Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 28

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 28
80 ára: Steinunn Sigurjónsdóttir Mikið getur tíminn verið hrað- fleygur. Mér finnst ekki langt síð- an ég sat seinast í eldhúsinu í Há- túni, lijá henni Steinunni og saup þar úr kaffibolla, á meðan ég beið eftir því, að mjólkurflutningabíll- inn kæmi úr Króknum, svo ég kæmist með honum í Varmahlíð á söngæfingu hjá karlakórnum Heimi. Og þó skilur hartnær aldar- fjórðungur á milli þeirrar stundar og dagsins í dag. Og nú nýlega var ég að frétta, að Steinunn væri áttræð orðin. Ekki má nú minna vera en ég noti það tilefni til þess að þakka henni með örfáum orðum, fyrir alla ást- úðina og elskulegheitin, sem hún hefur ávallt sýnt mér óverðskuld- uðum, frá því ég kom fyrst á heim- ili hennar. Því vil ég biðja íslendingaþætti fyrir þessa stuttu kveðju heiman úr héraðinu hennar kæra. Steinunn fæddist í Stóru-Gröf á Langholti 5. febrúar 1890. Voru foreídrar hennar Sigurjón Markús son, sem síðar bjó um nokkurt skeið umsvifamiklu búi í Eyhildar- holti, og kona hans, Guðrún Magn- úsdóttir. Ekki kann ég að segja frá uppvaxtarárum Steinunnar, en sjálfsagt hefur hún snemma lært að taka til höndum, eins og títt var um unglinga á þeim árum. En árið 1914 gekk hún í hjóna- band, og var eiginmaður hennar Jónas Gunnarsson frá Keflavík í Hegranesi, harðduglegur atorku- maður, eins og þeir ættmenn fleiri. Hið sama ár hófu þau Jónas og Steinunn búskap í Garði í Hegra nesi og bjuggu þar á hluta jarðar- innar til ársins 1919. Fluttu þá bú- ferlum að Syðri-Húsabakka í Seylu- hreppi og bjuggu þar í eitt ár. En árið 1921 fengu þau til ábúðar Há- tún i Seyluhreppi og bjuggu þar upp frá því. Hátún gat ekki heitið neitt merk isbýli, þegar þau Jónas og Stein- unn fluttust þangað fyrir 50 árum. Jörðin var ein af hjáleigunum frá hinu forna og merka prestsetri og höfuðbóli, Glaumbæ. Til þess var ekki ætlazt, að hjáleigubænd- ur gætu lifað af búskap á þessum svuntum. Öllu fremur átti það að endast þeim til lífsframfæris að vinna höfuðbólinu, hvenær , sem kall kom þaðan. Hjáleigubændur voru því með nokkrum hætti ánauðugir menn. Hátún bar á þess- um árum glögg merki þeirrar „stéttarskiptingar“ landsins, sem þá ríkti. Túnið mjög takmarkað, kargaþýft og seinúnnið, húsakost- ur yfir fólk og fénað í samræmi við það. En þau Jónas og Stein- unn voru engar meðalmanneskjur að áhuga og atorku. Jónas vann nótt með degi, heima og að heim- an og horfði þá ekki alltaf til launa, því hann var öllum mönn- um greiðviknari og hjálpsamari. Þau Hátúnshjón komust líka undra vel af, þegar þess er gætt, hverrar búskaparaðstöðu þau máttu una, og að auki hlóðst ómegð á þau, að kalla með hverju ári. Eignúðust þau 10 börn. Tvö dóu ung en átta uxu úr grasi, og eru þau: Sigur- jón, bóndi á Syðra-Skörðugili í Seyluhreppi, kvæntur Sigrúnu Júl- íusdóttur, Gunnlaugur, bóndi í Há- túni, kvæntur Ólínu Jónsdóttur, Hallur, bifreiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Aðalbjörgu Jónsdóttur, Jónas, kaupmaður í Reykjavik kvæntur Ástu Pétursdóttur, Sig- urður, byggingameistari í Reykja- vík, kvæntur Guðrúnu Ragnars- dóttur, Ólafur, bílstjóri og bóndi, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sæ- unni Guðmundsdóttur, Bjarni, raf- virkjameistari í Reykjavík, kvænt- ur Guðnýju Jónsdóttur, Guðrún, húsfrú í Reykjavík. gift Einari P. Kristmundssyni, kennara. Öll eru þessi systkini harðduglegt myndar- og manndómsfólk. Enda þótt þau Hátúnssystkini véndust sriemma vinnu og stúðluðu með þeim hætti að bættri efnahagsafkomu hins fjölmenna heimilis, má nærri geta, að mikils hefur þurft með, til að koma upp svo stórum barnahópi. Þá var ekki fjölskyldubótunum fyrir að fara, þó að nú þyki efcki ofgert við stór- efnafólk að greiða því framfærslu- eyri með einu barni. Eftir 18 ára búskap í Hátúni, andaðist Jónas, mjög fyrir aldur fram, og öllum kunnugum harm- dauði Má nærri geta, hvílíkt áfall það hefur verið fyrir Steinunni og börnin, sem sum voru enn f" bernsku. En húsfreyjan í Hátúni var ekki þannig skapi farin að hopa á fiólmi fyrir aðsteðjandi erf- iðleikum. Við litlu hjáleiguna frá Glaumbæ og lífsbaráttuna þar, voru margar dýrmætustu minning- ar hennar tengdar. Þar voru að vísu beðnir ósigrar, en þó unnir fleiri sigrar. Handtök þeirra Jón- asar og Steinunnar, við að bæta og prýða jörðina, voru orðin mörg, enda duldist ekki árangurinn. Og Steinunn var ekki þess sinnis, að liætta við hálfnað verk. Hún vildi gjarnan að eitthvert barna hennar nyti þess, sem búið var að gera í Hátúni og byggði svo ofan á grunn- inn. Hún bjó því áfram með börn- um sínum til ársins 1947. Þá tóku við jörð og búi Gunnlaugur sonur hennár og Ólína kona hans. Nokkru síðar fluttist Steinunn til Reykjavikur. Hefur hún haldið þar sitt eigið heimili, en verið að öðru leyti á vegum barna sinna. einkum Jónasar og býr í húsi hans. Með komu þeirra Jónasar og Steinunnar í Hátún, byrjaði ný saga gamals býlis. Með nokkrum hætti má raunar segja, að þau kæmu þar að ónumdu landi. Þau lögðu alla orku manndómsáranna í að nema þetta land, rækta það og byggja, jafnframt því sem þau skiluðu framtíðinni hinum stóra og mann- vænlega barriahópi. Síðan koma sonur og tengdadóttir og halda starfinu áfram með þeim mun meiri árangri, sem það er léttara að velta steininum, þegar hann er kominn af stað, en hreyfa hann úr upphaflegu fari. Þá loks fannst Steinunni, að hún mætti una sér hvíldar. Nú situr hún í stofunni sinni á Amtmannsstígnum, virt og dáð af venzlafólki og vinum og getur með gleði og stolti land- nemans litið yfir langa vegferð og góða. Magnús H. Gíslason. 2$ ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.