Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Page 32

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Page 32
75 ÁRA: HJALTI BENÓNÝSSON FORSTÖÐUMAÐUR, AKRANESI Stutt afmælisspjall Einn af aldamótamönnunum, sem lengi hefur sett svip sinn á Akranes — Hjalti Benónýsson for stöðumaður Hjólbarðaviðgerðar innar h.f. — varð 75 ára þann 17. júní s.l. Hann fæddist að Litla- Kroppi í Flókadal í Borgarfjarðar sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir frá Snóksdal i Dalasýslu og Benóný Jósefsson frá Brúsholti í Flókadal, en þar bjuggu þau hión, unz þau fluttu á Akranes 1901. Þar hefur Hjalti því átt heima í nær 70 ár og man tvenna tímana. Systkini Hjalta voru þrjú, sem upp komust. Jón, lengi formaður í Vestmannaeyjum. Hann var elzt- ur og er enn á lífi. Tryggvi vél- stióri í Re.ykjavík, sem er látinn, og yngst Rósa kona Daníels Friðrikssonar bifvélavirkjameist- ara á Akranesi, sem einnig er lát- in fyrir nokkrum árum. Allt var þetta mesta dugnaðar- og myndar fólk. í tilefni af 75 ára afmælinu átti ég stutt spjall við Hjalta um lið- inn tíma. Hvernig var Akranes fyrir 70 árum? — Lítið og fátæklegt fiskiþorp. Hvergi var um venju'lega götu að ræða, heldur hlvkkjótta stíga, sem einu sinni hafa verið fjárgötur. Bárugatan kom fyrst frá bryggj- unni í Steinsvör og að verzlunum þorpsins. sem stóðu við Bakkatún og neðst við Vesturgötu. Bryggjan í Steinsvör var aðeins kláfbryggja, sem unpskipunarbátar g.va iagzt við. Almennt var búið í tort'bæj- um og tæplega um aðrar bygging- ar að ræða, nema verzlunarhúsin, sem voru sæmileg timburhús. Fólkið lifði aðaile?a á því, sem fékkst úr sjónum, auk þess sem flestir höfðu kindur og eina eða tvær kýr. í Garðaflóanum var mó- tekja, en mórinn var þá aðal orku gjafi Skagamanna og þeirra eina eídsneyti. Efnahagur var bágborinn hjá flestum. Ur þessu tók að rakna með vélbátaútgerðinni á öðrum tug aldarinnar. Meðan skútuöldin var upp á sitt bezta höfðu margir Akurnesingar þar atvinnu sína. Hvað uni skólagöngu á þeim ár- um? — Ég var stuttan tíma í barna- skóla. Kennarar voru Sæmundur Guðmundsson síðar ljósmyndari i Hafnarfirði og Sveinn Oddsson á Akri. Um haustið 1909 var ég svo fermdur af sr. Jóni Sveinssyni. Á vertíð í Garðinum. — Rétt eftir fermingu eða í árs byrjun 1910 fór ég suður í Garð. Var ráðinn þar í skiprúm hjá Hall- dóri Þorsteinssyni í Vörum, en hann er frændi minn. Þegar suð- ur kom, þótti Halldóri ég vera of ungur á sinn stóra áttæring. Hann sótti sjóinn fast og fiskaði mikið og leizt því vitanlega ekki á að hafa þennan strákkettling á hinu stóra skipi og kom mér fyrir hjá MiMjónafélaginu í Garðinum og hjá því var ég þessa vertíð. Ég var ráðinn fyrir 40,- kr. og fritt fæði. En Þórarinn Böðvarsson, sem veitti félaginu forstöðu greiddi mér 50,- kr. Það þóttu mér miklir peningar, enda fyrsta kaup ið mitt á ævinni. Þegar ég kom til Reykjavíkur keypti ég mér glansandi regnkápu á 8,- kr. og man égvel, hversu montinn ég var af flíkinni, enda ekki vanur neinum stássfatnaði. Afgangur- inn af vertíðarkaupinu gekk svo í heimilið, eins og venja var á þeim árum. Hvað tók svo við? — Næstu vertíðir reri ég á ára- bát frá Akranesi. Var lengst á Ein- ari Þveræing, en formaður á hon- um var Jóhannes Sigurðsson á Auðnum. Hann var alla tíð mikill formaður og aflamaður. Glöggur og aðgætinn í alla staði. Hann hafði allt til að bera, sem einkenn-' ir góðan skipstjóra og afbragðs- maður í allri umgengni. Kemur hann mér jafnan í hug, þegar rætt er um fyrirmyndar formenn þeirra ára. Á sumrin var siður að iara í kaupavinnu yfir sláttinn. Var ég nokkur sumur uppi i Hál'sasveit, en síðan heillaði sjórinn mig, einn ig yfir sumarið. Réðst ég á bát, sem gerður var út frá SkáTum á Langanesi, en eigandi hans var Þorsteinn Jónsson útgerðarmað- ur á Seyðisfirði. Var hann kunnur athafnamaður á Austurlandi á þeim árum. Næsta sumar gerðum við Jón bróðir minn út bát frá Skálum, en hann var formaðurinn. Það gerðum við svo á hverju sumri næstu sex áirin. Höfðum við langtum meira kaup með því að gera út sjálfir. Á þessum árum fiskaðist ágætlega við Langanes. Þorsteinn Jónsson keypti aflann af okfclir Hvernig var lífið á Skálum? — Þar var mjög gaman að vera. Framhald á blis. 31- 32 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.