Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 15
vinur“, til nýrra bjartari hugheima
og þökk fyrir ástundun þína í sam
fylgdinni.
Frænd- og vinkona.
f
Þann 28. febrúar s.l., andaðist
á Landspítalanum Guðmundur
Guðjónsson, Saurum í Helgafells-
sveit, eftir langa og erfiða sjúk-
dómslegu. Var hann á 75. aldurs-
ári er hann lézt. Ég ætla ekki með
þessum línum að fara að rekja ævi
feril hans og störf. eða lýsa gáfum
hans og menntun, sem hvort
tveggja var einstakt. Ég vantreysti
mér til þess og veit einnig að það
hefði ekki verið að hans skapi.
Mig langar aðeins að^enda þess
um vini mínum og frænda fjöl-
skyldu minnar, fáein þakklætis og
kveðjuorð.
Hann var ætíð tilbúinn að taka
viljann fyrir verkið, svo ég veit
það verður fyrirgefið þó þessar
línur verði fátæklegar.
Guðmundur kom ungur að Saur
um og átti þar heima upp frá því
við mjög breytilegar aðstæður. Á
yngri árum í stórum systkinahópi,
seinna meir með tveimur systkin-
um í sambýli við bróður hans og
fjölskyldu. Nú síðustu ellefu árin
voru þeir þar tveir, hann og Þor-
steinn bróðir hans. Það hefur sagt
mér merk kona, sem dvaldist á
æskuheimili Guðmundar, að meira
hreinlæti og snyrtimennsku inni
og úti, hafi hún hvergi séð á
nokkru heimili. Við þetta ólst
hann upp og mótaðist þannig, að
hreinlætið var hluti af honum
sjálfum, hann hirti minna um
skartklæði og tízkufatnað, því allt
slíkt var hégómi í hans augum.
Guðmundur unni mjög sinni
heimabyggð og vildi hlut sveitar
sinnar sem mestan og beztan. Þar
hafði hann starfað beztu ár ævinn-
ar við barnakennslu, svo ekki fór
hjá því að áhrifa hans gætti hjá
unga fólkinu, sem þar óx úr grasi.
Einnig hafði hann sívak^ndi áhuga
á félagsmálum. Hann var einn af
þessum sönnu félögum í ung-
mennafélagshreyfingunni og í
þeim anda vann hann að hverju
því máli, sem honum þótti til bóta
horfa og var þá jafnan trúr sinni
sannfæringu við hvem, sem var
að glíma.
Guðmundur var ókvæntur og
barnlaus, en það voru samt marg-
ir sem nutu hans föðurumhyggju.
Ekki sízt þau bróðurbörn hans,
sem tiltölulega ung misstu föður
sinn. En frændrækni hans og um-
hyggja náðu samt miklu lengra,
því fjarskyldari smáfrændur nutu
þess hver af öðrum, að vera í
skjóli þeirra bræðra, sumarlangt
og jafnvel vetrartímann líka. Því
dáðist ég oft að, af hve mikilli
kostgæfni þeir hugsuðu um vel-
ferð þessara drengja, sem liðu svo
sannarlega ekkert fyrir, þótt kven-
fólk, þeir margrómuðu hornstein-
ar heimilanna, fyrirfyndist ekki í
bænum.
Það eru nú nær sextán ár frá
því ég hitti Guðmund á Saurum
fyrst. Þá strax mætti ég þessari
góðvild og hlýju, sem einkenndi
alla hans framkomu við mig og
mína alla tíð. Betri og sannari
frænda en hann var okkar heimili,
get ég ekki hugsað mér. Að fá
hann í heimsókn var ævinlega
gleðiefni og þá hafði ég alltaf sér-
staka löngun til að sitja í ró og
næði, spjalla og njóta stundarinn-
ar því gáfur hans, fróðleikur og
ekki sízt góður hugur til manna
og málefna, urðu til þess, að það
var ætíð svo rnikill ávinningur, að
ræða við hann. Hitt er svo annað
mál, að hugur hans sveif oft miklu
lengra og hærra, en svo að hægt
væri að fylgjast með honum á
fluginu.
En eins og allir vita sem til
þekktu, þá þurfti ekki lengi að
ræða við hann til þess, að í ljós
kæmi, að hann bjó yfir óvenju-
legri þekkingu, enda var hann alla
tíð að lesa og afla sér meiri fróð-
leiks og átti ógrynni góðra bóka.
Margar ferðir höfum við átt að
Saurum í góðu veðri bæði sumar
og vetur, þessi ár, sem við höfum
búið hér í nágrenni við þá bræð-
ur. Við höfum notið þess að vera
þar eins og heimagangar, hVort
heldur var í Sauraskógi eða heima
við. En eiga svo rólega stund yfir
góðum veitingum hjá þeim bræðr-
um á eftir. Þetta eru stundir, sem
börnin eiga sem ljósgeisla í minn-
ingunni, enda oft á það minnzt.
Guðmundur dvaldist nokkra
mánuði á sjúkrahúsi í fyrravetur
og fram á sumar, en eins og hann
orðaði það siálfur, þá fékk hann
frest til að skreppa heim og vera
nokkrar vikur. Hann naut þess, að
vera heima á Saurum þetta síðasta
sumar og þótt heilsan væri ekki
góð var hans meðfæddi kjarkur
ávallt sá sami.
Hann vissi svo vel að hverju iró,
en var þakkiátur fyrir þessar fáu
vikur. Svo tók önnur spítalalega
við, sem einnig stóð í marga mán-
uði. Þetta varð erfítt og langt stríð,
en aldrei var kxartað í eitt
einasta sinn, honum var alltaf ofar
í huga áhvggjur af því, að ættingj-
arnir hefðu of mikla fyrirhöfn sín
vegna.
En svona var hann ævinlega,
hann siálfur var aukaatriði, ann-
ara velferð var honum ofar í huga.
Þessar línur eru skrifaðar, sem
þakkarkveðia, en svo þakklát, sem
ég er lionum fvrir svo ótal margt,
þá er ég fyrst og fremst þakklát
fvrir kvnnin af Guðmundi á Saur-
um og fvrir vináttu hans.
Guð blessi minningu þess sanna
drengskaparmanns, sem við kveðj-
um nú með bakklátum hug.
María S. Gísladóttir.
fSLENÐINGAÞÆTTIR
15