Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Side 23
SJÖTUGUR:
ÓLAFUR TRYGGVASON
HUGLÆKNIR
Einn af kunnari íslendingum síð
tistu áratugina er sjötugúr — mað
ur, sem hefur varið miklum hluta
ævi sinnar til þess að lina þraut-
ir og sefa sorgir Tífs og liðinna,
og ástundað samband við herra
Ijóssins af meiri reisn og trúnaði
en flestir aðrir — maðu-r, sem með
líferni sínu hefur sýnt, að hann
getur tærri rödd sungið af innsta
hrjartans grunni:
„Ég trúi á kærleiks
blæinn blíða,
sem birtist, Jesús, fyrst í þér“.
Ólaf Tryggvason huglækni frá
Hamraborg við Akureyri er annars
óþarft að kynna, svo þekktur sem
hann er af lífi sínu og starfi. Og
ætt hans og einstaka æviþætti
kann ég lítt að rekja. En rætur
Ólafs liggja í langgróinni bænda-
menningu, enda Þingeyingur og
gæddur mörgum þeim eðliskost-
um, sem öld fram af öld hafa ver-
ið aðalsmerki okkar beztu manna.
Það sýndi sig líka meðan hann bjó
í sveit —- og það voru ekki svo
fá ár — að hann skorti ekkert til
framkvæmda og fremstu forystu
meðal sveitunga sinna. Hins vegar
grunar mig, að Ólafur hafi ekki
til full's „verið ineð sjálfum sér“
þau árin, er hann var innanbúðar-
maður, enda þótt það væri hjá
KRON og hann heilshugar sam-
vinnumaður!
En æðri kraftur leiddi þennan
að sumu leyti undarlega gerða
sveitamann frá orfi, hrífu og búð-
arborði til æðri starfa á hærra
plani, svo sem þjóðinni er fyrir
Töngu fullkunnuigt um. Huglækn-
^ngar Ólafs i áratugi og til viðbót-
ar merk ritstörf hans síðari árin,
hafa leitt þemnan hógværa og
hjartalítilláta mann til höfðings-
skapar í sveit andlegra leiðtoga á
hinum nærtækasta og viðkvæm-
asta vettvangi. Þeir eru margir,
sem dá Ólaf og telja hann í orð-
úm og athöfn hafa veitt þeim meiri
hlessun en flestir ef ekki allir aðr-
ir menn. Sárar reynslustundir vina
°g vamdamanna, þegar líðan og
ÍSLENDINGAÞÆTTiR
jafnvel líf þeirra nánustu blaktir á
skari gleymast ekki svo gjarna, og
e.t.v. enn síður þá, er rofa tók til
á myrkum sorgarhimni og sól
kornst hæst á loft. Kraftaverk ske
enn í dag. Guðd sé lof. En þau
koima ekki algerlega af sjálfu sér,
hvar og hvenær sem er. Krafta-
verk þurfa vissar lágmarksforsend
ur. Þau hafa ekfci svo fá átt sér
stað fyrir milligöngu og framlag
Ólafs Tryggvasonar, þessa hugum-
stóra boðbera ljóssins og kærleik
ans, sem svo lengi hefur átt stór-
brotna og dýrlega tveggja heima
sýn útfyrir mannleg örlög. og gert
sér svo einstætt far um að veita
þessari náðargáfu sinni út til sam-
ferðamannanna af dæmafárri
dirfsku og karlmennsku. Hann hef
ur auðgað anda sinn og annarra
flestum frem.ur.
En ekkert er fjær Ólafi Tryggva
syni en að láta þakka sér. Hann
hefur alla tíð í lotningu og auð-
mýkt litið á sig sem verkfæri í
hendi alföður. Hins vegar hefur
hann ekki afneitað hlutverki sínu
og nauðsyn þess — ekki farið dult
með skoðun sína á „þöirf almættis-
ins“, ef ég má komast svo synd-
samlega að orði — fyrir meðal-
göngu og sambandsgjöf í ljóskerfi
lífsins, rétt eins og nauðsyn ör-
yggjanna í rafkerfinu, þannlg, að
orkustraumur lífs og ljóss geti
óhindrað náð til yztu marka með
bjargandi og blessandi hjálpráð
síin.
Ekki get ég endað þessi fátæk-
legu orð min af tilefni sjötugsaf-
mælis Ólafs Tryggvasonar án þess
að minnast þess, hversu aðgengi-
legur og aðlaðandi maður hann er
í mikilleik sínum. Suniir, sem ekki
þekfcja til persónuleika Ólafs, en
aðeins álengdar til hinna alvarlegu
verka hans og í hæsta máta ábyrgu
lífsafstöðu, gætu e.t.v. freistazt til
þess að halda, að hann sé einn af
þessum heldur leiðinlegu andstæð-
um hinna glaðbeittu og lifsglöðu
manna, er taka undir vísdómsorð-
in: „Grátandi augu fá aldrei guð
séð“. En Ólafur er allra manna
kátastur og skemmtilegastur í vina
hópi — gersamlega fordómalaus
og sýnt um að eygja hinar bros-
legu'hliðar lífsins ekki síður en
þær alvarlegu. Hann er hafsjór lif-
andi sagna úr mannlífinu i kring
um hann, elskulegur og blátt
áfrarn til orðs og æðis. Það þarf
því ekki að setja upp nein settleg-
heit eða fara í ákveðnar sparistell-
ingar í návist hans. Það er ógleym-
anlegt að eiga með Ólafi kyrrar
kvöldstundir og bergja af nægta-
brunni vitsmuna hans, rökhyggju
og göfgi, sem allt mótast af sér-
stæðrj lífsreynslu hans og heiðri
lífssýn. En veifiskati er Ólafur eng
inn, skapríkur og fylginn sér, vel
máli farinn og ágætlega ritfær,
eins og bækur hans bera með sér,
lyriskur og söngvinn.
Ég færi Ólafi vini mínum þakk-
ir ofckar hjóna fyrir góðar stund-
ir á heimili okkar, þótt færri séu
en við vildum. Óg mér er vist
óhætt að segja, að við, sem lítil'lega
höfum tekið þátt í bænarhreyf-
ingu þeirri, er hann hefur lirund-
ið af stað meðaT fáirra manna enn-
þá, styrkt og leitt, vottum þessum
bjarta talsmanni ljóss og kærleifca
þakklæti og virðingu á merkum
23