enn frekari fjárfest-
ingum félagsins utan landsteinanna. Þegar
eru hafnar viðræður við íslensk sem erlend
athafnaskáld um frekari landvinninga Eikar
erlendis.“ Eik fasteignafélag var stofnað á
haustmánuðum ársins 2002. Eignir félagsins
nema um 6,4 milljörðum króna, að teknu tilliti
til eigna hlutdeildarfélaga. Eik er í eigu Lýs-
ingar og KB banka.
Eik kaupir helming í SMS í Færeyjum
Heildareignir rúmir
6,4 milljarðar króna
LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að ræða við eig-
anda skotvopns um helgina eftir að barn hafði ver-
ið leika sér með vopnið.
Upphaf málsins er rakið til þess að kona til-
kynnti lögreglunni að átta ára dóttir hennar hefði
komið heim og sagt sér að vinkona hennar, sem er
einnig átta ára, hefði verið að leika sér með skot-
vopn föður síns. Lögreglan brást við með því að
ræða við eiganda skotvopnsins sem var gert að
ganga frá byssunni á viðeigandi hátt.
Átta ára barn lék sér
að byssu föður síns
MAÐUR vopnaður stórri rörtöng rændi
bensínstöðina og verslunina H-sel á Laug-
arvatni um sexleytið í gær. Ógnaði hann
afgreiðslustúlku með tönginni, þvingaði
hana til að opna peningakassa, braut af-
greiðsluborð og hafði á brott með sér
vörur, kort og lítilræði af peningum.
Eigandi H-sels og dóttir hans óku á eftir
manninum hvort á sínum bílnum yfir
Lyngdalsheiðina. Komu þau að honum
skammt frá þjónustumiðstöðinni á Þing-
völlum og tókst að yfirbuga hann með
aðstoð ökumanns sem kom að. Skömmu
síðar kom svo lögreglan úr Reykjavík,
sem kölluð var út til móts við ræningjann
á Mosfellsheiði, og handtók hann.
Lögreglan á Selfossi tók við honum og
færði í fangaklefa hjá sér. Sökum vímu-
efnaneyslu var ekki hægt að yfirheyra
hann í gærkvöld og verður það gert í
dag. Grunur leikur á að hann hafi verið á
stolnum bíl á Laugarvatni og hefur mað-
urinn margsinnis komið við sögu lögregl-
unnar í Reykjavík.
Eftir að ránið hafði verið tilkynnt var
lögreglan í Borgarfirði einnig í við-
bragðsstöðu með að loka veginum um
Kaldadal. Til þess kom þó ekki eftir að
maðurinn náðist á Þingvöllum.
Eigendur yfirbuguðu ræningja
Eltingaleikur frá Laug-
arvatni til Þingvalla
MATTHÍASI Johannessen, skáldi og rithöf-
undi, hefur verið boðið að lesa úr verkum
sínum á 21. Alþjóðlegu bókahátíðinni í Ed-
inborg á Skot-
landi, sem haldin
verður 14. til 30.
ágúst næstkom-
andi.
Matthías hefur
þegið boðið og
les úr verkum
sínum á hátíðinni
miðvikudaginn
25. ágúst.
Bókahátíðin í
Edinborg er ein
hin stærsta sinn-
ar tegundar og
er haldin árlega í
tengslum við Al-
þjóðlegu Listhá-
tíðina í Ed-
inborg.
Af þessu tilefni gefur bókaforlag
Matthíasar, Vaka-Helgafell, út sérstaka bók
með enskum þýðingum á ljóðum Matthías-
ar. Sum þeirra eru ort í Edinborg og verður
bókin tileinkuð 21. afmælishátíð Alþjóðlegu
bókahátíðarinnar. Breska skáldið og þýð-
andinn Bernhard Scudder sér um útgáfuna
og velur ljóðin.
Aðspurður, sagði Matthías að hann teldi
þetta boð mikinn heiður og hann kvaðst
vonast til þess að geta í dagskrá sinni í Ed-
inborg komið á framfæri einhverjum fróð-
leik um Ísland og menningararfleið okkar.
Á síðasta ári sóttu rúmlega 185 þúsund
manns hátíðina og meðal höfunda þá voru
Susan Sontag, Mario Vargas Llosa og Doris
Lessing.
21. Alþjóðlega bókahátíðin
í Edinborg
Matthíasi boðið
að lesa úr
verkum sínum
Matthías á Edinborgarhátíð/4
Matthías
Johannessen