Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Qupperneq 18

Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Qupperneq 18
MINNING Guðrún M. Alberfsdóttir Fædd 4.12.1902. Dáin 29.4. 1970. Eins og að venju, þegar dauð- inn ber óvænt að dyrum, eru mannanna börn óviðbúin, þótt það sé hið eina vissa, sem bíður þeirra. Svo var einnig, er andlát Guðrún- ar Margrétar Albertsdóttur bar að. Hennar innilegu gestrisni hafði ég notið aðeins tveim dögum áður og varð þá eigi annað séð, ©n hún væri heil heilsu. Hún varð hýr á svip, er hún var að segja mér frá nýafstaðinni heimsókn dóttur og hennar fjölskyldu, því þá sá hún yngsta barnabarnið, aðeins á fyrstu mánuðunum. — Það var hennar yndi, eins og allra góðra foreldra, að búa í haginn og hlúa að börn- um sinum og barnabörnum, sem orðin voru níu. Guðrún var Austur- Húnvetningur, en fluttist hingað til Suðurlands. Hún giftist góðum dreng, Valdimar Sigurjónssyni í Hreiðri í Holtum, sem þá hafði haf- ið búskap á föðurleifð sinni. Verka hringur hennar varð sem annarra húsmæðra í sveit, sem sé: ein- yrkjabúskapur og önn fyrir börn- um og búi. Tvímælalaust hefur hún gengið að hverju verki heils hugar og með dugnaði. Börnin urðu fimm og fengu þau menntun hvert á sínu sviði. Ann- ar sonurinn nam veðurfræði og dæturnar nutu húsmæðrafræðslu. Öll eru þau manndómsfólk og skipa vel sinn sess. Þau eru: Sig- urjón, bóndi á Glitstöðum í Norð- urárdal, Albert, veðurfræðingur, búsettur í Hafnarfirði, Laufey, hús- freyja í Hveragerði, Valgerður hús- freyja á Egilsstöðum á Völlum og Jóna húsfreyja í Raftholti í Holt- um. Þau hjónin, Guðrún og Valdimar brugðu búi er börnin voru upp- komin og á förum að heiman. Ætla ég, að það hafi þeim hvorugu ver- ið sársaukalaust, en þau voru bæði farin að lýjast og munu ekki hafa treyst sér til að halda í horfinu. Keyptu þau lítið hús í Hafnarfirði og þar höfðu þau búið snoturlega um sig. Nö var ötlit fyrir, að Guð rún gæti sinnt sínum hugðarefn- um, en þau voru margvísleg. Má þar til nefna handavinnu margs konar og lestur góðra bóka. — Þetta er sá munaður, sem margar sveitakonur hafa þráð, en hafa ekki getað veitt sér nema af skorn- um skammti. Ekki fyrr en börnin eru farin að eiga með sig sjálf og sveitabúskapurinn hefur verið lagð ur á hilluna. Á heimili Guðrúnar var gott að koma, enda komu þar margir. — Það stafaði ætíð hlýju ög þeim þokka á móti gestinum, sem einun^is góðar konur megna að setja þar á. Stofublómin sýndu elju hennar og nærfærni, sem hún taldi sig þó ekkert þurfa fyrir að hafa. En Guð- rún var sprottin ör þeim jarðvegi, þar sem listfengar og hagar hend- ur voru að verki, ásamt óvenju- legri löngun til að prýða umhverfi sitt. Á ég þar við móður Guðrön- ar, sem eftir ritgerð frö Húldu Stefánsdóttur að dæma í „Heima er bezt,[, hefur skarað frarn ör sinni samtíð á þessu sviði, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Með þessum fátæklegu línum kveð ég Guðrúnu Margréti Al- bertsdóttur og bið henni farar- heilla. Það eru ekki einungis eig- inmaður hennar og afkomendur, sem eiga um sárt að binda við hið sviplega fráfall hennar, heldur einnig venzlafólk hennar og vinir. Ágösta Einarsdóttir. Við andlátsfregn Guðrúnar Mar- grétar Albertsdóttur. Hugar líf að lífi, leitar sál að frið. Von gegn harm þó hlffi, hikar trúin við. Hvert ber sterkur straumur stráið, sem nú hvarf? Hvar ræðst dagsins draumur? Dvínar fórn og starf? Ómar endurminning, eitthvert heimtar svar. Lífsins Ijúfa kynning lýsti brautirnar. Skal þá dökkvann dökkva draga fyrir sól? Skal í næturnökkva nístast von sem kól. Allra helgust hilling hefur gefið svar. Vona fegurst fylling friðar sálirnar. Ofar öllum harmi ylrík kærleikssól, bægir sorg frá barmi, býður öllum skjól. „Lífs um Ijósar hallir liggur brautin þín. Kom þú, allir, allir, innar nær til mín. Vitið, með í verki verður höndin sterk. Undir mínu merki mun hvert göfugt verk. Veraldar á vegi virðið dauðann hlið. Leynd mót ljósum degi liggja ókunn svið. Fórn og starf mun standa, styrkur kærleiksvís í bygging huldra handa helgri Paradís11. Einn úr hópnum. 18 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.