Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 16

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 16
MINNING ÓLAFUR R. SVEINSSON HEILBRIGÐISFULLTRÚI Fæddur 25. ágúst 1903. Dáinn 2. maí 1970. Útför Ólafs R. Sveinssonar, heil- brigðisfulltrúa, fór fram frá Landa kirkju. Hann lézt á sjúkrahúsinu hér 2. maí eftir stutta veru þar, að þessu sinni. Ólafur fæddist 25. ágúst 1903, að Árgilsstöðum í Hvol hreppi. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson frá Velli í Hvolhreppi og Margrét Þorsteinsdóttir frá Árgils- stöðum í sömu sveit. Ólafur ólst upp með móður sinni til þriggja ára aldurs, er hún giftist fyrri manni sínum, Sigurði Ólafssyni frá Gularáshjáleigu í Landeyjum og fluttust þau þá hingað til Vest- mannaeyja. Hófu þau búskap sinn að Garðbæ. sem þau keyptu um það leyti. Sigurður, stjúpi Ólafs, var starfsmaður Gísla J. Johnsen við utanbúðarstörf. Hann hafði því árvissa atvinnu og var það ekki svo lítið atriði þá. ekki síður en nú. Margrét móðir Ólafs var glæsi- leg dugnaðarkona, sem ekki lét sinn hlut efti* liggja í sínu stóra heimili, en þau Sigurður og Mar- grét eignuðust sjö börn. Ölafur ólst því upp í glaðværum systkina- hðpi og stjúpi hans re> adist hon- um sem góður faðir. í Garðbæ bjuggu þau til ársins 1910, að hús- ið eyðilagðist í eldsvoða. Bvogðu þau Sí"”rður og Margrét þá þeg- ar, á sama stað við Kirkjuveginn, annað hús, snoturt einbýlis- hús, sem þau nefndu Rafnseyri. ólafur missti stjúpa sinn, þegar hann var aðeins 15 ára gamall, en Sigurður lézt úr spönsku veikinni 1918. Reyndi þá fyrst á drenginn, sem þá varð, ásamt móður sinni, að sjá fyrir þessu stóra heimili, þar til að Margrét giftist aftur seinni manni sínum, Guðlaugi Siguhðssyni. Ólafur var því ekki gamall, þegar hann hóf algeng störf við fiskvinnslu og sjó- mennsku og lærði hann vel til þeirra verka. Er mér mjög minnis- 'á stætt, hversu hann, sem fullorð- inn maður, var hraðvirkur og lag- virkur, þegar hann stóð við flatn- ingsborð, en verkstjóri við fisk- verkun var hann áður en hann varð fastur starfsmaður Vest- mannaeyjabæjar. Við tímamót er manni tamast að líta tii baka og rifiast þá upp liðn- ar minningar, ekki sízt þegar lát- inn vinur er kvaddur. Kynni okk- ar Ólafs hófust þá er við urð- um bekkjarbræður í barnaskólan- um. Urðum við brátt samrýmdir, bæði í leik og starfi. Meðal annars vorum við með í þeim hópi er stóð að stofnun Knat.tspyrnufélagsins Týs. Ólafur var þá þegar áhuga- samur félagsmaður og stóð alla tíð sem styrkur félagi í Tv ^venær sem til hans var leitað. 21 árs að aldri kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Kristjánsdóttur, Gunnarssonar frá FífLsholtshiáleigu í Landeyjum og konu hans, Helgu Jónsdóttur frá Klasbarða, einnig í Landeyjum, en þau Kristján og Helga bjuggu þá að Laufási hér í Eyjum og þar byrjuðu þau Ólafur og Ragnheið- ur, hin ungu og glæsilegu hjón, búskap sinn 18. október 1924 og þar bjuggu til ársins 1930, að Ólafur keypti húsið Flatir 14, að hálfu á móti Kiistjáni tengdafööur sínum og þar með hófst sambýli fjöiskyldunnar, sem svo mjöe _hef- ur verið til fyrirmyndar. Þa i Ólaf- ur og Ragnheiður eignuðust þrjár dætur, Helgu, gifta Gggerti Óiafs syni, skipasmíðameistara, búsett í Eyjum, Margréti íeikkonu. gifta Steindóri Hjörleifssyni leikara bú- sett í Reykjavík og Kristínu, sem dó af afleiðingum mislinga á öðru ári. Dætrabörnin eru 3 og einn dóttursonarsonur, Epv°rt Ólafsson á þriðia ári, sem ekki var síður en dætrabörnin, sérstakt yndi lang afa síns. Ólafur var mikill og góð- ur heimilisfaðir og faðir dætra sinna og tengdasona. var sérstaklega hjálpsamur og úrræða- góður. hverjum sem til hans leit- aði. Hann var góður bróðir s.vst- kinum sínum öllum.e n samnevti við föður sinn og börn hans hafði Ólafur ekki fyrr en hann var orð- inn uppkominn maður. Hann var góður vinur Guðlaugs stjúpa míns og hélzt sú vinátta þótt Ieiðir skildu. Ólafur hóf störf sín hjá Vestmannaeyjabæ sumarið 1928 eða ‘29. sem verkstióri við griót- mulninesstöð og grjótnám bæiar- ins í Heriólfsdal. Gerðist hanr síð- an ökumaður hjá bænum í nokkur ár, en starfaði lengst af sem sió- veitustjóri eða til ársins 1960. að hann gerðist heilbrieWsfuIItrúi bæiarins, sem hann gegndi til dán- ardægurs. Jafnframt þessu ók hann og hafði umsjón með siúkra- bifreið Rauðakrossins frá því fyrsta i 20 ár samfleytt, en í september í haust eru liðin 22 ár frá því að hann ók fvrstu sænpurkouunni á fæðingardeiIdJna í sjúkráhúsinu. Það eru ábyggilega allir sammála 6SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.