Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Síða 32
SEXTUG:
ELÍN PÉTURSDÓTTIR
OG
EGGERT ÓLAFSSON
Sííast liðna haustdaga áttu hjón
in í Laxárdal í Þistilfirði, Elín Pét
ursdóttir og Eggert -Ólafsson merk-
isafmæli, en þau eru bæði sextug.
Eggert Ólafsson fæddist að Lax-
árdal 28. okt. árið 1909, sonur hjón
anna Guðmundu Þorláksdóttur og
Ólafs Þórarinssonar, sem þar
bjuggu lengi. Guðmunda, móðir
Eggents var tvígift. Fyrri maður
hennar var Stefán Þórarinsson,
bróðir Ólafs r>g átti hún með hon-
um fimm börn. Guðmunda og Ólaf
ur áttu einnig fimm börn. Eru
yngstu börn þeirra tviburabræð-
urnir Eggert og Ófeigur.
Ófeigur er húsgagnasmiður 1
Reykjavík. Hugur Eggerts hneigð
ist snemma að búsýslu. Kom því
fliótt í hans hlut að sjá um bú-
skapinn og þá ekki síður fyrir það,
að albræður hans voru meira gefn-
ir fyrir önnur störf, en þeir eru
aiiir smiðir.
Eggert fór i Laugaskóla og síð
an á Hvanneyri, en settist að því
námi loknu að búi með foreldrum
sínum. Ekki skorti Eggert þó hæfni
tii lengra náms, en aldrei mun
hafa hvarflað að honum annað en
helga heimabyggð sinni starfs-
krafta sína. Smátt og smátt tók
Eggert við búinu og að fullu, þeg-
ar hann kvæntist. Eggert er góður
bóndi, mikill fjárræktarmaður, öt-
ull og hagsýnn, svo að af ber. Hef-
ur hann bætt jörð sína mjög, bæði
að húsum og ræktun.
Eggert er mikill félagsmálamað-
ur, og hefur tekið mikinn þátt í
margvislegum félagsstörfum. Hann
er vel máli farinn og viljugur og
fórnfús að sinna slíkum störfum.
Hefur þvi hlaðizt á hann mikill
fjöldi alls konar trúnaðarstarfa fyr
ir sveit og hérað, sem ég hirði ekki
um að telja upp hér. Þótt
þau verk, sem hann tekur að
sér séu oft næsta ólik, leysir hann
þau af hendi með sama dreng-
skap og trúmennsku. Hvort sem
það er að
bitdýrum, við greni fram á heið-
um í krapahretum kuldavora, eða
ganga fyrir bankastjóra og ráð-
herra í Reykjavík, til að leita úr-
lausnar um hin mörgu vandamál,
sem leysa þarf til heilla fyrir sveit
og hérað.
Elín Pétursdóttir fæddist að
Hallgilsstöðum á Langanesi 28.
nóv. árið 1909, dóttir hjónanna Sig-
riðar Friðriksdóttur og Péturs
Methúsalemssonar, sem þar
bjuggu og síðar að Höfnum í
Skeggj astaðahreppi.
EHn og Eggert gengu í hjóna-
band 25. des. 1942. Var sá dagur
mikill hamingjudagur í lífi beggja.
Síðan hafa þau búið í Laxárdal og
skapað sér þar fagurt og indælt
heimili. Þau eru mjög samhent og
sambúð þeirra í alla staði mjög
hamingjurík. Ber allt innanstokks
á heimilinu hagleik og smekkvísi
húsmóðurinnar, fagurt vitni.
Ég, sem þessar linur rita, hef
margoft dvalizt í Laxárdal með
barnaskóla. Svo sem gefur að
skilja getur verið örðugt að láta
barnaskóla starfa í venjulegu íbúð
arhúsnæði. En fyrir fórnfýsi, geð-
prýði og manndóm húsbændanna,
tókst þetta svo vel, að á betra varð
ekki kosið. Fæ ég það seint full-
þakkað.
Elín Pétursdóttir stjórnar ekki
með háværum skipunum, boðum
eða bönnum. Með framkomu sinni
og persónu fær hún því áorkað, að
allir sem á heimilinu dveljast fara
fúsir að hennar vilja.
Elín og Eggert hafa skiiað þjóð
sinni átta raannvænlegum börnum.
Þau áttu sitt barnið hvort, þegar
þau giftust. Sonur Eggerts, Bragi
er húsgagnasmiður í Reykjavík,
en dóttir Elínar, Sigríður er hús-
fireyja á Vopnafirði. Saman eiga
þau sex börn. Þau eru:
Ólafur, skólastj. á Djúpavogi.
Stefán, bóndi í Laxárdai.
Marinó Pétur, trésmiður, Litla-
Hóli, Eyjafirði.
Guðrún Guðmunda, ljósmóðir,
Kópavogi.
Þórarinn, nemi í trésmíði.
Garðar, nemi í Laugaskóla.
Þótt starf þeirra Elínar og Egg
erts sé orðið mikið eru þau bæði
©nn í fullu starfsfjöri. Fáum við
því vonandi að njóta starfskrafta
þeirra enn um sinn.
Ég vil að lokum senda þessum
vinum mínum hugheilar hamingju
óskir og framtíðaróskir, um leið og
ég þakka liðna samferð. O.H.
32
ÍSLENDINGAÞÆTTIR