Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 29
orðinn 350. Haustið 1960 var ungl-
ingadeild sett á stofn við skólann
og hefir hún verlð starfrækt upp
frá því. Það liggur því í augum
uppi, að starfsvettvangur Sigur-
bjarnar hefir stórum aukizt á hin-
um nærfellt 30 ára skólastjóraferli.
£n alla tíð hefir hann stýrt skóla
sinum styrkri hendi og verið sí-
vaxandi í starfi. Auðveld hefir þó
aðstaða hans engan veginn verið.
Skömmu eftir að hann hóf skóla-
stjórn, fór hann að kenna alvar-
legrar vanheilsu, sem leiddi til
þess, að um margra ára skeið varð
hann að ganga við tvær hækjur.
Og þótt hann hafi náð sér að
nokkru leyti, þá mun hann vart
óstuddur ganga það sem eftir er
ævidagsins.
Áreiðanlega hefðu margir, ef
ekki flestir, gefizt upp og lagt ár-
ar í bát í sporum Sigurbjarnar.
En hann kaus heldur hinn kost-
inn, að berjast áfram af óbilandi
þreki og fádæma karlmannslund.
Og margan daginn hefir hann
gengið sárþjáður til starfa.
Þessi reynsluskóli hefir, eins og
gefur að skilja, mótað skaphöfn
og daglega framkomu Sigurbjarn-
ar að nokkru leyti. Við fyrstu
kynni virðist sjálfsagt mörgum
hann vera dálítið kaldur og hrjúf-
ur í viðmóti. En þar er aðeins Um
hjúp eða brynju að ræða, sum-
part til að dylja líkamegan sárs-
auka — og að hinu leytinu til að
hylja þann hafsjó næmra tilfinn-
inga, sem inni tfyrir búa.
Sigurbjöm er fjölfróður maður,
víðlesinn og gjörhugull. Hann er
bókamaður mikill. Sjálfur á hann
gott og vandað bókasafn. Og bóka-
safni Njarðvíkinga hefir hann veitt
forstöðu um 30 ára skeið. Við það
hefir hann lagt mikla rækt, og les-
endum þess hefir hann verið holl-
ur ráðgjafi um val lestrarefnis.
Sjálfur hefir hann haft á orði, að
fátt hafi veitt sér meiri ánægju,
«n starfið við b^iasafnið.
Á fyrri árum lét Sigurbjörn fé-
fagsmál talsvert til sín taka. Hann
eT féagslyndur að eðlisfari, lipur
í samstarfi, sanngjarn, réttsýnn og
ráðhollur. Það er ekki ætlun mín
hér að rekja störf hans á þeim
vettvangi, en það má hiklaust full-
yrða, að öll þau trúnaðarstörf, sem
honum hafa verið falin og hvert
það hlutverk, sem hann hefir tek-
ið að sér, hafa verið með sæmd af
hendi leyst.
Sigurbjörn er hreinskilinn og
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
hreinskiptinn drengskaparmaður.
Fátt er honum fjær en yfirborðs-
og sýndarmennska, í hverri mynd
sem hún birtist. Hann á það til að
segja bæði samstarfsmönnum sín-
um og nemendum vægðarlaust til
syndanna, stundum með ómjúkum
orðum, en hann er líka fljótur og
fús til að rétta fr-am bróðurhönd
til gagnkvæms skilnings og fullra
sátta. Og þegar á reynir, þá er
samúðarríkari maður en Sigur-
björn Ketilsson áreiðanlega vand-
fundinn. Þar get ég sjálfur af
margfaldri reynslu mælt:
Kynni okkar Sigurbjarnar hóf-
Óskar Sigurðsson -
Framhald af bj.. 24.
og vinir hans komu saman á heim-
ili Hrefnu og Ingvars til að kveðja
þennan kæra frænda og vin. Allt
var eins og bezt verður á kosið, og
mun þessi dagur verða okkur öll-
um sem þar hittumst kær minning
sem ekki fyrnist.
Senn var landið horfið úr aug-
sýn, en minningarnar lifðu. Gat
þetta verið raunverulegt að hann
gamli maðurinn, skyldi fá tækifæri
að lifa þessa hamingju, koma í her
bergið á Tryggvaskála þar sem
hann fæddist, og í dómkirkjuna
þar sem hann hafði fermzt og
horfa heim að bænum á Kjalar-
nesi, þar sem hann hafði eitt sum
ar verið smalcdi^rngur og síðast
en ekki sízt fengið að sjá Seyðis-
fjörð í blóma athafnalifsins.
f. vetur var heílsu Óskars mjög
ust fljótt eftir að ég fluttist til
Keflavíkur fyrir 17 árum.
Þau hjónin hafa alla tíð staðið
við hlið mér í mínu starfi og veitt
mér drengilegan stuðning á marg-
víslegan hátt. í barnastarfinu í
Ytri-Njarðvík hefir frú Hlíf verið
minn nánasti samstarfsmaður, en
þar hefur hún ávallt haft með
höndum söngstjórn og orgelleik.
Og eftir að kirkjukór var stofnað
ur í Ytri-Njarðvik og undirbúning-
ur nýrrar kirkjusóknar hafinn þar
hefir hún einnig verið orsanisti
og söngstjóri kirkjukórsins, en
Sigurbjörn er meðal söngfélaga í
kórnum, Hafa þau hjónin lagt þar
af mörkum mikið og fórnfúst
starf, er seint verður metið og
þakkað svo sem vert væri. Frá
1960 hefi ég einnig starfað sem
stundakennari við unglingadeild
Njarðvíkurskóla og get því stað-
hæft af persónulegri reynslu, að
það er bæði gott og lærdómsríkt
að starfa með Sigurbirni Ketils-
syni og undir hans skólastjórn.
Fyrir öll góðu kynnin í vináttu
og samstarfi við þau bæði hjónin,
og fyrir fjölmargar ógleymanlegar
ánægjustundir á heimili þeifra,
langar mig til, á þessurn merku
timamótum í'lífi húsbóndnns, áð
færa þeim báðum heils hugar
þakkir, um leið og ég árna sfmæl-
isbarninu allra heilla, og ber fram
þá frómu ósk, að enn um hríð
megi Njarðvíkurskóli njóta traustr
ar og farsællar vegsaenar hans.
Bi. Jónsson.
tekið að hnigna og jólakveðjurnar
með stytzta móti. í byriun febrúar
gekkst hann undir erfiðan upp-
skurð, kraftarnir voru þrotnir. Um
vafinn ástúð og umhvotHu elsku-
legrar eiginkonu, dætra og ann-
arra ástvina, andaðist hann 19.
febrúar s.l.
Ættingjar og vinir hér heima
senda fjölskvldu hans innilegustu
samúðarkveðjur.
Kæri frændi og vinur! Hversu
fegin hefðum við viljað fylgja þér
síðasta spölinn. en hugur okkar
var ei fjarri.
Við þökkum þér fyrir það sem
þú varst og gafst okkur með þín
um sérstæða persónuleika, og knýt
um þér krans úr blómum úr hlið-
inni við fossinn þinn heima á
Fróni.
Friður guðs big blessi.
Inga Jóhannesdóttir
frá Seyðisfirði.
29