Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Qupperneq 26
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
FRÁ ÓFEIGSFIRÐI
F. 30. scpt. 1891.
D. 6. marz 1971.
Ásgeir Guðmundsson frá Ófeigs-
firði lézt í Sjúkrahúsi Akraness
6. marz s.l. eftir stutta legu, tæp-
lega áttræður að aldri. Útför lians
var gerð frá Akraneskirkju 13.
marz.
Ásgeir fæddist í Ófeigsfirði á
Ströndum 30. sept. 1891. Foreldr-
ar hans voru Guðmundur Péturs-
son frá Melum og síðari kona hans.
Sigrún Ásgeirsdóttir frá Heydalsá
í Steingrímsfirði. Fyrri kona Guð
mundar var Elísabet Þorkelsdóttir
frá Ófeigsfirði, en hún lézt eftir
stutta sambúð frá 4 ungum börn-
um, mislingasumarið 1882. Guð-
mundur og Sigrún í Ófeigsfirði
eignuðust 11 börn, en aðeins 7
þeirra komust til aldurs. Eru 5
þeirra á lífi. Systurnar: Hallfríður,
Ravnheiður og Sigríður og bræð-
urnir: Pétur og Guðmundur. Torfi
bróðir þeirra — kaupfélagsstjóri á
Norðurfirð'j — lézt á bezta aldri.
Guðmundur 1 Ófeigsfirði var
kunnur stórbóndi á sinni tíð, og
hafði mikil umsvif. Hann var lengi
hákarlaformaður á hinum kunna
teinæringi — Ófeigi — og nytjaði
ve! hin margþættu hlunnindi jarð-
aritinar, enda var þá jafnan um
20 manns heimilisfast í Ófeigsfirði.
Ásgeir hóf snemnta störf með föð-
var þar unnið af sömu vandvirkni
sem einkenndi störf hans öll.
- Á heimili Magnúsar og Halldóru,
sem er einstaklega hlýlegt, hefur
ávallt ríkt sérstakur andblær, sent
einkennir það bezta í fari aldamóta
kynslóðarinnar. Þar hefur ávallt
verið gestkvæmt, frændur og vin-
ir margir, gestrisni og viðmót hús-
ráðenda því aðlaðandi.
Ánægjulegt var að njóta gleði-
stunda með Magnúsi, hann naut
sín vel í góðra vina hópi, fróður
og skemmtilegur, hagmæltur vel,
ur sínum og fór með honum í há-
karlalegur 14 ára að aldri. Var
hanp fljótt tápmikill til allra verka
og hagur vel á tré og járn, eins og
frændur hans margir, enda átti
það fyrir honum að liggja síðar að
stunda smíðar sem aðalatvinnu i
mörg ár.
Námsáhugi og góð greind kom
snemma í ljós hjá Ásgeiri. Hann
fór 16 ára í unglingaskóla að Hey-
dalsá í Steingrímsfirði, sem Sigur-
geir Ásgeirsson — móðurbróðir
hans — rak þar í mörg ár. Þá fór
en fór dult með, höfðinglegur og
minnti á fornar kempur með glæsi
leikann sér við hlið. sem ávallt
hefur borið áskapaðan virðuleik.
Slíkar minningar er gott að eiga.
Því kveð ég með söknuði minn
góða nágranna með einar saman
Ijúfar myndir í huga.
Að lokum sendum við lijónin
frú Halldóru, sonum þeirra og öll-
um ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Björgvin Frederiksen.
hann 18 ára í bændaskólann að
I-Ivanneyri og dvaldist þar í 2 vet-
ur — 1909—1911. Þá var Ilalldór
Vilhjálmsson skólastjóri á Hvann-
eyri — mikill skörungur og leið*
togi ungra manna — sem Ásgeir
dáði rnjög. Bjó hann æ síðan að
skólavistinni á Hvanneyri. Á þeim
árum fór um landið hressandi vakn
ingaralda. Sjálfstæðisbaráttan náði
þá hámarki sínu, og ungmennafé-
lagshreyfingin fór sem eldur í
sinu um allar byggðir landsins.
Það færðist ljómi yfir svip Ás-
geirs, er hann minntist þessara
ára. Svo var einnig um marga
jafnaldra hans.
Nokkru eftir heimkomuna frá
Hvanneyri eða 1914, kvæntist Ás-
geir, Valgerði Jónsdóttur bónda í
Tröllatungu Jónssonar frá Lauga-
bóli í Nauteyrarhreppi. En móðir
hennar var Ilalldóra Jónsdóttir frá
Hjöllum i Þorskafirði. Valgerð-
ur var glæsileg og góð kona, eins
og hún átti kyn til. Þau hófu bú-
skap að Óspakseyri í Bitru, en
flytja 1916 a'ð Krossnesi í Árnes-
hreppi og búa þar í 27 ár eða til
1943 að Ásgeir flytur til Akraness
með fjölskyldu sína. og þar bjó
hann til æviloka. Krossnesið var
lítil jörð,.en Ásgeir stórbætti hana
með túnrækt og auknum bygging-
um. Við þennan stað var hann oft
kenndur síðan.
í Árneshreppi gegndi Ásgeir
mörgum trúnaðarstörfum. Var
lengi hreppsnefndar- og sýslu-
nefndarmaður. Formaður stjórnar
kaupfélags Strandamanna í Norð-
urfirði og kaupfélagsstjóri þar í
8 ár. Á Akranesi var Ásgeir bæjar-
fulltrúi 1950—1954 og átti um
langt skeið sæti í rafveitustjórn
bæjarins.
Valgerður, kona Ásgeirs, liafði
löngum orðið að þola þung-
bær veikindi. Var þetta aðalorsök
þess, að hann fluttist úr sveitinni
og átthögum sínum, svo hún gætl
átt hægari daga. Valgerður andað-
26
ÍSLENDINGAÞÆTTIR