Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 3
KRISTSN JÖNSDÚTTIR
HLIÐ
Fædd 22. febrúar 1881.
Dáin 26. janúar 1971.
Foreldrar Kristínar voru Jón
Stefánsson bóndi, Berunesi og
kona hans, Herdís Sigurðardótt-
ir.
Á æskuárum þess, sem þessar
línur ritar, var Berunes —
bernskuheimili Kristínar — orð-
lagt fyrir góðan búskap og þrifn-
að. Gestaheimili mikið, enda
kirkjustaður í miðri sveit og jörð-
in góð og gagnsöm sem fleiri jarð
ir á Berufjarðarströnd. Búsvelta
mun þar aldrei hafa verið land-
læg. Fjörðurinn fiskisæll og fólk-
ið duglegt. Vinnugleði og snyrti-
mennska þar á ströndinni al-
menn svo af bar á nokkrum bæj-
um: var Berunes heimilið þar i
fremstu röð.
Kristín fæddist í Gautavík en
var þriggja ára er foreldrar henn-
ar fluttu að Berunesi, var fædd og
fóstruð við þetta umhverfi og ólst
upp í hópi glaðra ungmenna, syst-
kina og frænda, sem reyndust vel
er á ævina leið. Þá var árferði
batnandi í lok nítjándu aldar og
svo tók hin tuttugasta við. Þarna
var á ferð hin marglofaða alda-
móta-kynslóð, sem lét hendur
standa fram úr ermum, þá út í
lífsbaráttuna kom.
Við botn Berufjarðar er prests-
setursjörðin Berufjörður. Þar bjó
á þessum árum séra Benedikt
Eyjólfsson, fæddur 1. nóv. 1863
á Stuðlum í Reyðarfirði, og kona
hans Guðlaug Gísladóttir frá Star-
dal í Mosfellssveit. Þau áttu einn
son Gísla, er fór til Ameríku og
farnast þar vel.
Séra Benedikt var hið mesta
ljúfmenni, talinn kennimaður góð
ur og heimilisfaðir einstakur. —
Þjóðvegurinn yfir Berufjarðar-
skarð lá þarna rétt við túnið —
póstleiðin — og gestagangur mik-
ill á öllum tímum árs. Allt í einu
bar óvæntan skugga fyrir prests
heimilið, frú Guðlaug Gísladótt-
ir veiktist og andaðist veturinn
1896. Kristín hafði þá verið til
hjálpar um tíma í Berufirði hjá
prestshjónunum, og var þar eitt-
hvað áfram eftir að Guðlaug dó.
Tveim árum seinna andaðist Her-
dís móðir Kristínar, og tók Krist-
ín við forstöðu heimilisins á Beru
nesi. En séra Benedikt mundi
hina glæsilegu og sérstaklega
þrekmiklu ungu stúlku á Beru-
nesi og á næstu árum felldu þau
hugi saman og giftust 4. júli 1901.
Þann dag taldi Kristin mestan
hamingjudag lífs síns.
Þau Kristín og séra Benedikt
bjuggu næstu árin með rausn í
Berufirði. Þá var það, sem undir-
ritaður kom til þeirra á leið sinni
heim úr skóla vorið 1902, og varð
hrifinn af. Þau hjónin tóku mér
vel sem væri ég sonur þeirra.
Bújörðin Berufjörður er kosta-
mikil fjárjörð. Allt átti þetta vel
við gestinn, sem á þeim árum var
talinn hugsa meira um kindur en
kvenfólk. Þó fór svo að hrifnast-
ur varð hann af maddömunni
ungu og manni hennar, hinum
bjartsýna framfara- og félagsmála
manni, prestinum og bóndanum í
Berufirði.
Fá ár liðu, alhliða breyting
byrjaði eftir alda kyrrstöðu. —
Prestshjónin frá Berufirði fluttu
til Bjarnaness í Hornafirði harða
vorið 1906. Séra Benedikt hafði
verið kosinn prestur þar, og kona
hans yfirgefur nú æskustöðvar
frændur og vini. Varla hefur það
verið sársaukalaust. Búskap stund
uðu þau áfram. Hestar fylgdu fólk
inu á nýja heimilið og kýrnar
löbbuðu alla leiðina fra Berufirði
í Bjarnanes í Skaftafellssýslu.
Fallegar skepnur, stroknar og
kjassaðar af mildum höndum
Kristínar, sem var alla tíð sér-
stakur dýravinur — og mannvin-
ur. Söfnuðurinn í Bjarnanessókn
var ánægður með nýja prestinn.
Þá var bjart yfir Bjarnanesi Teits
hins ríka.
En oft er hamingjan hverful.
Séra Benedikt veiktist og and-
aðist í ársbyrjun 1913 aðeins 50
ára að aldri.
Þarna var ekkja eftir með fimm
böm, sjötta barnið höfðu þau
misst í fæðingu. — Kristín yfir-
gaf staðinn en sat í búinu fyrst
um sinn. Næsta vor trúlofaðist
hún Stefáni Jónssyni vegaverk-
stjóra og bónda á Hlíð í Lóni.
Þau flutti að Hlíð og giftust næsta
haust
Stefán var skólabróðir minn,
mjög álitlegur maður, vel gefinn
og verkhagur í bezta lagi — dugn-
aðarmaður og framgjarn, varð
brátt oddviti sveitarinnar og síð-
ar hreppstjóri og sýslunefndar-
maður, friðsamur, gætinn og góð-
viljaður, bókhneigður og skrifari
góður. Leituðu samsveitungar
mjög til hans um skýrslugerðir og
bréf til hærri staða, sem kallað
er, og fengu hina beztu fyrir-
greiðslu. Hann var ættfróður og
stálminnugur t.d. um ártöl þjóð-
arsögurnar, menn og málefni.
Kristín og Stefán bjuggu á Hlíð
í meira en hálfa öld og var heim-
ili þeirra það fyrsta í sýslunni
sem verðlaun hlaut fyrir prýði*
lega ungengni utanhúss og innan.
Allan þann tíma, er þau bjuggu í
Hlíð var ég nágranni þeirra og
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
3