Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 2
ára, þegar hann kunni að nefna
alla landnámsmenn og hvar þeir
námu land og oft síðar minnt-
umst við þessa leiks.
Svo liðu árin. Litli, fallegi
frændi óx úr grasi og fór í skóla.
En sorgin barði snemma að dyr-
um, því að vorið, sem hann var að
taka stúdentspróf, missti hann föð
ur sinn skyndilega og á bezta
aldri. Það var mikið högg fyrir ung-
an og viðkvæman mann og kannski
greru þau sár aldrei til fulls. En
svo birti aftur í lífi Hauks, er
hann gekk að eiga Margréti
Schram, sem varð hamingja hans
og stoð.
í dag finnst mér svo stutt síðan
við fögnuðum á brúðkaupsdegi
þeirra. Þá voru hamingja og gleði
í hásæti, og bjart er yfir minningu
þess dags. En samveran varð
styttri en við hefðum óskað og von
að og nú syrgjum við með hinni
góðu konu hans, Margréti og börn-
unum ungu, með móður hans og
systrunum tveim, tengdafólki og
öldruðum afa.
Frændliðið allt harmar hina
ótímabæru brottför góðs drengs
og biður honum blessunar guðs í
nýjum heimkynnum.
Anna Snorradóttir.
t
Haukur Hauksson er látinn. Er
mér barst þessi andlátsfregn, átti
ég örðugt með að trúa. Ég hafði
hitt Hauk á götu tveimur eða þrem-
ur dögum áður og sýndist mér
honum ekki á nokkurn hátt brugð
ið. Hann var hress í bragði og bar
sig vel, eins og hans var vandi. Það
var því ótrúlegt að hann væri nú
horfinn á brott svo ungur, aðeins
32 ára gamall.
Fyrir hönd bekkjarsystkina
Hauks Haukssonar hef ég sem
inspector scholae okkar árgangs,
verið beðinn að flytja hér fáein
minningarorð um Hauk Hauksson.
Mér er það heiöur en jafnframt vil
ég flytja hér persónulega kveðju
mína.
Haukur Hauksson er hinn fyrsti
er yfirgefur hinn glaða og bjart-
sýna hóp, sem útskrifaðist úr
Menntaskólanum í Reykjavík sól-
ríkan og fagran sumardag í júní
1958. Við skólasystkin Hauks eig-
um margar góðar minningar bundn
ar samfylgd hans í M.R. og fyrir
margar skemmtilegar samveru-
stundir er að þakka. Haukur átti
oftast sinn þátt í þeim gleðistund-
um, sem við minnumst, þegar við
rifjum upp skóladaga okkai. Hauk-
ur Hauksson var jafnan hrókur
alls fagnaðar. Hann var sprækur
og spaugsamur, örgeðja nokkuð og
fljóthuga, en ákveðinn og fylginn
sér og lét ekki hlut sinn eða skoð-
un fyrir neinum, en mótaðist öðr-
um þræði af sanngirni og hjálpfýsi.
Þessum eiginleikum Hauks átti ég
eftir að kynnast betur síðar, því að
leiðir okkar Hauks lágu saman að
nýju að stúdentsprófi loknu.
Er ég hóf blaðamennsku við
Tímann vorið 1959, hafði Haukur
starfað við blaðið í nokkra mán-
uði. Hann hafði lengi verið stað-
ráðinn í því í menntaskóla að
leggja fyrir sig blaðamennsku að
stúdentsprófi loknu. Sú ákvörðun
hans kom engum á óvart. Haukur
fetaði þar í fótspor föður síns,
Hauks Snorrasonar, hins snjalla
blaðarnanns og ritstjóra Dags og síð-
ar Tímans. Það fór held-
ur ekki framhjá neinum,
sem með Hauki vann í
blaðamennsku, að hann hafði erft
marga kosti föður síns. Hann var
hugkvæmur og sprettharður og
fundvís á ný mál. Gaf sér góðan
tíma til að ræða málefni við sam-
starfsmenn áður en til skarar var
látið skríða, en vann síðan í skorpu
og afkastaði miklu á skömmum
tíma.
Einhverjar skemmtilegustu
minningar mínar frá 12 ára blaða-
mennskuferli eru einmitt Hauki
bundnar. Þær eru frá þeim tíma
er við Haukur Hauksson stóðum
ásamt Ólafi G. Þórhallssyni að út-'
gáfu á fjölrituðu fréttablaði í löngu
prentaraverkfalli. Við vorum þá
samstarfsmenn á Tímanum og okk-
ur leiddist aðgerðarleysið en ætl-
uðum jafnframt að drýgja nokk-
uð tekjur okkar. Haukur var drif-
fjöðrin í fyrirtækinu. Á skömmum
tíma eftir að hugmyndin fæddist,
var hann búinn að útvega fjölrit-
unaraðstöðu í bílskúr vestur á Mel-
um. Við vorum síðan allt í senn,
fréttamenn, prentarar, heftarar og
blaðsölumenn. Það var lagður dag-
ur við nótt og ekki dregið af sér.
Það voru langir og erfiðir en afar
skemmtilegir dagar. Húmorinn var
þá í allra bezta lagi. Slæptir vorum
við nokkuð orðnir eftir rúma viku
og 5 eða 6 tölublöð af fjölrituðu
fréttablaði, og vorum guðs lifandi
fegnir, þegar verkfallið leyst-
ist, þótt talsvert hefðum við upp
úr krafsinu.
Það brást aldrei síðar, er leiðir
höfðu skilizt í starfinu og við
Haukur hittumst á förnum vegi,
að upp væri rifjað spaugilegt at-
vik frá þessari frumstæðu og erf-
iðu, en bráðskemmtilegu fjölritun-
arútgáfu. Oftast nægði aðeins ein
setning eða spakmæli, til að vekja
kátínu, því að hið eina, sem fylgdi
fastri stefnu í þessu blaði okkar,
var það, að fyrirsagnir skyldu máls
háttum og spakmælum lúta, þegar
því yrði við komið. Áttu og heila-
brot og stundum snjöll fram-
kvæmd þeirrar stefnu ekki sízt
þátt í glaðværðinni, sem ríkti þessa
daga. Þá var gott að koma heim til
móður Hauks, frú Else, í morguns-
árið eftir stífa fjölritun alla nótt-
ina og þiggja góðgerðir og hvatn-
ingarorð til útgáfustjórnar. Það var
kona, sem hafði bæði áhuga og góð-
an skilning og ekki síður stuðning
við áhuga þessara ungu frétta-
manna, ef henni fannst hann hafa
slævzt eftir næturlanga fjölritun
og heftingu. Margra annarra
ánægjustunda með Hauki á heim-
ili móður hans á ég að minnast
frá þessum árum.
Þessi fátæklegu orð mín eru að
vísu fremur persónulegar minn-
ingar en kveðja frá öllum bekkjar-
systkinum Hauks Haukssonar, en
ekki vildi ég niður fella að minn-
ast hér þeirra stunda, þegar ég
kynntist Hauki bezt og svo náið, að
aldrei mun mér úr minni mást.
Eiginkona og ung börn Hauks
Haukssonar eiga nú þungbærar
stundir. Ástríkur eiginmaður og
fjölskyldufaðir hefur verið kvadd-
ur á brott svo skyndilega í blóma
Iífsins. Þungur harmur er einnig
kveðinn að móður hans og systr-
um. Við bekkjarsystkinin flytjum
þeim öllum djúpar samúðarkveðj-
ur. Megi minning um góðan dreng
verða þeim til styrktar.
Tómas Karlsson.
t
2
ÍSLENDIN6AÞÆTT1R