Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Side 6
góð kona, gædd miklum dugnað.i
Og hverjir getá gleymt Amalíu
systur þeirra, sem henni kynntust?
Skemmtilegu og glæsilegu hús-
freyjunni á Vatni, Víðimýri og
Víðimel, fórnfýsi htnnar og hjálp
semi, er hún m.a. veitti forstöðu
stórveizlum víðs vegar um Skaga-
fjörð. Vil ég með línum þessum
votta henni virðingu mína og þökk
fyrir ótal margar skemmtilegar
samverustundir og alla hjálpsem-
ina mér til handa.
Minnisstætt er mér erfi Guðrún-
ar húsfreyju á Víðivöllum. Var það
haldið á heimili hennar, með veg
legri matarveizlu í „Skagfirðinga-
búð“, gert eftir hennar eigin fyrir-
mæluim. Var þar samankomið mik-
ið fjölmenni.
Lilja naut góðrar og hagnýtrar
menntunar til munns og handa
bæði á Akureyri og í Danmörku.
Var hún gædd óvenjulega fjöl-
þættum eiginleikum — efni í marg
ar afburðakonur. Heimilishjúkrun
og hjálp í viðlögum, lærði hún
m.a. í Danmörku og í heimabyggð
sinni vakti hún við margan dánar-
beð að lina þrautir og gefa sorg-
bitnu og niðurbrotnu fólki stvrk,
og oft varð iþað hlutskipti henuar
að annast ljósmóðurstörf, ef á
þurfti að halda og aðstoða héraös
lækni við ýmsar aðgerðir í heim'a-
húsum. Mátti telja hana efni í kær-
leiksríka og fórnfúsa hjúkrunar
konu.
Búi bróður síns veitti hún for-
stöðu — var ráðskona hans — um
langt skeið, þar til hann kvænt-
ist. Kom þá í Ijós hagsýni hennar
og höfðingslund sem húsmóður.
Lilja var með afbrigðum fær garð-
yrkjukona, eins og hinn glæsilrfgi
og stóri skrúðgarður á Víðivöll-
um bar vott um. í þeim fagra
garði munu augu og skilningur
margra íslendinga hafa opnazt fyr
ir því, hvað hægt er að rækta í
íslenzkri mold og einnig hvað ís-
lenzku hagaiblómin eru fögur og
fjölbreytt. Stutt, en skemmtileg
og lærdómsrík garðyrkjunámskeið
voru oft þar, og munu flestir er
nutu þeirra minnast Liliu og Víði-
valla með miklu þakkiæti. Víði-
vallaheimilið bar hátt við loft á
sviði heimilisiðnaðar. Þar voru oft
samtímis í gangi prjónavél, vef-
stóll og spunavél. Lilja var lærður
og vandvirkuT vefari. Kenndi hún
eitt sinn vefnað í Kvennaskólanum
á El&vduósi. Prófdómarastörf hafði
hún með höndum í mörg ár við
húsmæðraskólann á Löngumýri og
kenndi þar matreiðslu í þrjá vetur
og var þar einnig yfirfóstra við
barnaheimili. Öll störf hennar á
Löngumýri auðkenndust af sam-
vizkusemi og skarpri dómgreind.
Hún var víðlesin og stálminnug —
alltaf boðin og búin að miðla öðr-
um af þekkingu sinni og lífs-
þroska. Frásagnarhæfileiki hennar
var góður, enda var hún vel rit
fær og hagmælt.
Lilja átti einn fósturson, Friðjón
Hjörleifsson frá Gilsbakka, hins
gáfaða og víðkunna hagyrðings.
Reyndist hún Friðjóni sem ástrík
og umhyggjusöm móðir, og hann
endurgalt það sem góður sonur.
Þau byggðu nýbýlið Ásgarð og
bjug'gu þar. Við Ásgarð voru
bundnar margar skemmtilegar
framtíðarhugsjónir og margt frum
legt, því Lilja ar hugkvæmnari en
gengur og gerist, en því miður var
þröngur fjárhagur Þrándur í Götu
gegn því að framkvæma allar hug-
sjónir hennar þar.
Lilja var ætíð mikill barnavin-
ur. Sýndu það m.a. hinar fjöl-
mennu barnaskemmtanir hennar
og veizluhöld í samban'di við „töðu-
gjöldin í Ásgarði", — þá var hún
húsmóðir á Víðivöllum, en átti ný-
ræktartún skammt frá hinum
fornu Örlygsstöðum og „Lukku“
garði séra Péturs, föður Péturs
biskups og þeirra merku systkina.
Já, skagfirzku börnin komu glöð
og þakklát heim til sín frá töðu
gjöldunum í Ásgarði — ætíð með
fagra blómvendi, er fluttu ilm
hins fagra garðs og fegurðaráhrif
hans inn á heimili barnanna.
Ldlju voru falin ýmis opin-
ber trúnaðarstörf fyrir Skagafjarð-
arsýslu m.a. umferðarkennsla í
garðyrkju og núsmóðurstörf í Skag
firðingabúð á Þingvöllum 1930.
Var Skagfirðingabúð skreytt með
fögrum blómum úr Víðivallagárði
ásamt skagfirzkum vefnaði, er
gerði þetta félagsheimili vistíe'gt
og aðlaðandi. Lilju var oft sýnd
ýmiss konar sæmd, bæði gerðu
það Skagfirðingar og ríkisstjórn,
— en „orðuveitingar“ stigu Lilju
lítt til höfuðs, — fremur en móð
ur hennar. Ekkert var það ein-
'kennilegt þótt Ví?,í”'’llaheimilið
væri valið öðrum sveitabeimium
fremur til móttöku tiginna, er-
lendra gesta. bæði í húsmóðurtíð
Lilju og Helgu Sigtrygesdóttur.
Þær voru báðar húsmæður er
gerðu fslandi sæmd og vissulega
var göfugmennið Gísli á Víðivöll-
um góður fulltrúi íslenzkra
bænda.
Og nú segi ég við þig Lilja vin-
kona: Hjartans þakkir fvrir stórar
andlegar giafir til mín og annarra
Skagfirðinga. Það er löng leið frá
því að ég kveðji þig með „hinztu
kveðju“, og ég segi ekki heldur
við þig, „sof þú í ró“, því vissa
mín segir að kærleiksríkar og
hjálpfúsar hugsjói.ir þínar halda
áfrarn að vaka í landi ódauðleik-
ans.
Guðsfriður og fögnuður um-
vefji þig alla tíð.
Ingibjörg Jóhannsdóttir
frá Löngumýri.
t
6
‘SLENDINGAÞÆTTIR