Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Side 28

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Side 28
MINNING Dr. Sveinn E. Björnsson Hinn bjartasti dagur lí'ður Diun- íg að kveldi. Nóttin dettur á, en sú nótt er með skínandi stjörnum Ijúfra minninga. Föstudaginn 3. apríl síðast liðinn andaðist í sjúkrahúsi í White Rock, B.C. Sveinn E. Björnsson læknir nær hálfníræður að aldri. Hann var mikill og merkur íslendingur, vinsæll og nafnkunnur meðal landa sinna bæði austan hafs og vestan. Fæddur var hann að Lýtingsstöð um í Vopnafirði 13. október 1885. Voru foreldrar hans Eiríkur Björnsson, bóndi þar og seinna í Vesturheimi, ættaður frá Víkur- gerði í Fáskrúðsfirði, og kona hans Aðalborg Jónsdóttir frá Ásbrands- stöðum í Vopnafirði, en móðir hennar var af Skútustaðaæt.t í Mý- vatnssveit. Bæði voru foreldrar Sveins m. k. atorkubjón og val- menni, og erfði sonurinn þessa höfuðkosti í ríkum mæli. Heima í sveitinni var þröngt fyrir dvrum um afkomuna, svo að fjölskvldan réð það af, að reyna að freista gæfunnar í Vesturheimi. Mun það ekki sízt hafa vakað fvrir foreldrunum. að þar kynni frekar að opnast einhver leið til mennt- unar börnum þeirra. sem bæði jafnan reyndist henni eins og bezta dóttir. En stærstan hlut í vel- gengni heimilisins á síðari árum átti Kristján. Hann er afbraeðs bóndi, sem reyndist foreidrum sín um sérstakur sonur, sem mikið lof á skilið fyrir sinn hlut í lífsham- ingiu þeirra. Eins og áður er fra-m tekið. var lífsgleði Elínar sérstök. Það var mér, sem öðrum. þvi mikil gleði- stund að njóta gestrisni á heimili hennar og sjá, hve vel hún bar aldurinn. og það sem mest var um vert, bjartsýnin, kjarkurinn og trú- in entist henni til hinztu stundair. Kristjáni og öðrum aðstandend- um Elínar sendum við hjónin okk ar beztu samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson. voru námfús og vel gáfuð, og átti þetta ekki sízt við um Svein, sem drakk í sig allan fróðleik, sem hann náði til, og var bæði stál- minnugur og skarpur í skilningi. Björn bróðir hans var einnig náms- maður mikill, en varð skammlíf- ur. Eftir að fjölskyldan var komin vestur árið 1904, settist ’nún fvrst að í Winnipeg, sem lengi var höf- uðborg íslendinga i Vesturheimi. Veitti þá vitanlega ekki af að grípa hverja atvinnu sem bauðst, til að biarga lífinu. En þótt Sveinn væri þá kominn fast að tvítugu, brauzt hann i þvi jafnframt erfiðisvinnu, að afla sér skólalærdóms og féklc þegar inngöngu i Wesley Coilege haustið 1905 og étundaði Par menntaskólanám, unz hann lauk B. A. prófi árið 1911. Var þá séra Friðrik J. Bergmann einn af kenn- urnm hans, og hefur hann án efa orðið fyrir ríkum áhrifum af þess um víðsýna, liúfa og elskuieea manni, sem bæði ávann sér virð- inCTu og trúnað lærisveina sinna. Að loknu stúdentsprófi hóf hann þegar nám í læknisfræði við Maní toba Medical College og lauk það- an prófi vorið 1916. Var hann sið- an læknir að Gimli, Man., þrjú ki en lengst í Árborg, Manitoba írá 1919—1945, en fluttist þá til Winni peg. Þó þjónaði hann enn nokkur ár ýmsum læknishéruðum í við- lögum svo sem á.shern, Oak River og Minisota, Man.. Jafnframt læknisstörfum sínum I Árborg hafði hann þar lyfjabúð frá 1922—‘54 og var um þriátíu ára skeið heilbrigðiseftirlitsmaður í Manitoba^fylki. Fylgdi þessu star.fi rnikill erill og ferðalög. og átti hann því annasama ævi er hann var sóttur til læknisstarfa víðs vegar að úr Nýja íslandi og gegndi fjöldamörgum félagsstörf- um öðrurn fyrir bæ sinn og byggð- arlag, bæði i kirkjumálum, skóla- málum og þjóðræknisfélagsmálum. Þótti í hvívetna gott að leita full tingis hans, því að bæði var hann hollráður og hvers manns hug- ljúfi. Hlaut hann bví snemma mikla virðingu í Nýja íslandi. í þann mund, er hann hóf lækn- isstarf sitt, eða nánar til tekið hinn 9. ágúst 1916, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Maríu Grímsdóttur Laxdal, frábærlega glæsilegri og gáfaðri konu og varð þeirra sambúð svo ástúðleg, sem frekast varð á kosið, enda hallað- ist hvergi á um mannkosti með þeim hjónum. Var hún einnig mjög starfandi í íslenzku félagshfi. vel máli farin og listræn og hin mesta áeætiskona. Manni sínum bió hún yndislegt og fagurt heimili. Þar var löngum fullt hús af gestum, því að gestrisni þeirra og höfðings skamir átti sér engin takmörk Eftir að dr. Sveinn E. Björnsson lét af læknisstörfum jg þau hjón fluttust til Winnipeg, byggðu þau sér þar fagurt heimili og bjuggu þar við hina sömu risnu og fyrr, unz þau fluttist vestur til White Rock á Kvrrahafsströnd árið 1960, í því skyni að lifa þar kyrrlátara lífi í ellinni. Var þá heilsu frú Maríu nokkuð tekið að hnigna, svo að hún treystist ekki til að standa í jafnumfangsmiklu hús- 28 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.