Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Blaðsíða 1
ISLXiiraxarGAÞÆTTXB 10. TÖLUBL. — 3. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1970 NR. 42 GUÐJÓN ÁSGEIRSSON, bóndi Kýrunnarstöðum Hinn 21. apríl sl. lézt að heim lli sínu, Kýrunnarstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu, Guðjón Ásgeirsson fyrrum óðalshóndi þar, og skorti hann þá rúmlega einn mánuð á 95 ára aldur, enda var hann elztur sinna samtíðarmanna 1 Dölum vestur við andlát sitt. Svo til allan síðari helming nítj ándu aldar, eða á árunum 1858— 1906 hjuggu á Kýrunnarstöðum sæmdarhjónin Ásgeir Jónsson og Þuríður Einarsdóttir. Af börnum þeirra komust þrjú til fullorðins ára, en þau voru: Jóhanna, seinni kona Guðbrands Jörundssonar frá Saurum í Laxárdal, en þau fluttu til Vesturheims árið 1903, Sal björg fyrri kona Bjarna Jenssonar bónda og hreppstjóra í Ásgarði í Dölum, og Guðjón bóndi á Kýr unnarstöðum, er hér verður minnzt nokkrum orðum. Faðir Asgeirs á Kýrunnarstöðum var Jón bóndi á Vatnshorni í Staðar sveit í Strandasýslu, Pálsson bónda á Ósi í sömu sveit, Þorsteins sonar, Pálssonar á Laugalandi í Norðurísafjarðarsýslu. Faðir Þur íðar var Einar bóndi og hrepp stjóri á Kýrunnarstöðum, Einars son bónda þar, Jónssonar bónda i Dagverðarnesi, Brandssonar bónda í EfriLangey, Illugasonar bónda að Á á Skarðsströnd, Ólafs sonar bónda á Kvennhóli, Jóns sonar bónda þar, sem fæddur var om 1668. Hefur ætt Guðjóns set ið að búi á Kýrunnarstöðum hátt s aðra öld óslitið, enda runnin af kjarnmiklum rótum traustrar bændastéttar^ við Breiðafjörð, Húnaflóa og fsafjarðardjúp. Sjálfur var Guðjón fæddur að Kyrunnarstöðum 3. júní 1875. Ólst hann upp í föðurgarði fram yfir tvítugsaldur, við hverskonar sveitastörf á myndarbúi, og nam á þeim árum söðlasmíði, er hann stundaði síðar jafnframt búskapn um. En um tvítugt réðst hann til Noregsferðar, sem þ á var eigi títt um unga menn í héraði og sýnu meira fyrirtæki en nú. Þar dvaldist hann um t veggja ára skeið við verklegt búnaðarnám. Taldi hann reynslu þeirra ára hafa verið sér mikils vert veganesti út í ævistarfið. Að þeim liðnum kom hann aftur heim, því frá ungl ingsárum hafði hann hugsað sér að helga föðurtúnum, sveit og landi krafta sína. Hygg ég að það heit hafi hann efnt svo stórmann lega, að ekki verði um deilt. Árið 1902 hóf hann búskap á Kýrunnarstöðum, fyrst á hluta jarðarinnar en síðar allri, og bjó þar upp frá því rausnarbúi, í 57 ár. til þess er hann lét af búskap á níræðisaldri, en hafði þá fengið hluta jarðarinnar dóttur og tengda syni í hendur fyrir alllöngu. • Glöggt mátti sjá, að hinn ungi bóndi á Kýrunnarstöðum yrði ekki aukvisi í búnaði. Var þess skammt að bíða að hann byggði íbúðarh »s úr steinsteypu, annað i röðinni i sinni sveit, síðan tóku við bygg ingar gripahúsa, heyhlöður og ekki linnti hann fyrr en öll hús jarðarinnar voru risin af gr-unni. Svo er með tún og. bæjarhús á Kýrunnarstöðum, sem víðai á voru landi, að þau standa hátt í hlíð og horfa mót víðum firði. Er þar út sýn frábærlega fögur, en hinsveg ar erfitt ræktunar og aðdrátta, all mýrlend jörð og grýtt. En Guðjón hófst handa um mikla ræktun að þeirrar tíðar hætti og hélt svo fram, uns túnið hafði allt verið sléttað og fært út til muna. Nú háfa og bætzt við víðlendir töðu vellir við hlóðarfót. Árið 1903 kvæntist Guðjón Sig ríði Jónsdóttur, bónda og smiðs á Hróðnýjarstöðum, Bjarnason ar bónda á Bergstöðum í Miðfirði, glæsilegri og fágaðri myndarkonu. Voru þau Guðjón fædd sama ár og dag. Svo samhent voru þau hjón í ævilangri sambúð sinni, að

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.