Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 14

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 14
Guðmundur hefði tekið þátt í mörgum félagsmálum. Hér skal þó engin tilraun gerð til þess að telja það allt upp, tel það litlu máli skipta, enda fjarri því, að þetta eigi að vera nokkur tæmandi ævi- saga, aðeins nokkur fátækleg kveðjuorð frá gömlum samferða- manni. Geymd skal minning um góðan dreng. t Að kvöldi síðasta sunnudags í febrúarmánuði s.l. andaðist á Land spítalanum Guðmundur kennari Guðjónsson frá Saurum, sonur hjónanna Guðjóns Þorleifs Guð- mundssonar og Kristínar Jóhönnu Jóhannesardóttur, (Einarssonar) er þá voru búendur þar í Helgasveit. Guðmundur lézt eftir langa og erfiða legu. Hann var fæddur ann- an dag jóla 1896 og var því alda- mótamaður. Á þeiirí dögum var ekki um auðugan garð að gresja um fyrirgreiðslur í fræðslu fyrir almenning, né getu til skóladvalar. Hélzt raunar svo fram yfir fyrri heimsstyrjöldina cg raunar lengur. Hafði þá verið það venjulega fyrir börn lestrartilsögn og einhverjar smá leiðbeiningar í einföldum reikningstölum, með kverkennslu. Var þá ákaflega mikið undir ung- lingnum komið hversu fær hann var að heyja sér úr svoleiðis lítil- ræði, sér til menntunarstyrks og upplýsingar. Var þá allt slíkt erf- iðleikum bundið og í slitróttum áföngum. Barnafræðslulögunum var komið á um fermingaraldur Guðmundar og var sannarlega ekki þá um framhaldsskóla að ræða í sveitunum, frekar en raun- ar enn víða. Fyrir Guðmundi lá það þó að leita til þeirra. Kom þar bæði til áhugi hans og heilsu- farsástæður til erfiðisvinnu, urðu þær honum ærið áhyggjuefni og beygðu hug og getu frá erfiðari útistörfum. Var það skömmu eftir fermingaraldur, að Guðmundur kenndi sér alvarlegs meins, er lýsti eér í fyrstu sem djúpstæð ígerð, en varð fljótlega að bráðu og fyr- irferðamiklu fótarmeini með bein- skemmdum, (snertandi báða fæt: ur). Varð hann því að ganga und: Íí langvarandi og þungar læknis- £$gerðir og spruttu þar frá van- íiéilindi löngum síðan. Varð það Guðmundi mjög mikið áreynslu- átak að hafa sig upp og hressast og komast til nokkurrar hreyfing- arfæiní, með svo afleiðingaríka fötlun. Var þá ekki frekar en raun ar enn víða í strjálbýli hagræði með sjúkrameðfarir. Þá urðu þeir sjúku að sýna sín andsvör með dug, ef ekki átti að lúta ófærninni með öllu í alvarlegum sjúkdóms- tilfellum. Heilsuvættir Guðmundar veittu þessum veikindatilfellum það and- óf að til dvalar og svigrúms gafst til átaka, og að rúmu ári liðnu frá því að hafa staðið upp frá þeim erfiða sjúkrabeði var hann af al- efli farinn að snúa sér til hugana með lærdómsatriði, og að námi í skóla var hann kominn nokkru eft ir þetta. Fyrst til viðskiptanáms í verzlunarskólanum, en snerist fljótt frá því námi og til kennara- menntunar, sem hann lauk með kennaraprófi 1919. Fer hann síðan tii Skotlands og Englands. sér til frekari mennta. En farinn er hann að kenna upp úr 1920—1923, þá suður í Garði \ í Gerðum. í lok þessa tímaskeiðs tekur sig svo aft- ur upp hans vangæfa fótamein hvar fyrir hann hlaut að hverfa til sjúkrahússvistar til langdvalar. Varð þá