Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Page 5
„Sorgin igleymir engum“, segir Tómas skáld í þjóðvísu sinni, og það leið ekki á löngu að mikill harmleikur gerðist í l'ífi þeirra hjóna, þvi skyndilega var höggvið stórt skarð í barnahópinn. Með stuttu millibili missa þau sex af börnum sínum. Fyrst Unni, gifta konu, 1937, síðan Anton, íþrótta- kennara, einnig kvæntan, sem fórst með vélskipinu Hilmi í kennsluferð vestur á land. Hann lét eftir ;sig son, Markús Örn, ný- kjörinn borgarfulltrúa. Ekki liðu nerna nokkrir mánuðir þar til Ægir heimtaði ný sonangjöld af þeim Birni og Önnu. Tveir synir þeirra, Björgvin stýrimaður og Guðjón bróðir hans aðeins 18, ára farast báðir með togaranum Max Pemper ton i lok stríðsins 1944, að lokum misstu þau næst elztu dóttur sína, Sigurbjörgu, gifta konu og móður, árið 1946. Þrátt fyrir ailt þetta mikla mót- læti stóðu þau Björn og Anna eins og klettar úr hafinu og létu ekki holskeflur sorgarinnar bera sig af leið. Bjarni Benediktsson og Sigríð- ur Björnsdóttir voru gefin saman i hjónaband 18. desember 1943. Engum sem til þekkti gat dulizt það að hjónaband þeirra var far- sælt og hamingjusamt allt til ævi- loka, þótt líf þeirra væri ekki alltaf dans á rósum. Bjönn í Ánanaustum, faðir Sig- ríðar, sem þá var reyndar fluttur 1 hús sem hann byggði á Sólvalla- götu. dó 9. ágúst 1946. Bjarni Benediktsson reyndist þeim Birni og Önnu strax frá upp hafi ástrrkur tengdasonur og lét sér mjög annt um Önnu, tengda- móður sína ,eftir að hún varð ekkja. Ég minnist Sigríðar, sem ungr- ar, tápmikillar og glæsilegrar stúlku, sem var vinsæl í sínum vinahóp. Eftir að hún giftist Bjarna Benediktssyni varð hún vegna starfa hans að sinna ýms- um opinberum störfum, sem kröfð ust skilnings og háttvísi og ber öUum saman um að hún hafi leyst þau störf af hendi með miklum sóma. Áður en lengra er haldið vil ég ekki brjóta þá íslenzku hefð að geta að nokkru þeirra ættstofna er að Sigríði stóðu. Föðurafi Sigríðar, Jón Björns son, útvegsbóndi í Ánanaustum íluttist norðan úr Skagafirði tll Reykjavík”r. m hafði nokkra við- dvöl í Borgarfirði og kynntist þar Hildi Jónsdóttur, er síðar varð kona hans. Hildur var dóttir Jóns Böðvarssonar í Fljótstungu í Hvít- ársíðu og konu hans, Margrétar Þorláksdóttur. Bróðir Hildar var Einar Jónsson, föðurafi Stefáns Jónssonar, hins vinsæla unglinga- bókahöfundar. — Margrét missti mann sinn, Jón Böðvarsson árið 1838, en hélt áfram búskap i Fljóts tungu, giftist tveimur árurn síðar Böðvari Jónssyni, ættuðum úr Norðurárdal og átti með honum tvo sonu, Guðmund, sem dó ókvæntur og barnlaus og Helga, föður Guðjóns í Laxnesi í Mosfells sveit. Móðurætt Sigríðar var öll úr Árnessýslu. Páll afi hennar var son ur Stefáns Þorlákssonar hrepp- stjóra í Neðradal í Biskupstung- um. Hann lézt á bezta aldri, aðeins 35 ára gamall. Auðbjörg, kona hans, stóð þá ein uppi með fjórar ungar dætur. Þrjár þeirra voru teknar í fóstur af föðurbræðrum sínum í Biskupstungum og Hvassa hrauni á