Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. RÆSTINGAMANNI í afgreiðslu Flugfélags Ís- lands á Reykjavíkurflugvelli, karlmanni á fimmtugsaldri, var rænt snemma í gærmorgun af tveimur mönnum sem hann kom að við inn- brot í afgreiðsluna. Höfðu þeir manninn á brott með sér ásamt þýfi og óku með hann upp í Breiðholt þar sem hann var skilinn eftir í Selja- hverfinu. Tilkynnt var um atvikið til lögreglu korter fyrir sex í gærmorgun. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði að þegar þjóf- arnir réðust inn í flugvallarbygginguna hefði staðið yfir hreingerning. Starfsmenn Flug- félags Íslands hefðu hringt til lögreglu þegar þeir sáu þjófana taka ræstingamanninn með sér. Hann hefði síðan hringt til lögreglu hálf- tíma síðar, þá nýsloppinn úr höndum þjófanna. Þeir höfðu á brott með sér tölvuskjái og fleiri muni. Að sögn Karls Steinars sköðuðu þeir ekki ræstingamanninn. Myndir af þjófunum náðust á eftirlitskerfi flugvallarins og stóð leit enn yfir að þeim í gærkvöld, er Morgunblaðið fór í prentun. Karl Steinar sagði að unnið væri eftir þeim vísbendingum sem hefðu verið gefnar. Ræstingamanni rænt í innbroti BANKARÁN var framið í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, SPRON, við Álfabakka í Mjódd um tvöleytið í gær. Ræn- inginn, sem var einn á ferð, hótaði bankastarfsmönnum með búrhnífi og komst á brott á hlaupum frá Mjóddinni. Samkvæmt lýsingum vitna var hann klæddur í dökka yf- irhöfn og með grímu fyrir andliti. Tæplega klukkustund eftir að ránið var tilkynnt handtók lög- reglan 17 ára pilt í Seljahverfi, grunaðan um verknaðinn, og færði til yfirheyrslna. Þær stóðu enn yfir í gærkvöld og lá játning ekki fyrir, að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Fjölmennt lið lögreglu kom strax á vettvang og lokaði svæðinu umhverfis bankann meðan á rann- sókn stóð. Rannsóknavinna tæknimanna hófst þegar, sem og áfallahjálp fyrir starfsmenn bank- ans. Ekki voru gefnar upplýsingar um hve mikið fé var komist yfir í ráninu eða hvort þýfið hefði fund- ist. Að sögn Karl Steinars fannst hnífur skammt frá útibúi SPRON og talið að hann hafi verið notaður í ráninu. Var hnífurinn sendur í tæknirannsókn. Pilturinn hefur lítillega komið við sögu lögregl- unnar áður, en þó ekki í sambæri- legum málum. Útilokaði Karl Steinar ekki að fleiri aðilar væru viðriðnir bankaránið. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, það vissulega áhyggjuefni að þróun mála hér á landi væri með þessum hætti. Aðeins eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að rán var framið í útibúi SPRON í Hátúni, og stend- ur rannsókn enn yfir. Guðmundur sagði lögreglu hafa staðið mjög fagmannlega að rannsókn mál- anna, og vonandi myndu þau leys- ast sem fyrst. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn á vettvangi fyrir utan útibú SPRON í Mjódd. Skömmu eftir bankaránið var piltur handtekinn, grunaður um aðild að málinu. Starfsmönnum SPRON í Mjódd hótað með búrhnífi í bankaráni í gær Sautján ára piltur hand- tekinn og yfirheyrður EIK fasteignafélag hefur keypt helmingshlut í færeyska fasteignafélaginu P/F Fastogn, sem á verslanamiðstöðina SMS í Færeyjum, Handilskjarnan, skrifstofur Advokat- skrivstovan og skrifstofur KPMG. Seljandi er félagið P/F SMS, sem er í jafnri eigu fær- eyska kaupsýslumannsins Hans Mortensen og Baugs Group. Garðar Hannes Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Eikar, segir að fjárfesting- artækifærin fyrir félagið séu orðin fá hér á landi. Verðið sé orðið mjög hátt eins og á öll- um eignamörkuðum. Þess vegna hafi Eik ver- ið opið fyrir að skoða aðra möguleika. „Þetta var tækifæri sem bauðst,“ segir Garðar Hannes. „Við höfum trú á Færeyjum og að þessi fjárfesting muni skila viðunandi arðsemi miðað við áhættu.