Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 12

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 12
MINNINC Jórunn Ásmundsdóttír Frá Efstadal Jórunn fæddist 5. okt. 1880 og dó 11. júní 1970 og var því á nítugasta aldursári. Foreldrar Jórunnar voru merkishjónin Magn hildur Magnúsdóttir og Ásmundur Þorleifsson, sem bjuggu allan . sinn búskap í Efstadal. Jórunn ólst upp í foreldrahús- um og mun lítið hafa farið að ' heiman nema til verklegs náms, meðal annars lærði hún fatasaiim, sem hún stundaði allmikið. Árið 1912 giftist hún Sigurði Sigurðs- syni, sem þá bjó á Iðu í Biskups- tungum með móður sinni og syst- ur, sem báðar hétu Margrét. Þau voru Skaftfellingar, frá Hæðar- garði í Landbroti. Vorið 1914 fluttu þau hjón Jórunn og Sigurð 'ur að Efstada] í sambýli við syst- ur Jórunnar Theódóru og mann hennar Indriða Guðmundsson. Líka bjuggu foreldrar þeirra systra á sneið af báðum hálflend- unnm. Sigurður og Jórunn bjuggu í Efstadal til vorsins 1939 að þau Jón sér vel ljóst hvað verða vildi. En fram að því síðasta var hann samur við sig. Á níutíu ára afmæl inu má segja að hann hafi neytt síðustu krafta, og sat í hópi fjöl- skyldu og vina, gleðig.jafi sem fyrr. Þá var margt um manninn, því Jón var maður sem ekki gle.ymdist vinum sínum. Á lítið blað var þessi vísa þá skrifuð til hans af heilum hug: Þó að andi aftanblær ekki þynnast vinaraðir. Okkar börnum ertu kær og elskulegur tengdafaðir. Og nú þegar skilnaðarstundin er runnin, er mér efst í huga þakk læti til þessa sómamanns, sem nú hefur lagt í hina miklu för. Og enga á ég ósk betri íslenzku þjóð- Iífi til handa en að það eignist sem flesta syni og dætur honum lik. Hanna Haraldsdóttir. fengu sonum sínum, þeim Ás- mundi og Sigurði jörð og bú 1 hendur, og stóð Jórunn fyrir búi með þeim fyrstu árin. Þau hjón eignuðust átta börn, það fyrsta dó á fyrsta ári, hin eru þessi eftir aldursröð: Ásmundur, bílstjóri í Reykjavík, ókvæntur, Sigurður, bóndi í Efsta- dal, kvæntur Guðrúnu Snæbjörns dóttur, Steinunn, gift Garðari Óla- syni, búa í Reykjavík, Magnús bil- stjóri í Reykjavík kvæntur Mar.íu Sigurðardóttur Ingvar bílstjóri í Reykjavík kvæntur Guðlaugu Þór arinsdóttur Björn bílstjóri í Rey-kjavík kvæntur Ársól Árna- dóttur Magnhildur gift Sigurði Jónssyni lögregluþjóni í Reykja- vík. Þau hjón Jórunn og Sigurður, voru bæði óvenju dugleg og vinnu- söm og fórnuðu heimili sinu öll- um stundum. enda var vinnudag urinn oftast langur. Sigurður var mjög áhugasamur um umbætur á jörðinni. Hann vann ákaflega mik- ið að áveitum, sem var mörg mik- il vinna með handverkfærum ein- um, en gjörbreytti aðstöðu til hey- öflunar, sem var erfið og reytings söm. Sigurður var sérstaklega mik ill verkmaður, afburða sláttumað ur, og þá kunni hann að láta skófl una lúta vilja sínum. Hætt er við, að nútímakonu þætti ekki efnilegt að taka við verkunum hennar Jórunnar, eins og þau voru þegar ég kynntist þeim fyrst. Húsakynnin voru léleg og köld, léleg eldavél, eldiviður- inn mest skógarviður, oft blautur og rifinn upp úr snjóskafli á vet- urna. Vatnið var sótt í fötum í brunn á túninu, bæði í fólk og fénað, ekkert frárennsli úr bæn- um. Árið 1929 var lögð vatns- leiðsla sjálfrennandi 1 báða bæi og fjós og skömmu seinna fékk Jór- unn ÁGA-eldavél. Þetta voru stór spor í óttina, viljinn var fyrir hendi þegar fjárhagurinn leyfði. En árið 1939 var byggt nýtt og vandað íbúðarhús með öllum þeirra tíma þægindum, fjós og stór heyhlaða auk þess vatnsafis- stöð til ljósa, suðu og upphitunar fyrir báða bæi. Þetta var stórt átak á einu ári og var mátulega að veríð áður en stríðið skall á. Jórunn var óvenjulega afkomu- söm við öll verk, og var hún þó ekki heilsusterk á tímabili. Einn vetur þurfti hún að dvelja á Víf- ilsstaðahæli, en hún komst yfir þann sjúkdóm til fulls. Hún haíði létta og góða lund, og var fram- koma hennar jafnan bætandi, hvar sem hún beitti áhrifum sínurn. Iíún var sérstaklega umhyggju- söm og nærgætin móðir og þá vita allir hvers ömmubörnin mega vænta frá slíkum ömmum. Hún var ein af þeim konum, sem ekki mega aumt sjá. Sérstaklega hafði Jórunn ram an smekk fyrir klæðaburði. Á átt- ræðisaldri sá ég hana svo fína og vel til hafða, að það nálgaðist, að hún væri dömuleg í útliti. Gott var að leita ráða Sigurðar ef sérstakan vanda bar að hönd- um. Orð Ihafði hann yfirleitt ekki mörg, hann taldi sig aldrei neinn leiðtoga eða annarra foringja, en hann gaf ráð af heilum hug og áreiðanlega án þess að beina þeim sér í hag. Sigurður dó árið 1946 heima í Efstadal. Jórunn dvaldi síðustu ár in í Reykjavík hjá dætrum sínum 12 ÍSLENDINGAÞÆÍTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.