Vatnsleysuströnd. Anna móðir Sigríðar, var yngst þeirra systra og ólst hún upp hjá móður sinni, sem fluttist að Auðsholti 1 Biskupstungum. Börn þeirra Björns og Önnu, sem eftir lifa, eru: Ásta, gift Hirti Hjartarsyni, Jón kvæntur Jennýju Guðlaugsdóttur, Hildur, ekkja Gisla Kærnested, Páll, kvæntur Ólöfu Benediktsdóttur, Auðbjörg, gift Guðmundi Benediktssyni, Har- aldur, kvæntur Þóru Stefánsdótt- ur og Valdimar, kvæntur Stein- unni Guðmundsdóttur. Systkini Sigríðar, sem eftir lifa, tengdafólk, frændur — og aðrir vinir hennar, sakna þeirra hjóna og dóttursonarins unga sáran — og harrnia örlög þeirra, en harmur barna Bjarna og Sigríðar er meiri en orð fá lýst. Huggunarorð ná skarnmt þegar slík feikn gerast, en vonandi tekst börnum þeirra að lokum að græða sorg sína í minningunni um ástríka foreldra, sem vildu þeim hið bezta i hví- vetna. Börn þeirra Bjarna og Sigríðar eru: Björn, fæddur 1944 og stund- ar laganám við háskólann, kvænt- ur Rut Ingólfsdóttur, Guðrún, fædd 1946, starfar í banka, Val- 'gerður, fædd 1950 og er við nám í B.A.-deild háskólans og Anna, fædd 1955, nemandi. — Benedikt Guðný Jónsdóttír Framhald af bls. 28 tf, vita að vart finnst traustars fólk. Eftirlifandi systkini Guðnýjar eru: Lovísa gift Stefáni Einarssyni starfsmanni hjá Lýsi hf. í Reykja- vík. Þau eru búsett í Kópavogi. Sig- urður, starfsmaður hjá Lýsi hf. Hann var giftur Hildi Halldórsdótt ur en missti hana árið 1945 frá tveim 'ungum drengjum, og Guð- jón, sem er bóndi á ættaróöalinu í Flatey. Látin er fyrir fjórum ár- um Steinunn, sem bjó með bróður sínum og systursyni í Flatey. Guðný lætur eftir sig ljúíar minningar hjá öllum þeim, sem henni kynntust, og verður söknuð- urinn ekki minnstur hjá yngstu kynslóðinni, barnabörnunum og þeim börnum sem voru hjá henni mörg sumur á Gerði. Ég og kona mín sendum Guð- nýju og Vilhjálmi innfegustu þakkir fyrir hönd sona okkar, Snorra og Sturíu Þórs, sem dvöld- ust þar r mörg sumur. Að þeirri dvöl munu þeir lengi búa, enda voru þau hjón samhemir lifsföru- nautar, sem sameiginlega lögðu rækt við að rnóta barnshugann og gerðu ekki greinarmun á, hvort börnin voru þeirra eigu eöa arm- arra. Vinir og vandamenn úr fjar- lægð biðja um styrk til handa ViT- hjálmi, börnum þeirra Guðnýjar, tengdabörnum og barnabörnum í sorg þeirra Guðmundur Snorrason. Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu, 4 ára að aldri var óvenjulega efnilegt barn, son- ur Valgerðar og Vilmundar Gylfa- sonar. Ættingjar Sigríðar færa þeim hjónum og dótturs.yni þeirra hinztu kveðjur sínar og þakka þeim allt hið liðna. En tímans fljót rennur áfram og við berumst með straumnum unz bát okkar ber að landi ókunn- ugrar strandar og klukkum verð- ur hringt, eins og í dag. Frændi Sigríðar, skáldið í Gljúfrasteini, kemst þannig að orði í kvæðinu góða, „Stóð eg við Öxará“. „Mín klukka, klukkan þín, kallar oss lieim til sín“. Reykjavík 16. júlí 1970 Skúli H. Magnússon. ÍSLENDINGAÞÆTTIR S

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.