Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Page 1
10. TBL. 1. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. OKT. 1968 NR. 10 Hallur L. Hallsson tannlæknir Hallur Hallsson hét hann, elzti tannlæknir landsins, stofnandi Tannlæknafélags íslands, formað- ur þess lengur en nokkur annar, sverð og skjöldur stéttar sinnar, er stilla vildi öllum kröftum í hóf, en standa fast á rétti sínum ef þess gerðist þörf. Hallur Hallsson var fæddur 23. apríl 1890 að Syðri Görðum í Kol- beinsstaðahreppi. Foreldrar hans voru Hallur Björnsson bóndi þar og kona hans, Valgerður Konráðs- dóttir. Höfðu þau hjón bæði áður Verið gift og átti Hallur fjögur hálf- systkini, — tvö af föður og tvö af móður. Valgerður móðir Halls var bróðurdóttir Gísla Konráðssonar, hins merka sagnaþuls. En föður- bróðir Halls var Jósep Björnsson skólastjóri á Hólum, einnig merk- Ur fræðimaður í sinni grein. Voru þessir tveir náfrændur Halls merk- ir og djarfir framfaramenn á erf- iðum tímum þjóðarinna-r. Átti Hall ur því ekki langt að sækja djörf- ung sína og stórhug. Alsystkin- in voru aðeins tvö, Ásta tannsmið- ur, búsett hér í Reykjavík, og var einkar kært með þeim systkinum. Er Hallur var 10 ára varð hann fyrir þeirri miklu sorg að missa föður sinn. Vegna hinna erfiðu tíma leystist heimilið upp og varð Hallur að fara frá móður sinni og mskuheimili. Hygg ég ekkert atvik í ævi hans hafa haft djúpari áhrif á hann og mótað meira lífsskoð- anir hans og viðhorf. Bauð þá föð- urbróðir hans Jósep skólastjóri á Hólum, Halli til sín, en undarleg atvik örlaga urðu til þess að hann ílentist á Ölvaldsstöðum í Borgar- firði og vildi ekki þaðan fara. 17 ára dreif Hallur sig, með aðstoð Guðmundar Loftssonar, er hann síðan nefndi oft' „fóstra“, á Flens- borgarskólann í Hafnarfirði. Var hann þar t.d. samtímis Bernharð Sefánssyni, fyrrum Alþingisfor- seta. í samtölum við mig hefur Bernharð látið mikið af gáfum Halls. Er Hallur hafði lokið prófi frá Flensborg, fór hann til ísafjarðar og gerðust þar tveir atburðir í lífi hans: Þar kynntist hann konu sinni, Amalíu Skúladóttur, er ver- ið hefur honum tryggur förunaut- ur í 56 ár. — Þar komst hann fyrst í kynni við tannlækningar, er hann hóf þar tannsmiðanám hjá Steinbeck tannsmið þar. Næsta ár fór Hallur til Reykjavíkur og vildi Ijúka tannsmíðanáminu, en í Reykjavík voru þá aðeins tveir tannlæknar, þeir Brynjólfur Björnsson og Vilhelm Bernhöft og þurftu hvorugur á tannsmíðanema að halda. Sýndi Hallur þá enn djörfung sína og fór til Kaup- mannahafnar og nam þar tann- smíðar. Næstu tvö ár var Hallur í Helsingborg í Svíþjóð hjá mjög merkum og kunnum tannlækni, Sá hann hvað í Halli bjó og greiddi mjög götu hans, t.d. tók hann Hall inn á lækningastofu sína og fræddi hann um margt og mikið. í Helsingborg kvæntist Hallur eftirlifandi konu sinni, Amaiiu Skúladóttur, útgerðarmanns á ísa- firði. Er hún merk kona og góð- gerðarsöm, svo að hún má ekkert aumt sjá. Studdi Hallur hana í því og vildi oft verða margt á heimili þeirra hjóna af þeim, er aðstoðar þurftu við. Fyrri sti'íðsárin 1914— 1918, gerðist Hallur tannsmiður í Færeyjum og var kf.nn eini tann- smiðurinn þar á þeim árurn. Eft- ir stríðið sýndi Hallur enn þann stórhug, sem með honum bjó og vildi hann ljúka tannlæknanámi, en til þess þurfti hann að vera við nám í eitt ár í Hafnarháskóla til að öðlast réttindi til inngöngu á danska tannlæknaskólann. Þar hóf hann nám árið 1920. Fyrstu kynni mín af Halli voru árið 1922, er ég kom ung stúlka á tann- læknaskólann, þá í fyrsta bekk en Hallur var þá í efsta Ólíka nem- endur að þroska hafði ísland sent til náms á Hinum konunglega danska tannlæknaháskóla eins og hann hét þá. Hallur var þá kom- inn yfir þrítugt. Hafði hann brot- izt áfram á eigin spýtur af mikl- um dugnaði, þar að auki útlærð- ur tannsmiður og vel undir nám- ið búinn. Ég var aftur á móti framtakalítill unglingur, innan tví- tugs, einkabarn foreldra minna í minni fyrstu för út í heiminn. MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.