Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Side 7
/
MINNINC
SIGURBJÖRN
STEFÁNSSON
frá Gerðum
Þann 28. janúar s. 1. andaðist á
Landakotsspítala Sigurbjörn Stef-
ánsson frá Gerðum í Óslandshlíð,
f. í niaí 1917 og því 52 ára. Sigur-
björn var orðinn landskunnur mað
ur fyrir kveðskap og vísnaþætti
í útvarpi, auk þess hefur komið út
eftir hann Ijóðabók ,,Skóh!jóð“ og
aðra bók átti hann fullbúna til
prentunar þegar hann lézt. Sig-
urbjörn gerðist félagi í Kvæða-
mannafélaginu Iðunni, íljótlega
eftir komu sina til Reykjavíkur og
starfaði þar óslitið til dauðadags.
Hann sat um tíma í stjórn Ið-
unnar, auk formennsku í nefnd
og fleiri trúnaðarstörfum í
þágu félagsins.
Við sem kynntumst honum þar
f starfi munum seint gleyma prúð-
niannlegi'i framkomu hans og leik-
ar>di hagmælsku, sem ávallt varð
8'leðivaki hvar sem leið hans lá.
Iðunnarfélagar sendum að-
standendum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hér er brostin harpan góða,
hrökkva tár.
Þrotinn styrkur þinna ljóða,
þögnin sár.
Hjó þér snemma í brjósti ungu
Bragasál.
Listadis þér lagði á tungu
i.ióðamál..
Dreymdi hug í dagsins önnum
dýran brag.
Kvaðst þú bezt af
kvæðamönnum
kvæðalag.
Liggja hljóðir léttir strenglr
Hóoamáls.
Birtu fleinar betur engir
Bragastáls.
Reykjavík, 2. febrúar 1970
Ulrich Richter.
Flögrar stakan fjaðraklippt
íaihnn maka syrgir
l.ióðavakan lífi svipt
Ilósa-stjakann byrgir.
ÍSLENÐlNGAbÆTTIR
Marga stöku í gullið greypt
gert og kveðið hefur,
íslenzkt mál í stuðla steypt
stolt þér vitni gefur.
Þín var ljóða skynjun skær,
skáldagáfan hrein og tær,
á andans himni bjartur blær,
bragavinum öllum kær.
Nær mín endar ævistund
einn sá veit er ræður,
seinna kannski á kvæðaf-und
komum félagsbræður.
Héðan kært nú kveður pig
karlinn Mángi á Barði,
finndu þarna fyrir mig
fagran blett i garði.
Magnús á Barði.
Hlíða verðum hart þó tak
helju valdið sanni
en það er sárt að sjá á bak
sönnurn kvæðamanni.
Andinn þar var aldrei veill
undir listar rnerki.
Drengundar var hugur heill
hugsjónar að verki.
Ingþór Sigurbjörnsson.
Einn er brostinn yndisstrengur
íslands kvæðalaganna.
Hér er góður dáinn drengur
dýrra hátta braganna.
Ólafur Þorkelsson.
Svanur Ijóða sveif á braut
svásar himinsljóðir.
Er nú laus við alls kyns þraut
andann frelsið seiðir.
Fagna þínu frelsi í dag
farnir áður vinir.
Æfa með þér óðarlag
englar og Bragasynir.
Af sér viðjuin varpar sál
vakin ilmi blóma,
skartar fagurt skáldamál,
skærir strengir óma.
Fýsir eflaust fleiri en mig
fara á braut án tafar,
hlakka til að hitta þig
hinum megin grafar.
Kristín Guðmundsdóttir
Sólin geisla sýnir skart
svigna lætur freðann.
Ferðaveður færðu bjart
að flvtja burtu héðan.
Skagfirzkt lækkar skáldakvak
skilst mér voði á ferðum.
Sorgbitinn ég sí á bak
Sigurbjörns frá Gerðum.
Ástæða er æði gild
öðling þann að trega.
Valin stemma var af snilld
og vísan dásamlega.
Glaðværð þessa gæðamanns
gleði jók i sinni,
útvarpsþættir allir hans
eru í þjóðarminni.
Afbragðs vísur íslenzk þjóð
ennþá metið getur.
Fáir munu ferskeytt Ijóð
flytja mi’kið betur.
Iðunn missti úrval sitt
okkar nierki barstu,
skemmtilegt var ,.skóhljóð“ þitt,
skrefa drjúgur varstu.
Andrés II. Valberg.
Fregnin stríða flaug hér inn
—<fór sem hríð um þanka minn.
En frá lýðum alfarinn
Óslandshlíðarsöngvarinn.
Lýsa stjörnur lönd og mar
l.jómar tjörn við geislafar.
Svinnum börnum sælu bar
Sigurbjörn við rímurnar.
Nam í vöku ljúflingslag.
Léttum tökum samdi brag.
Þekkti úr stökum þjóðarhag,
þjóð á vökum stytti dag.
Þreytti reið um mel og rnó.
Máttar greiður túnið síó.
Rann á heiðar röskur nó.
Rataði leið á boðnarsjó.
„Skóhljóð11 lofar listamann
Ijós í rofi eygði hann.
Gömlum kofa görpum ann.
Gull í hofi sagna fann.
Þræði spann úr þeli l.ióðs.
Þróttinn fann í orði ljóðs.
Þætti vann úr þokka lióðs.
Þekkti sanna kosti Ijóðs.
Fyrrum smali. faera kinn
fór í dali, skjólbúinn.
1 gullna sali gekk nú inn
guði falinn. vinur minn.
Einar J. Eyjólfsson.
Nú er braga harpan hljóð, __
hnípinn kvæðastrengur, _________
hjartans óma harmaljóð,
horfinn góður drengur.
Þú varst hýr og hreinn í lund
hlynur óðs og braga.
Áttir marga unaðsstund
við óminn kvæðalaga.
Kærleikselda kveiktu í sál
kvæði þín og stökur.
7