Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 20
verður hans lengi minnzt og sakn-
að.
í einkalífi sínu naut Matthías
mikillar hamingju, þótt hún yrði
ekki áfallalaus. Fyrri konu sína —
Helgu Helgadóttur Péturssonar,
missti hann unga frá tveim son-
um þeirra á barnsaldri. Þeir tím-
ar voru honum mikil þrekraun,
en úr bættist er hann kvæntist
seinni konu sinni, Ásgerði Einars
dóttur Arnórssonar, sem gekk son
um hans í móðurstað og á þann
hátt að á betra verður ekki kosið.
Þau Matthías og Ásgerður eignuð-
ust einn son, en annan átti hún
frá fyrra hiónabandi. Sambúð þess
arar fiölckvldu varð með beim
bæíti að til var tekið. oe mátti
vera möreuin tii fvrirmvndar. Og
þar hlotnaðist Matthíasi sú ham-
ineia sem bezt er oe varanlegust.
Nú eru b“ssir drengir vaxnir úr
grasi og allir lfklegir til mikils
manndóms.
Hlutur Ásgerðar í lífsferli
Matthíasar varð svo mikill að ekki
má ógetið vera þegar bans siálfs
er minnzt. Og þó varð báttur henn
ar hvað mestur er leið að pndaTok-
um samvistanna og með beim ágæt
um sem vert er að minnast.
Guðni. Þorláksson.
t
Sennilega hefur aldrei neinn
maður verið vinsælli né meira virt
ur í Reykjavík en Matthías Einars
son læknir. einkum á fyrstu árun-
um eftir inflúensufaraldurinn
mikla haustið 1918. Sízt er orð-
um aukið. að alm""uingur hafi
haft tröllatrú á starfsþreki og
lækningamætti Maftuíoí-cT var
ekki vandalaust að vaxa upp sem
einkasonur slíks manns í bæ. þar
sem allir þekktu alla. En Mattbías
yngri var þeim vanda vaxinn. Eðli
hans og skaphöfn voru slík, að
hann vann sér hvarvetna vinsæld-
lr vegna eigin verðleika á meðal
samaldra og félaga. E.t.v. skorti
hann hörku til að hæfileikar hans
nytu sín til íulis, en í hennar stað
kom meðfæddur þokki, sem entist
honum til óvenjulegrar mannhyli.
Hugur Matthíasar Matthíassonar
mun hafa staðið til þess að verða
læknir eins og faðir hans. Úr því
varð ekki, og töldu ýmsir að lækn-
ismenntin hafi þar misst ágætan
iðkanda. Mannkostir Matthíasar
fengu engu að sfður notið Sín.
Hann varð maður farsæll í starfi
og velmetinn alla ævi. Náinn kunn
ingsskapur okkar stóð einungis
Skamma hríð, þ.e á meðan við vor-
um samtímis í skóla. Síðan lágu
Jeiðir á misvíxl, eins og verða vill
um þá, sem mörgu hafa að sinna.
En þótt nú sé Iiðin nærri hálf öld
frá því, að við sátum saman á
Skólabekk. þá hef ég síðan kynnzt
fáum mönnum geðfelldari en Matt
híasi Matthíassyni.
Bjarni Benediktsson.
t
Matthías Matthíasson andaðist
28. f.m. eftir harða sjúkdómsbar-
áttu.
Hann fæddist 12. marz 1907 i
Reykjavík og voru foreldrar hans
kunnu læknishjón, Matthías Ein-
arsson og Ellen Matthíasdóttir Jo-
hannessen.
Matthías lauk stúdentsprófi árlð
1927 og las síðan læknisfræði við
Háskólann í noikkur ár, en hætti
námi vegna vanheilsu.
Matthias var tvíkvæntur. Fyrrl
kona hans var Helga Kristln, dótt-
ir Helga Péturs. Þati giftust árið
1936 og áttu saman tvo sonu, Matt-
hías, f. 1937, og Einar, f, 1942.
