Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 5
NNIN Björn Hallsson Rangá Fæddur 12. júlí 1945, Dáinn 24. desember 1970. „Hjarta þitt var hlýtt og laust við tál hrein og göfug var þín unga sál“. „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir“. Þessi forni málsháttur hef ur nú enn einu sinni ásannazt. Sú harmafregn barst mér á jóla- dag, að minn ungi vinur og frændi, Björn Ilallsson á Rangá, hefði lát- izt í Landsspítalanum í Reykjavik é aðfangadagskvöld jóla. Hér er sárari harmur, en orð fá lýst, kveð inn aö öldruðum foreldrum hans, systkinum, fjölmennum frænd- garði og vinum. Fátækleg orð megna lítt að lýsa eða sefa slíkan harm. Guð og tíminn geta einir deyft sár- asta sviðann í þeim undum, sem opnast hafa við fráfall hans, en fullgrónar verða þær ei meðan þeir, sem honum kynntust, eru hérna megin grafar. Við slíkt liögg, sem hér er greitt, setur menn liljóða. Trúarlegar efasemdir leita á hugann, en í trúnni er þó fólg- inn sá styrkur, sem gerir mönnum mögulegt að afbera slík reiðarslög. Drottinn liefur sinn tilgang með öllu, þótt vér mannanna börn kom -um eigi alltaf auga á hann og sízt er ungir og efnilegir menn í blóma lífsins, eru frá oss-teknir. Björn ITallsson fæddist að Rangá f Hróarstungu 12. júlí 1945 og var aðeins rúmlega 25 ára er liann lézt. Hann var sonur hjónanna Gunn- hildar Þórarinsdóttur frá Skeggja- stöðum í Fellum, Jónssonar, Ólafs- sonar bónda þar og Halls Björns- sonar bónda og hreppstjóra á Rang á. Hallssonar, bónda, hreppstjóra og alþingismanns á Rangá, Einars- sonar, bónda á Litla-Steinsvaði og Raugá. Amma Björns í móðurætt var Hólmfríður Jónsdóttir ættuð úr Þingeyjarsýslu, en í föðurætt Hólmfríður Eiríksdóttir, Einarsson ar bónda og hreppstjóra í Bót. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt þrem systkinum og naut ástar og umhyggju þeirra. Hann var snemma bráðger og efni legur unglingur, hár vexti, vel á sig kominn, fríður og hinn gjörvu- legasti maður á allan liátt. Hjálpfús var hann svo einstakt var, og hirti þá ei um fé eða fyr- irhöfn, tíma né rúm. Hann var góðum gáfum gæddur en hlédræg ur og tranaði sér hvergi fram, en ákveðinn og fylginn sér í skoðun- um, þeim hann taldi réttastar og lét sig hvergi, þó fast væri sótt. Skipti lítt skapi, en glaður og reif- ur á góðri stund. Framkoma lians einkenndist af festu og öryggi. í stuttu máli: Drengur góður í sjón og raun — einstakt valmenni. Sagt er, að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. Að Birni heitnum stóðu sterkir ættstofnar, svo sem áður er rakið. Þótti mörgum í honum end- urborin afi hans og alnafni, héraðs höfðinginn Björn Hallsson eldri á Rangá. Má hiklaust telja, að Björn hefði víða til forystu valizt, ef lensra líf hefði auðnazt. Ekki var Björn hár í lofti, er hann fór að hjálpa foreldrum sín- um við búskapinn og hin margvís- legustu störf. Að afloknu skyldu- námi las liann heima 1. bekk gagn- fræðastigsins og tók próf á Eiðum vorið 1961. Veturinn 1961—1962 sat hann í öðrum bekk Eiðaskóla og lauk þaðan prófi um vorið með bezta vitnisburði. En hugurinn stóð ekki til frekari skólagöngu, sem hann taldi sér ekki henta, né hafa tíma til að liggja yfir. Ilann las þó og fylgdist vel með og var þvi betur menntur en margir, sem státað geta af margfaldri 'skóla- göngu á við hann. Hugur hans stóð til sinnar heimabyggðar og æsku- heimilisins að Rangá, sem hann unni öðru meir. Þar skyldi hasla sér völl. Ásamt Þórarni, bróður sínum, efldi hann búskap foreldra þeirra í livívetna. B.vggingar risu, ræktun þandist út. LTnnið nótt og dag, ef svo bar undir, og utan heimilis er unnt var. en ekki spurt um verkalaun fyrir hvert handtak að kveldi. Framsýni, samvinna og samhugur ríkti á heimilinu í hvívetna og ef- ast,enginn um, hver þar réði ferð- inni hin síðari ár. En enginn má sköpum renna né ræður sínum næturstað. í janúar 1970 kenndi Björn heitinn þess voðasjúkdóms, sem engum grið gefur, háum sem lágum. er fyrir verða og flestir lúta i lægra haldi fyrir á 1—2 vikum eða skemmri tíma. Af fádæma hetjuskap og lífs þrótti barðist liann við sjúkdóm þennan í næstum heilt ár. Var oft tvísýnt hvor sigra myndi og von- uðu allir, að kraftaverk gerðist. Sú von er nú að engu orðin, og hann genginn til feðra vorra á morgni lífsins. Skarð hans verður aldrei fyllt. Ilann var jarðsettur, að við- stöddu fjölmenni við fótagafl afa síns í heimagrafreit að Rangá, 7. jan s.l. Þar voru mörg þung spor stigin. Með Birni á Rangá er fallinn í valinn einn ágætasti sonur Fljóts- dalshéraðs. Sonur, sem það ól og fóstraði og hefði borið merki þess hátt, ef líf og auðna hefði fengizt. Hans er sárt saknað. Slíkra manna ÍSLENDINGAÞÆTTIR 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.