Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 20

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Síða 20
NNING Gublaugur Þorsteinsson Kær kveðja. frá hjartkærri eiginkonu Mar- gréti Magnúsdóttur. Á kveðjustundu margs er æ að minnast, margt að þakka, margs að sakna og þrá., — fyrir þeim, sem ung í æsk\ kynr ast og eiga síðan samleið lífsbraut á, þar til á ævikveldi sól í Ægi sígur, síðasti geislinn hverfur, lokast brá, aflvana höndin heita og trausta hnígur, hjartað trúa og göfga er hætt að slá. Samt er ljómi harmsins húmi yfir, helgarmyndir ylja hugarrann, mynd þín björt í munaheimi lifir og minningin um góðan, sannan mann. Með virðingu þín verk af hendi leystir, sem vinur brástu ei neinum lífs um stig, — með vinarhönd oft veikan við þú reistir, ó, víst ég þakka Guði fyrir þig. Sá Guð, sem ræður öllu lífi yfir, allt þér launi sem að þú varst mér, hann, sem segir, hjá mér látinn lifir — í ljósi dýrðar gæti þín hjá sér. Hans náð og blessun megi um eilífð alla ylja og lýsa braut hins nýja lands. Við sjáumst aftur, saman leiðir falla, og siglum glöð á öldum Ijósvakans. Sigurunn Konráðsdóttir. f Guðlaugur Þorsteinsson, fyrr- verandi skipstjóri, lézt sviplega þann 14. janúar síðast liðinn og var jarðsunginn þann 22. sama mánaðar. Þó nokkuð sé um liðið, langar mig að minnast hans nokkr um orðum. Guðlaugur var rúmlega sjötug- ur, er hann lézt. Hann fæddist á Hofi í Vopnafirði 14. október 1900. Foreldrar hans voru Vilborg Jóns- dóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Þau fóru til Ameríku með börn sín öll nema Guðlaug, sem komst í fóstur hjá Þórhildi Högnadóttur og Þórði Þórðarsyni. Þau fluttu til Hafnarfjarðar og reistu þar bæ, sem þau nefndu Hraunkot, þar sem nú er Hellisgata 12. Þar ólst Lilli í Hraunkoti upp, en svo var Guðlaugur jafnan nefndur. Þetta nafn fylgdi honum alla hans ævi og margur Hafnfirðingur mun ekki hafa kannazt við hann undir öðru nafni. Ég held, að öllum, sem til þekktu, hafi hlýnað um hjarta- rætur, er talað var um Lilla í Hraunkoti. Hann var alls staðar aufúsugestur, enda mikið ljúf- menni. Æskuheimili hans, Hraunkot, var í þjóðbraut milli Garðahverfis og Hafnarfjarðar. Var sú leið jafn an farin gangandi. Garðhverfingar ráku erindi sín í Hafnarfirði, verzl uðu og drógu í bú, en Hafnfirð- ingar sóttu kirkju á helgum dög- um að Görðum. Var þá vegmóðum gott að koma í Hraunkot og hvíl- ast, þiggja beina eða gistingu. Öll- um var tekið með sömu hlýju og gestrisni, hver sem í hlut átti. Slík heimili er gott að gista. Ómet anlegt veganesti hefur það verið ungum sveini, að alast upp hjá þeim Hraunkotshjónum, þar sem góðvild og hjartahlýja sátu í fyrir- rúmi. Lilli í Hraunkoti óx upp og varð fríður og gervilegur maður. Sjálf- sagt hefur mörgum, sem kynntust honum fyrst fullorðnum, fundist undarlegt að heyra hann kallaðan Lilla í Hraunkoti og það meira að segja, þegar Hraunkot varð að Kirkjuvegi 12 og síðar Hellisgötu 12 og hann löngu fluttur burt. En það hvíldi einhver ljúfleiki yfir nafninu, Lilli í Hraunkoti, og því vildu vinir hans ekki sleppa. Ungur að árum fór Guðlaugur að sækja sjóinn. Síðar fór hann í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi 1923. Hann var lengi skip- stjóri eða stýrimaður, oftast á tog- urum. Guðlaugur var góðum kostum búinn, traustur og vandaður í hví- vetna, dugnaðurinn og kappið mik ið, en gætinn og prúður til orðs og æðis. Var hann því eftirsóttur í skiprúm. Skipsfélagarnir dáðu þennan dagfarsprúða mann, sem aldrei brást, þó í nauðir ræki. Árið 1947 fékk Guðlaugur löm- unarveiki. Að vísu komst hann til heilsu aftur, en varð aldrei samur maður. Hætti hann þá sjómennsku, og starfaði síðan hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Má segja að hann ynni hjá Bæjarútgerðinni frá stofn un hennar allt til æviloka. Kom þá glöggt fram hans mikla trú- mennska, lipurð og'árvekni. Hann sá um veiðarfæri og búnað skip- anna og kom honum þá vel þekk- ing sú og reynsla, er hann hlaut á sjósóknarárum sínum. Þessi störf leysti hann frábærlega vel af hendi, enda. mátti hann í engu vamm sitt vita. Guðlaugur átti óskorað traust, traust allra, er til hans þekktu. Hann var lengi í út- gerðarráði, og þar eins og annars staðar var hann heill í starfi. Guðlaugur Þorsteinsson kvænt- ist árið 1931, eftirlifandi konu 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.