Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Blaðsíða 9
^/una dr. Sigurðar Nordals, Jóns
Eyþórssonar, Guðrúnar Eyþórsdótt
ur og þeirra syst'kina. Margrét,
dóttir Jóns Eiríkssonar og Biargar
Benediktsdóttur frá Undirfelli, átti
Þorlák Þorláksson bónda í Vestur-
hópshólum í Húnavatnssýslu.
Þeirra börn voru: Jón Þorláksson
landsverkfræðingur og síðan for-
sætisráðherra, Magnús bóndi Þór-
hallsson á Blikastöðum og Björg
C. Þorláksson dr. phil. — Eugenía
og þessi systkini voru því tvímenn-
ingar að frændsemi. — Bróðir
Eugenhi, Jón Steindór Norðmann
var m.a. faðir Óskars Nirðmanns
stórkaupmanns í Reykjavík.
Lengra mætti rekja þessi tengsl
i ýmsar áttir, og er mörgum til-
tækilegt, er þar hafa kunnáttu til.
En hér skal staðar nema og að-
eins minna á að innbyrðis eru ís-
lendingar skyldari en fólk almennt
gerir sér grein fyrir.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu var Karl Dúason af
traustu fólki kominn i báðar ætt-
ir. Hann var yngstur þeirra
bræðra: dr. Jóns heitins Dúasonar
eg Sæmundar Dúasonar kennara
og fræðimanns á Akureyri, Verður
varia eins þerrra getið án þess að
hinna sé einnig minnzt. Svo var
frændsemi þeirra og vinátta nán-
um tengslum treyst.
Karl fæddist að Langhúsum eins
°g áður er sagt, en bernsku sína
°g æsku átti hann að Krakavöll-
um, og þeirra æskustöðva heyrði
ég 'hann lengst minnast. Hann var
uieð foreldrum sínum til fjórtán
ára aldurs, er hann innritaðist í
Gagnfræðaskóla Akureyrar og nam
við hann í tvö ár frá 1914—1916,
en lauk svo gagnfræöaprófi frá
honum vorið 1918. — Eftir það
sigldi hann til Danmerkur og
stundaði nám við verzlunarskóla i
Kaupmannahöfn og lauk prófi frá
honum árið 1920. — Eftir þetta
fór hann heim til foreldra sinna
að Krakavöllum og vann við bú
heirra, unz hann fluttist með þeim
fil Siglnfjarðar. Þar vann hann við
Síldarverksmiðjur Ríkisins og auk
þess við endurskoðun bæjarreikn-
mganna þar um mörg ár.
A Siglufirði kynntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Sigríði ög-
ttiundsdóttur, systur Karvels Ög-
mundssonar útgerðarmanns og
Þeirra bræðra. Þau giftust þar, 29.
maí 1931. Þar fæddust börn þeirra
fimm, þrjár dætur og tveir synir.
Þeirra elzt er Æsa Árdal, uppeld-
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
isfræðingur í Svíþjóð. Næstur er
Grímur skipstjóri í Njarðvík. Þá
Dúi stýrimaður, býr í Reykjavík,
og loks tvíburasysturnar Áslaug,
símastúlka á Keflavíkurflugvelli,
býr í Njarðvík og Ásdís skrifstofu-
stúlka á Keflavíkurflugvelli, býr i
Hafnarfirði.
Stjúpdætur átti hann tvær, sem
voru dætur Sigríðar: Ester og
Huldu Karen. Huldu misstu þau
í blóma lífsins 26. febrúar 1953.
Þá reyndi mjög á sálarstyrk þeirra
hjóna.
Frá Siglufirði fluttist Karl með
fjölskyldu sína til Ytri-Njarðví'kur
árið 1951. Þar vann hann við
frystihús mága sinna ásamt smíð-
um við húsbyggingar bæði fyrir
sjálfan sig og aðra. Ég man það,
að hann sagði eitt sinn við mig, að
það hefði tekið dálítið í handlegg-
ina, þegar hann byggði húsið sitt
við Klapparstíg 13, sem er kjallari
ogt vær hæðir og hið reisulesasta,
að er það var múrað innan, þá
hrærði hann alla múrsteypuna og
bar í fötum einsamall til múrar-
anna, frá kjallara og efst upp, unz
því verki var lokið.
Svona var Karl, ósérhlífinn til
allrar vinnu og sást ekki fvrir með
að leggja fram krafta sína þótt
heilsan væri ekki alltaf sem bezt,
því hann hafði á unglingsárum
beðið hnekki á henni, sem aldrei
bættist að fullu. Og seinustu árin
gekk hann ekki heill til skóg-
ar, þótt lítt fengist hann um það,
því að hjartað var farið að láta
undan.
Það mun öllum, sem kynntust
Karli, verða minnisstæð hin ein-
skæra ljúfmennska, sem ein-
kenndi allt hans dagfar, ásamt
hjálpfýsi í garð meðbræðra sinna.
Ég kynntist Karli ekki fyrr en á
seinni hluta ævi hans, en þau
kynni verða mér ógleymanleg. —
Það var í sambandi við dr. Jón
heitinn Dúason, bróður hans, sem
leiðir okkar lágu saman. En þess-
um eldri bróður sínum, sem hann ■
dáði mjög, var hann ásamt Ásdísi
dóttur sinni, sannkölluð stoð og
stytta í veikindum Jóns og erfið-
l'eikum hin síðustu æviár hans.
Það vakti fljótt athygli mína, hve
innileg vinátta og bræðraþel virtist
ríkja með þeim isystkinum frá
Krakavöllum, sem ég hef kynnzt.
Þar var sú frændsemi í heiðri
höfð, sem íslendingar mega stolt-
astir vera af.
Er ég kynntist Karli og fjöl-
Skyldu hans, varð ég fljótt þess
áskynja, hversu einstakur fjöl-
skyldufaðir hann h'lýtur að hafa
verið. — Þar lýsti af þeirri innri
hógværð og hlýleika, sem eigi fær
dulizt augum gestsins, þar sem
gott fólk er að finna.
Þegar minnzt er Karls heitins,
þá er ekki hægt að gleyma hana
góða lífsförunaut, eiginkonu hans,
Sigríði Ögmundsdóttur. Ef hægt
er að tala um að maður og kona
eigi að verá eitt, þá held ég að
þarna hafi það gerzt. — Sú nær
færna virðing og innileiki, sem
lýsti af sambúð þeirra, er einstök.
Én nú er samveru þeirra slitið um
sinn: — og þó — slí'kri samveru
verður aldrei slitið. — Minningin
um þennan trúfasta vin og góða
mann, getur aldrei rofnað. — Sú
vissa mun veita fjölskyldu hans og
vinum gleði í sorg sinni yfir burt-
för hans.
Nú lifa eftir tvö af systkinum
hans, Katrín og Sæmundur kenn-
ari og fræðimaður. Við að lesa
æviminningar hans, sem hann hef-
ur verið að gefa út, þá fyllist mað-
ur lotningu fyrir afrekum þeirrar
kynslóðar, sem nú er farin og á
förum, fyrir það þrek sem hún
sýndi í baráttu sinni við að skapa
eftirkomendunum þau lífskjör,
sem þeir búa við nú á dögum. Þar
var hlutur Karls Dúasonar eig:
smár. Því mun fordæmis haiii
lengi gæta meðai barna hans og
afkoironda.
Ragnar V. Sturluson.
9