Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 14
Sigmu nd ur Eyjólfsson
frá Húsatóftum
Fæddur 13. september 1923.
Dáinn 23. april 1970.
Fyrsta sumardag var hringt
heim til mín og mér og okkur
sögð þau sviplegu tíðindi, að Sig-
mundur Eyjólfsson, Urðarstig 12
hér í borg, væri dáinn. Hann hafði
látizt í svefni þá um morguninn.
Sigmundur hafði verið á stuttum
skemmtifundi með vinum sínum
og vandafólki kvöldið áður, neytti
einskis og fór heim fyrir venju-
legan háttatíma eftir að hafa stig-
ið einn dans. Þaðan ekur hann bíi
sínum heim, leggur honum mjög
nákvæmt í stæðið að vanda, því
auðvitað mótti bí’hmi ekki vera
neinum til óþægiaJa. Svo endaði
hann sitt líf á fertugasta og sjö-
unda aldursári með hönd undir
kinn í rúmi sínu. Þannig er víst
gott að deyja. Og þó segja sumir
spakir menn að betra sé að hafa
góðan tíma til undirbúnings, og
svo má vera, en merkið var svo
hreint, sem þessi Iátni vinur minn
bar, að ég held að hann hafi mátt
segja: Ég ferðast og veit hvert
mín för stefnir á. Það hrúguðust
1 hugann þekkar minningar um
sro hrekklausan dreng og vin-
margan, sem öllum þótti vænt um
sem kynntust honum, meðal ann-
ars þessi aðfengnu orð: „Dreng-
lyndið fölskvalaust, handtakið
hlýtt, hjartað er gull fram í dauð-
ann“.
Skeiðahreppur er falleg og bú-
sældarleg sveit, stórbrotið lands-
lag er þar víða, en mörgum steini
hefur orðið að ví'kja úr götu fólks
ins til þess að hafa nægilegt svið
fyrir búsmala. Fólkið sem byggir
þessa sveit, ber svip þessa lands-
lags af beygðu fólki, sem ekki
brotnaði en barðist áfram hokið
en þó upprétt, gaf þjóð sinni þann
kjark, sem hún nú býr yfir, horfði
djarft móti hverjum vanda, háði
6itt stríð við miskunnarlaus nátt-
úruöfl, og þá líka stundum erfið
samskipti við harðsnúna danska
kaupahéðna, sem máttu sín meira
efnalega, samanber elztu selstöðu
verzlun landsins, Eyrarbakka. Eft-
ir aldamótin fer að rofa til um
afkomu erfiðismanna til sjávar og
sveita. Og þannig höfðu faðir og
móðir, afi og amma búið í haginn
fyrir þá óbornu. Úr þessum reit
var Sigmundur Eyjólfsson vaxinn,
en hann fæddist 13. sept. 1923,
eins og áður segir, að Húsatóftum
í Skeiðahreppi og var jarðsunginn
frá Dómkirkjunni 5. maí sl.
Foreldrar hans voru sæmdar-
hjónin Guðrún Sigmundsdóttir
Jónssonar og Eyjólfur Gestsson
Eyjólfssonar, sem þar bjuggu
snotru búi. Sigmundur dvelur í
faðmi góðra foreldra og systkina
þar til hann verður sjö ára. Þá
bregður skýi fyrir sólu, skuggi
dauðans ber að dyrum og slær til
heljar unga og fallega eiginkonu
og ástríka móður, og þar með
verða börnin sex sem á krossgöt-
um hryggðar og saknaðar og get-
um við undirstrikað ástand föður-
ins með heimilið stefnulaust með
þeirri lífsspeki: Fáir sem faðir, en
enginn sem móðir. En ?ott er
þeim sem trúa, að drottinn le^sur
líkn með þraut og viða eru Guðs
og góðra manna vegir.
Á Útverkum í sömu sveit búa
góð hjón, Guðrún Þórðardóttir og
Bjarni Jónsson og þar er gnægt
hjartarúm fyrir sveininn unga.
Eins og að lí'kum lætur varð Sig
mundur virkur þátttakandi í önn-
■um og amstri daglegs lifs og hlífði
sér hvergi, en þrátt fyrir nokkra
vinnuhörku umgengust þau mætu
hjón fóstursoninn af næmleik og
skilningi og reyndust honum sem
aðrir foreldrar, enda kunni hann
að meta þeirra tillag, því hann
elskaði þau og virti til dauðadags.
Þegar Sigmundur hefur verið tíu
ár í Útverkum hjá Guðrúnu og
Bjarna Jónssyni, þá er hann á
átjánda ári og hyggst nú vífcka
þann hring, sem hann hefur séð
yfir svo lengi, enda er það með
fullu samþykki föður og fósturfor-
eldra. Hann vinnur jöfnum hönd-
um, bæði til lands og sjávar, og
þó að skuggi sé yfir mannheimi
og blikur á lofti, framtið lands og
þjóðar sé óráðin vegna stríðs-
hættu, hefur það engin áhrif á
sjálfsbjargarviðleitni un»a manns-
ins. Honum var í blóð borinn dugn
aður, vandvirkni og fremur öllu
trúmennska, sem mun hafa verið
ríkasti þáttur í lífi hans og starfi.
Svo gerist það árið 1948 að Sig-
mundur byrjar að vinna í málm-
steypu hjá Ámunda Sigurðssyni,
og þar vinnur hann í 22 ár eða
þar til yfir lýkur. Á þessu má sjá
meðal annars, að maðurinn hefur
ekki verið neinn flumbrari í verk-
um sínum, enda bar hann hús-
bónda sínum og öllum, sem hann
þekkti, gott orð, og taldi hann
einhvern þann áreiðanlegasta og
tryggasta vinnuveitanda, sem
hann hefði unnið hjá. Þessi vitnis-
burður er að sjálfsögðu gagn-
kvæmur þar eð Meyvant Sigurðs-
son, tengdafaðir Sigmundar, sagði
mér, að Ámundi, sem um þær
mundir var í útlöndum, hefði beð-
ið um að jarðarför færi ek'ki fram
fyrr en hann kæmi, svo og hitt að
hann vildi kosta útförina Naum-
ast er hægt að sýna látnum vini
meiri virðingu og þakkarvott en
sílka rausn, og mættu fleiri þar
eftir fara.
Það verða mikil og góð tíma-
skipti í lífi Sigm..ndar árið 1950,
því 5. apríl það ár kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni, Elísabetu
Meyvantsdóttur frá Eiði, dugmik-
illi myndarkonu,' :em mat hæfi-
Ieika og tryggð bónda síns að verð
leikum. Þeim hjónum varð ekki
barna auðið, en það mun hafa ver-
ið eini skugginn á sameiginlegri
leið þeirra, svo voru þau bamelsk.
Ég held að við Sigmundur og kona
hans höfum fyrst kynnzt um vor-
W
ISLENDINGAÞÆTTIR