Helga andaðist árið 1944, er> svn-
irnir ólust. upp í fððorhúsum. Matt-
hías kvæntist aftur 7 júnf 1947,
Ásgerði Einarsdóttur. próiessors
Arnórssonar og er sonur þeirra
Haukur. f. 1948. Með þeim ólst
einnig upp fá 8 ára aldri, Einar
Logi Einarsson. sonur frú Ásgerð
ar frá fyrra hjónabandi.
Allir eru þessir ungu og efni-
legu menn kvæntir og fluttir úr
foreldrahúsum, nema sá yngsti
þeirra.
Heimili þeirra var alla tíð hér
I bæ, en að sumri til var annað
heimili þeirra að Arnarfelli í Þing
vallasveit, en þar rak Matthías bú-
skap lengi framan f.
Systur Matthfasar eru þær Maria
kona Sverrls Ragnars á Akureyri
og Louisa listmálari sem búsett er
í New York og gift Bell lisitmál
ara þar.
Kynni okkar Matthíasar ná yfir
nær fimmtíu ár. Fyrst sem leikfé-
lagar á Hverfisgötunnl, síðan
íþróttum_ f Áranannl, á skíðum,
fyrst í Öskjuhlíðinni og síðar á
fjarlægari slóðum og að síðustu
og lengst í stanfi hjá sama fyrir-
tæki.
Nær það tímabil yfir rétt þrjá-
tíu og fimm ár, en Matthías réð
ist til Lífryggingadeildar Sjóvá-
tryggingarfélagsins sem yfirum-
boðsmaður strax við stofnun henn-
ar 1. desember 1934. Gegndi hann
því starfi ásamt ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum og á síðastliðnu
ári var hann ráðinn starfsmanna
stjóri félagsins.
Matthías var ágætur félagi þótt
harðhentur gæti verið í leik. f
starfi var hann heilsteyptur og
traustur og ætlaðist til þess að öll
störf væru leyst af hendi af trú-
mennsku.
Hann var mjög hagsýnn o? verk
laginn og kynntist ég því bezt
þegar húseign félagsins í Ingólfs-
stræti 5 var skipulö»?> oe innrétt-
uð árið 1957 og síðan þegar af
greiðslan á 1. hæð var tekin í notk-
un á 50 ára afmæli félagsins. Allt
stóðst þar áætlun. Eftirlit og um-
sjón mrð verknm þessum voru að
sjáfsögðu aðeins aukastörf hans
en ég nefni þetta sérstaklega, því
verk'ð lofar ruejstarann.
Matthtas gat verið skapstór og
sagði meinmgu sina, jafnt við háa
sem lága, án nokkurrar tæpitungu.
Etnmitt fyrir þetta var hann virt-
ur nf öllum, sem kynntust honum
náið.
Fg hef ávallt talið Matthías sem
vin mitt, ágætan ráðgjafa : ýmsum
málum og hinn ágæasta samferða
mann.
Þrek hans, hæði andlegt og lík-
amlegt, var mikið. Hann gekk
sjaldan heill tll skógar og var sjúk
tir maður síðustu tvö árin.
Ég þalkka löng og góð kynni og
veit, að ég má mæla ba.r ;afnt fyr-
ir konu mína og samverkaifólk.
Guð blessi eiginkonu hans og
hans stóru fjölskyldu.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi.
Stefán G. Bjömsson.
f
Við erum minntir á það, nú,
hvað í hvað, samstúdentarnir frá
1927, að nóttin fylglr deginuim, að
„allt Vibur að sama punkt“. Fyrir
skömmu fylgdum við Eiríki Ein-
arssyni aikitekt til grafar, þeim
hjartalhlýja bróður voraiim og í dag
er það Matfihías MatthíS9on deild-
Eijóri hjá Sjóvátryggingarfélagi
ands, sem fcvaddur er.
20
'SLENDINGAÞÆFTIR