Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Blaðsíða 8
f KARL GRÍMUR DÚASON Fæddur 15. apríl 1900. Dáinn 12. maí 1970. Hinn 12. maí s.l. lézt að heimili sínu, Klapparstíg 13, í Ytri-Njarð- vík, Karl Dúason, merkur maður og vinsæll. Fullu nafni hét hann Karl Grímur. — Hann fæddist hinn 15. apríl árið 1900, og var því liðlega sjötugur þegar hann lézt. Útför hans var gerð hinn 21. maí frá Fossvogskirkju í Reykjvaík. Karl Dúason var af merkum ætt- stofnum kominn i báðar ættir. — Foreldrar hans voru hjónin Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Grímsson bóndi að Langhús- um í Fljótum í Skagafirði og síðar Krakavöllum í sömu sveit. Dúi, faðir Karls, var sonur Gríms bónda á Minni-Reykjum, Magnús- sonar, Grímssonar græðara á Espi- hóli í Eyjafirði. Móðir Gríms á Minni-Reykjum var Margrét Bene- diktsdóttir frá Laxárósi í Þistil- firði. En móðir Margrétar var Hall dóra dóttir séra Sigfúsar í Höfða. Kona Gríms á Minni-Reykjum. og móðir Dúa, var Ólöf Ólafsdóttir, Jósepssonar bónda í Hvassafelli í Eyjafirði. Hennar móðir var Hall- dóra kona Ólafs, dóttir Jóseps Jósepssonar í Hvassafelli. (Af þeim ættmeiði var kominn Jónas Hail- grímsson skáld.) Eugenía, kona Dúa Grímssonar og móðir Karls, var dóttir séra Jóns Norðmanns, prests á Barði í Fljótum, Jónssonar Guðmundsson- ar frá Fornhaga í Hörgárdal, Rögn valdssonar, Arnfinnssonar úr Hörg árdal, Jónssonar. — Jón, faðir séra Jóns Norðmanns, bjó síðar á Krakavöllum. Hann var bróðir hinn ar þjóðkunnu skáldkonu: Vatns- enda-Rósu. — Móðir séra Jóns Norðmanns, og kona Jóns Guð- mundssonar, var Margrét dóttir séra Jóns Þorlákssonar Skálds og prests á Bægisá og Helgu Magnús- dóttur ráðskonu hans. — Kona séra Jóns Norðmanns, og móðir Eugeníu, var Katrín Jónsdóttir, Ei- ríkssonar prests á Undirfelli í Vatnsdal, Eiríkssonar prests á Stað arbakka, Bjarnasonar, Eiríkssonar bónda í Djúpadal. (Djúpadalsætt). Móðir Katrínar var Björg Bene- diktsdóttir, Halldórssonar Vídalíns. Hennar móðir var Katrín dóttir Jóns Teitssonar biskups. Björg á Undirfelli, amma Eugeníu, var syst ir Ragnheiðar ömmu Einars Bene- di'ktssonar skálds. — Þriðja syst- irin frá Undirfelli, Guðrún, var Oft þitt hreina óðarmál öðrum stytti vökur. Ódauðleikans inn 1 heim ertu vinur genginn, kveðja skulu klökkvum hreirn kvæðalögin drenginn. Iðunn störfin þakkar þér, þína kvæðasnilli. Trúin söknuð til þín ber tveggja heima milli. Ljósvakans um léttu svið 1 láttu hljóma stökur, þá mun allt í ást og frið eiga bjartar vökur. Jóhannes Jónsson frá Asparvík. í i Nú er skóhljóð þagnað þessa manns, , og þrotin sporaslóð um dagsins reit. Og í kyrrð er hljóðnuð röddin hans, er hæfði Bragamáli ljúf og heit. Feigðin hefur fagnað ljóðasmið, ferskeytiunnar vörð, í tímans róti. Örlög hörð að gefa eigi grið, gleðisál er brosti fegurð mótl. Það vantar lauf að leggja á hans beð, en ljóðsins fræi er sáð við góða minning. Við skapadóminn glúpnar mannsins geð, úr geymd er vakin þökk við liðna kynning. Því skal honum þakkað Bragamál við þessi ferðalok, en gleymum eigi, að ferskeytt staka tengir sál við sál, þótt söngsins hlynur hverfi af okkar vegi. Adolf J.E. Petersen. Enn er skarð hjá Skagfirðingum, Iðunnar á öllum þingum skáldið prúða horfið sýn. ákaft vinir sakna þin. Liprar stemmur léku á tungu, og litrík staka sigur vann. Nú er bót gegn böli þungu, að birta skín um góðan mann. Bláminn hækkar, bragarprýðin. Bát þinn sérðu koma í var. Og ef til vill er Öslandshlíðin einhvers staðar, líka þar. Hér að loknum lífsins ferðum lifir það, sem fegurð bar. Og þér heilsar heima á Gerðum, hjartanu sem kærast var. Er nú lokið okkar ræðum. Iðunn tregar barnið sitt. Láttu óma í himinhæðum hugljúfasta leikfang þitt. Sigríður Jónsdóttir, Stöpum. Geymist þjóð í glæstum sjóð gullinn óðarfengur. Nú er góða harpan hljóð höggvin ljóðastrengur. Sonur norðlenzkrar sveitar svanur víðlendra heiða, hlynntur marbendli og hnldum hollvinur stefja og sagna. Kliðmjúku kvæðalögin kváðu fáir þér betur hljómfagurt. berst með blænum bergmál liðinna daga. Hollráð og handtak þitt geymist horfni drengskaparmaður. Guð, sem að engu gleymir gleðji ástvini þína. Þórhildur Svelnsdóttir. 5SLENÐINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.