víst að brjóta upp eldri beinaðgerðir. Nokkru eftir þetta sjúkdómstilfelli fer hann svo aftur til kennslu, m.a. til Vestfjarða og þá einnig til heimasveitar. En á árunum 1928—1929 tekur hann sér fyrir hendur för til Bandaríkjanna til námsdvalar, fyrst til N-Dakota, en síðara árið er hann einkum í Chicago og tek- ur þar þátt í námskeiðum við kennaradeild háskólans þar, (Sem- inarium), í uppeldis- og sálarfræði. En auk þessa leggur Guðmundur fyrir sig vinnu þar í borg, í rafm. iðnaði. En í lok áðurnefnds árs fer hann að kenna sér meins, sem leiðir til heilsubrests, svo að hann verður að hætta námi og starfi þar í borg, dregur þetta til erfiðrar heimferðar fyrir hann, sem hann þarfnaðist svo xnjög góðs tíma til að geta jafnað sig aftur eftir það áfall. En um árið 1933 fer hann aftur að taka upp kennslu, og kennsluárum sínum lýkur hann svo síðan samfellt í heimasveit sinni, þar sem hann annaðist einn- ig ýms nefndar- og þjónustustörf, auk þess sem hann hvarf þar einn- ig að nokkrum búskap, sér til dvalarstarfa og uppihalds. Guðmundur mun hafa átt held- ur létt með almennt bóknám á námsárum sinum og notið þess. Honum mun þá hafa boðist árs innistörf að atvinnu, en talið sér henta hitt betur, að geta haft nokkuð frjálsa útivist með, sér til heilsustyrktar. Guðmundur var íhugull rnaður um almenn mál og fylgdist vel mcð, var vökull og hugkvæmur og næmur og mætti næstum segja hughverfur maður og fylgdist stundum nákvæmt með því sem fór fram á þeim almenna frétta- vettvangi okkar. Mætti e.t.v. orða það svo, að hann hafði verið veð- urglöggur maður og fram á síð- ustu ævidaga fylgdist hann með því, sem blöðin lögðu til mála og upplýstu. Guðmundur vann ýmis nefndar og þjónustustörf heima í sveit sinni, svo sem fyrir búnaðarfélag- ið þar og var formaður þess. Hann vann einnig í hreppsnefnd, í Rot- aryfélagsskap, var hann með Hólm urunum um stund. Naut hann þess jafnan að vera í upplýsingafélags- skap. Einnig var hann í sóknarnefnd sveitarinnar og formaður hennar. Mun hann hafa vakið máls á því og hvatt til fjárhagsaðstoðar við þá öldnu sveitar- og staðarkirkju, mun kirkjuna hafa munað drjúgt urn þann stuðning til viðhalds og lagfæringar. Ýmis fleiri áhugamál átti Guð- mundur, þótt hér verði eigi talin. Hann var vakandi þjóðlífs- og þjóð málamaður, íhugull, sívökull og spyrjandi. Eigi gat hann haft fast skólaaðsetur í sveitinni, til þessa var hún þá orðin of dreifbýl og fámenn til að reisa sérstakan kennslustað. Því að þar fyrir voru of takmarkaðar aðgerðargetur, sem jafnan fylgja með fámenn- inu. Eigi var það samt við hans hæfi í hinum ýmsu viðhorfum lífs ins að kveða: % „Þótt vorið væri komið, bjó vet- ur í minni sál“. Var það eðli hans nær að svifta af öllum hugarfjötrum, því að: þótt gleymdi hann ei inni gengnu tíð, en hann gat þó vængjum lyft, frá læðingi, þeim sem lífið bjó“. Að lokum leyfir maður sér að- eins að þakka allar samverustund- irnar, með öllum þeim minningum eem maður eignaðist og hughrif- um í samræðum, þrátt fyrir marga erfiðleika í tímans rás. AÖ lokum. — „Far vel bróðir og Í4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.