Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Qupperneq 30

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Qupperneq 30
SJÖTUGUR: HELGI BENÓNÝSSON VERKSTJÓRI Á sumardaginn fyrsta varð Helgi Benónýsson, búfræðingur og verk stjóri, sjötugur. Helgi fædd'ist í Skorradal í Borgarfirði 23. apríl árið 1900. Foreldrar hans voru Benóný bóndi að Háafelli í Skorra- dal, Helgasonar bónda í Galtarvík, Bjarnasonar bónda á Klafastöðum, en hann fluttist þangað austan úr Holtum í Rangárvallasýslu um miðja nitjándu öld, og kona Benónýs, Guðný Magnúsdóttir, Egg ertssonar frá Eyri í Flókadal, Gísla sonar, er kvæntur var Guðrúnu Magnúsdóttur frá Bráðræði í Reykjiavík. Bjuggu þau Benóný og Guðný að Háafelli í 40 ár, en Guðný síðan í meira en 10 ár. Helgi ólst upp í foreldrahúsum vestur í Borgarfirði, einni fegurstu sveit á landi hér, þar sem fjalla- vötn eru fagurblá, hvanngrænn, laufgaður skógur, iðjagræn tún og hrikafögur fjöll, þar seim upp yfir fjallsbrúnirnar gnæfa fannhvítar iöklabreiður í austri og vestri. Það er þvl harla líklegt að fegurð um hverfisins hafi átt sinn sterka þátt í að móta hug hans til landsins, enda hefur Helgi ætíð verið mikill unnandi íslenzkrar náttúru og ís- lenzkrar jarðar. Um það leyti sem Helgi var að alast upp við algeng sveitastörf, var Ungmennafélagshreyfingin að ná sterkum tökum á hugum unga fólksins í Borgarfjarðarhéraði, með öllum sínum fögru hugsjónum og takmörkum. Að baki þeirrar hreyf mgar stóðu ekki hvað sízt mennta- stofnanir Borgfirðinga, skólarnir að Hvítárbakka, Hvanneyri og Hvít árvölum. Snemma vaknaði áhugi Helga á þessari hreyfingu, enda gerðist hann meðlimur hennar og vann henni af lífi og sál, eftir því sem sðstæður leyfðu. Þá vaknaði og hugur Helga snemma til menntunar, ekki sjzt á sviði búfræði, enda verkefnin ærið mörg. Árið 1915 fór hann í Hvítár bakkaskólann og var þar tvo vetur við nám. Síðan fór hann í Búnaðar- skólann að Hólum í Rjaltadal og útskrifaðist þaðan eftir aðeins eins vetrar nám. Árið 1921 hélt hann til Danmerkur til framhaldsnáms í búfræði og lagði þar sérstaklega stund á landmælingar, en hugur hans stóð mikið til þeirra fræða. Hlaut hann sérstaka viðurkenningu kennara sinna fyrir afburða reikn ingshæfileika og sóttist honum nám ið að öðru leyti mjög vel. Meðan á skólaárum Helga stóð stundaði hann mik-ið íþróttir og var bæði góður fimleika- og glímumaður. í Danmörku kynntist Helgi þýzk um verkfræðingi, sem kenndi land mælingar við skólann sem hann nam í. Þessi kennari mun hafa haft mikil áhrif til góðs á Helga, enda notfærði hann sér þekkingu lærimeistara síns og tók hjá hon- um aukatíma í verklegum fræðum, svo oft sem kostur var á. Þetta aukanám mun ekki hvað sízt hafa gert Helga kleift að leysa þau verk efni af höndum, sem honum voru síðar falin á lífsleiðinni. Eftir að Helgi lauk námi vann hann jöfnum hðndum vlö bú fop- eldra sinna og sem verfcstjórl hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar og hreppabúnaðarféJögum þar í héraði. Viann hann mikið og óeig- Ingjarnt starf að framíaramálum landbúnaðarins í Borgrfirði. En að þvl kom, að Helgi haslaði sér völl á öðrum slóðum, sem höfðu meiri þörf fyrir starfskrafta hans. Sigurður Sigurðsson búnaðar málastjóri bað hann að fara til Vestmannaeyja og beita sér fyrir jarðrækt þar. Jarðrækt og jarð- ræktarframkvæmdir voru þá litlar í Eyjum og mjólkurskortuT veru legur í þessum ört vaxandi kaup stað. Taldi búnaðarmálastjóri, með réttu, að brýna nauðsyn bæri til að hefja stórvirkar framkvæmdir á þessu sviði, undir forystu búfræð ings, og leysa þannig mjólkurvand ræðin í Eyjum. Þegar Helgi hóf jarðræktarstarf semi sína 1 Eyjum var aðeins rækt að Iand umhverfis kaupstaðinn sjálfan. Þá voru engir vegir út um Heimaey, svo sem nú er, og ræktunaraðferðin var nær ein göngu þaksléttun, sem var bæði dýr og seinvirk. Helgi sá að við svo búið mátti ekki standa. Hann breytti jarðræktarframkvæmd um í nýtízkulegra horf, varð sér úti um dráttarvél ásamt tilheyr andi tækjum og hóf sáðsléttun, en sú aðferð var að sjálfsögðu fljót viifcari og ódýrari. H"-l!?a varð svo vel ágengt í starfi sínu að fram að síðari heimsstyrjöldinni mun hann hafa ræktað fyrir Vestmanna eyinga um 800 dagsMttur, að meira eða minna leyti. Auk þess kom hann sér upp stóru kúabúi og fékk sér fyrstu mjaltavélina sem tii Eyja kom. Þá breytti hann einn ig um aðferð við dreifingu mjólk- urinnar, með því að innleiða gler- flöskur til dreifingarinnar, en áð ur var ætíð notaðt við brúsa. Ekki fer hjá því að margs konar erfið leikar hafi mætt Helga í þessu starfi hans, en viðhorf hans var ætíð það að erfiðleikarnir væru 30 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.