Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 4
Minningarorð. Flutt á fundi i Rotaryklúbbi Hafn- arfjarðap 16. júlí 1970. í dag fer fram útför Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra konu hans og dóttursonar. Um hið sviplega fráfall þeirra, og sem gamall nemandi Bjarna og samstartsmaður um skeið og sam- þegn, vil ég segja þetta: Sorgin ber sífellt að dyrum. Svíða þá undirnar djúpar. Við helfréttir hjörtun þau blæða. Húmar þótt bjart sé að degi. Áfallið ættingja lamar. Öll þjóðin grætur í hljóði. Foringi og forsvari landsins er fallinn með konu og sveini. Eldurinn logaði i austri eyddi og brenndi í skyndi heill og hamingju margra. Hann olli slysinu stóra. Manni mikilla kosta, merkum af starfi og viti, leiðtoga lítiHar þjóðar logarnir fjörtjónið veittu. Fremstur var' löngum í fylking. Frábær í kennsiu og rökum. Um athygli ekkert skorti. Átti sér jafningja fáa. Vaskur og vopnfimur þótri. Vindarnir um hann því léku. Skapið vel skörungi hæfði. Skelfdi í orðasennum. Ábyrgð hann axlaði þunga, enda var stór í sniðum. Fann sig orkuna eiga ætflandi sínu að þjóna. Mannforráð hlaut og mi'kil. I Slysið á Þingvöllum aðfaranótt 10. júlí 1970. Það hljóðnar allt um hæð og fjörð er hetjur prúðar falla að jörð. Við Skiljum ei þann skapadóm, þau Skuldarorð, þann dapra Mjóm. Við sáran heyrum sorgar óm nú syngja fuglar döprum róm, í harmi drúpa háreist fjöll, aí hjarta syrgir þjóðin ÖH. t Mörgu á braut hrundi. Stóð ódeigur í stafni við stjóm á þjóðarknerri. Eiginkonuna átti, örugga, trausta og sanna. Bjarta í blíðu og stríðu. Blóm þeim uxu á vegi. Sagan með sínum hSfctti sifellt fer og kemur: „Ung gafst ég ágætum manui. Ævinni ljúkum við saman“. Ungur sveinn með afa og ömmu tíðum dvaldi. Augasteinn þeirra og yndi. Ylgeisli sérhverja stundu. Fór með þeim ferðir ýmsar. Fræddist, giaddi og skemmti. Una mun með þeim eldri áfram á Ijóssins vegum. Óhappið ógnþrungna gerðist á okkar helgasta svæði. Þar fegurðin býr og fjöllin, fossinn og Almannagjáin. Eldur þar einnig ríkir. Óveður geisa stundum. Svipað er saga þjóðar úr sólskini og dimmunni ofin. Lokið er lifs hér ævi. Lögmálum verður að hiíta. Sólin á sumardegi signir þau, er dóu. Minningin myndrík lifir. Margir um sárin binda. Guð, er gróðurinn skapar, gefðu okkur fleiri sem Bjarna. Drottinn blessi hin látnu og varð veiti, en gefi okkur lifcn, sem lif- um. Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg. Hver váleg frétt er sífellt sár í sorgarheimi falla tár. Hver gæfudís í geði hljótt mun gráta þessa Júlínótt. Á sorgarstundum veik er vöm, þá verða fl'estir eins og börn. Þá bjart og fagurt bænarmál er bezta lækning þjáðri sál. Ég sé í anda ykkur þrjú, er áttuð saman von og trú, hve sæl þið leiðist hönd í hönd um himins björtu dýrðar lönd. Jóhannes frá Asparvík. Bjami Benedikt'sson íorsætjs- ráðherra og eiginkona hans, Si®- ríðúr iBjömsdóttir og dóttursonut þeitira, Benedikt Vilmundarsoþ, verða jarðsungin frá Dómkirkp unni í Reykjavík í dag. Alþjóð er kumnugt um þann harmþrungna atburð sem átti sér stað á Þingvöllum aðfaranótt hins 10. júlí og varð þeim hjónum og bamungum dóttursyni þeirra að aldurtila. Ég veit, að samstarfsmenn Bjarna Benediktísonar og aðrir er góð skil kunna á ævistarfi hans munu minnast hans í dag. Það er því ætlun mín að skrifa hér nofckur orð í minningu konu hans, Sigríðar Björnsdóttur frá Ánanaustum í Reykjavík. Frú Sigríður Björnsdóttir fædd- ist í Ánanaustum 1. nóvember 1919, dóttir hjónanna Önnu Páls- dóttur og ^jörns skipstjóra Jóns- sonar í Ánanaustum. Þau Anna og Björn eignuðust þrettán börn er öll náðu fullorðins aldri, sem þá var fátítt hjá svo barnmörgu fólki meðan ekki þekktust þau nútímalyf, sem koma í veg fyrir barnadauða af völdum farsótta og annarra sjúkdóma. Björn faðir Sigríðar var með aflasælustu skipstjórum hér við Faxaflóa, öðlingsmaður og höfð- ingi í lund, ávallt með valið lið um borð í skipi sínu, enda var það ekki heiglum hent á þeim tíma að koma upp svo stórum barnahóp og af þvílíkri rausn og hann gerði ásamt simni mikilhæfu konu, Önnu Pálsdóttur. Þau Anna og Björn menntuðu börn sín eftir því sem hugur þeirra stóð til. Sig- ríður gek'k í Kvennaskólann í Reykjavík og síðar í hússtjórnar- skóla í Svíþjóð. Björm skipstjóri byggði með Kristni skipasmið, bróður sínum, sem 'kvæntur var Jónínu, systur Önnu konu hans, reisulegt hús í Ánanaustum, þar sem hinn stóri barnahópur þeirra hjóna óx úr grasi, því þá var Vesturbærinn sannarlega grasi gróinn, þó að fjar an og liafið 9etti sinn svip á um- hverfið í ljóma sumarsins og brim gný vetrarins. Bömin í Ánanaustum hlutu traust uppeldi og vinsældir meðal ættingja og vina. Barnalánið hefur efalaust verið þeim Birni og Önnu mi'kill styrkur i þeirra umfangs- mikla ævistarfi. 4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.