“ Verslunarmiðstöðin SMS er stærsti versl- anakjarni Færeyja og fjöldi fyrirtækja og þjónustuaðila er með aðsetur þar. Þar á með- al má nefna Miklagarð, Føroya Banka, Deres, Benetton, Posthúsið, Bókasøluna, Bindibúð- ina og Burger King. Í fréttatilkynningu frá Eik segir að um 2,5 milljónir manna versli og sæki þjónustu í SMS á ári hverju og þar starfi um 200 manns. „Kaup Eikar á helmingshlut í versl- anamiðstöðinni og þátttaka fyrirtækisins í rekstri fasteignarinnar marka þáttaskil fyrir Eik, sem hingað til hefur eingöngu tekið þátt í fjárfestingum á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Eik. „Ekkert íslenskt fasteignafélag hefur áður ráðist í jafnviðamikla fjárfestingu á er- lendri grundu. Kaup Eikar á þessu húsnæði opna möguleikann á enn frekari fjárfest- ingum félagsins utan landsteinanna. Þegar eru hafnar viðræður við íslensk sem erlend athafnaskáld um frekari landvinninga Eikar erlendis.“ Eik fasteignafélag var stofnað á haustmánuðum ársins 2002. Eignir félagsins nema um 6,4 milljörðum króna, að teknu tilliti til eigna hlutdeildarfélaga. Eik er í eigu Lýs- ingar og KB banka. Eik kaupir helming í SMS í Færeyjum Heildareignir rúmir 6,4 milljarðar króna LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að ræða við eig- anda skotvopns um helgina eftir að barn hafði ver- ið leika sér með vopnið. Upphaf málsins er rakið til þess að kona til- kynnti lögreglunni að átta ára dóttir hennar hefði komið heim og sagt sér að vinkona hennar, sem er einnig átta ára, hefði verið að leika sér með skot- vopn föður síns. Lögreglan brást við með því að ræða við eiganda skotvopnsins sem var gert að ganga frá byssunni á viðeigandi hátt. Átta ára barn lék sér að byssu föður síns MAÐUR vopnaður stórri rörtöng rændi bensínstöðina og verslunina H-sel á Laug- arvatni um sexleytið í gær. Ógnaði hann afgreiðslustúlku með tönginni, þvingaði hana til að opna peningakassa, braut af- greiðsluborð og hafði á brott með sér vörur, kort og lítilræði af peningum. Eigandi H-sels og dóttir hans óku á eftir manninum hvort á sínum bílnum yfir Lyngdalsheiðina. Komu þau að honum skammt frá þjónustumiðstöðinni á Þing- völlum og tókst að yfirbuga hann með aðstoð ökumanns sem kom að. Skömmu síðar kom svo lögreglan úr Reykjavík, sem kölluð var út til móts við ræningjann á Mosfellsheiði, og handtók hann. Lögreglan á Selfossi tók við honum og færði í fangaklefa hjá sér. Sökum vímu- efnaneyslu var ekki hægt að yfirheyra hann í gærkvöld og verður það gert í dag. Grunur leikur á að hann hafi verið á stolnum bíl á Laugarvatni og hefur mað- urinn margsinnis komið við sögu lögregl- unnar í Reykjavík. Eftir að ránið hafði verið tilkynnt var lögreglan í Borgarfirði einnig í við- bragðsstöðu með að loka veginum um Kaldadal. Til þess kom þó ekki eftir að maðurinn náðist á Þingvöllum. Eigendur yfirbuguðu ræningja Eltingaleikur frá Laug- arvatni til Þingvalla MATTHÍASI Johannessen, skáldi og rithöf- undi, hefur verið boðið að lesa úr verkum sínum á 21. Alþjóðlegu bókahátíðinni í Ed- inborg á Skot- landi, sem haldin verður 14. til 30. ágúst næstkom- andi. Matthías hefur þegið boðið og les úr verkum sínum á hátíðinni miðvikudaginn 25. ágúst. Bókahátíðin í Edinborg er ein hin stærsta sinn- ar tegundar og er haldin árlega í tengslum við Al- þjóðlegu Listhá- tíðina í Ed- inborg. Af þessu tilefni gefur bókaforlag Matthíasar, Vaka-Helgafell, út sérstaka bók með enskum þýðingum á ljóðum Matthías- ar. Sum þeirra eru ort í Edinborg og verður bókin tileinkuð 21. afmælishátíð Alþjóðlegu bókahátíðarinnar. Breska skáldið og þýð- andinn Bernhard Scudder sér um útgáfuna og velur ljóðin. Aðspurður, sagði Matthías að hann teldi þetta boð mikinn heiður og hann kvaðst vonast til þess að geta í dagskrá sinni í Ed- inborg komið á framfæri einhverjum fróð- leik um Ísland og menningararfleið okkar. Á síðasta ári sóttu rúmlega 185 þúsund manns hátíðina og meðal höfunda þá voru Susan Sontag, Mario Vargas Llosa og Doris Lessing. 21. Alþjóðlega bókahátíðin í Edinborg Matthíasi boðið að lesa úr verkum sínum  Matthías á Edinborgarhátíð/4 Matthías Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.