Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 4
MINNING Ingibjörg Ólafsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir frá Borg- um í Hrútafirði, andaðist á elli- heimilinu Grund 4. maí s.l. Hún fæddist 5. október 1884 á Kol- beinsá í Hrútafirði. Árið 1890 flytja foreldrar hennar með 3 börn sín, Ingibjörgu, Helgu og Ólaf, að Borg um, sem er næsti bær við Kolbeinsá. Á Borgum dvelur Ingi- björg með bræðrum sínum, Ólafi og Skúla til 1964, þá f'lytja þau systkinin hingað til borgarinnar, og er þá dvölin á Borgum orðin 74 ár. Borgarsystkinin voru 7 og var Ingibjörg elzt, svo Helga, Ólafur, Jón Kristmundur, Daníel og Skúli. Þrjú elztu systkinin eru nú dáin, og eftir af þessum systkinahópi lifa nú 4 bræður. Foreldrar þeirra systkina voru Guðrún Kristjánsdóttir og Ólafur Jónsson frá Kolbeinsá. Föður sinn misstu þau 6. apríl 1907 og var Skúli þá 9 ára, og var yngstur. Guðrún móðir þeirra vildi reyna að halda barnahópnum sínum sam- an, og búa áfram á Borgum með börnunum. Ólafur, sem var elztur af bræðrunum, tók að sér að standa fyrir búinu og stjórna yngri bræðrum sínum. Það mikla lán fylgdi barnahópn- um á Borgum, að börnin voru frísk fjörmikil, vinnusöm og iagvirk, og það svo, að til þeirra var vitnað, er rætt var um afköst og vel unnið verk. Búið á Borgum var ekki stórt, en það gaf góðan arð. Fóður og hirðing á skepnum var líka alveg sérstaklega góð. Jörðin var notadrjúg. Nokkur selveiði, hrogn kelsi, viðarreki, fjörubeit og snemma voraði uppi í Borgunum. Þessi hlunnindi voru hagnýtt til fullnustu af vinnufúsum höndum systkinanna. Þegar bræðurnir kvæntust og mynduðu sitt heimili var Ingi- björg, Ólafur og Skúli áfram á Borgum með móður sinni og hjá þeim dó hún 18. marz 1944, 85 ára að aldri. Árið 1964 er heilsa ÓJafs og Ingi- bjargar að dvína og það svo, að sjáanlegt er, að þau geta ekki hald- ið áfram búskap. Þau ákveð þá að fara frá Borgum, selja jörðina og búið. Það skilja allir, er til þekkja, að það hefur verið erfitt að taka þessa ákvörðun. Á Borgum voru þau Ingibjörg og Ólafur búin að vera 74 ár og Skúli 66 ár. Þar höfðu þau lifað æsku- og manndómsárin. Oft höfðu þau verið þreytt eftir langan og erfiðan vinnudag. En það er líka gaman að vera þreyttur meðan maður er frískur. Borgir bera þeim systkin- unum vitnisburðir.n að þar var unnið meðan dagur var. Ingibiörg og Skúli áttu vel lund saman og mátti svo heita, að þau færu ekki frá heimilinu nætur- langt. Skúli hjálpaði systur sinni á allan hátt og var henni mikið góður bróðir. Þau systkinin þrjú, Ingibjörg, Ólaf ur og Skúli, ólu upp tvo fóstur- syni, Þóri Daníelsson, bróðurson sinn og Baldvin Þórðarson, og Þóri kostuðu þau til stúdentsnáms. Þess um fóstursonum sínum reyndust þau sepi beztu foreldrar, enda skoðuð af þeim sem slík. Á seinni árum, er sysfckinunum fór að verða erfiðara um vinnu, kom Baldvin til þeirra og hjálpaði þeim við hey- vinnuna. Þarna sýndi Baldvin hvaða taugar Borgarheimilið átti í honum. Þessi hjálp Baldvins við þau systkinin var þeim ómetanleg. Hann gerði meira en að hjálpa þeim við vinnuna, hann gladdi þau með nærveru sinni í starfi og hvíld. Ég samgleðst Baldvini að eiga þess ar minningar frá Borgum, og að hann gat endurgoldið þessum góðu systkinum alla alúð og ut»>'’"'"íu þeirra, er hann var að vaxa upp meðal þeirra. Ég minnist Ingibjargar með hlýj um þakkarh’'" er hún var að hjálpa móður minni við slátursgerð eða er annað mikið kallaði að. Ingibjörg vai ekki eftírbát- ur systkina sinna í vandvirkni og hraða. Móðir mín mat hana mik- ils og vildi hana öðrum fremur sér til hjálpar, og í orðastað móður minnar, vil ég enda þessár línur á Ijóði eftir skáldið og rithöfund- inn, Einar H. Kvaran, sem yar mik- ið uppáhald móður minnár, sem rithöfundur og skáld. Nú er ei annað eftir en inna þakkar-mál og hinztri kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. Þín ástarorðin góðu og ástarverkin þín í hlýjum hjörtum geymast, þótt hverfi vorri sýn. — Það líf, sem er liðið úr læðing sársaukans, var stillt, sem kappi, er kafar í kvalabylgjufans, hélt æðrulaust og öruggt til annars betra lands, var öflugt mitt í óstyrk af afli kristins manns. Það lífið, sem er svifið til síns þráða lands, var ávallt fullt af friði og fegurð kærleikans, af bæn og von og vissu um vernd hjá föðurnum, 4 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.