Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Page 32

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Page 32
70 ÁRA: Séra Gubmundur Benediktsson FRÁ BARÐI í dag er sjötugur mágur minn, séra Guðmundur Benediktsson, áður prestur að Barði í Fljótum. Hann fæddist á Hrafnabjörgum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu, 6. apríl 1901. Voru foreldrar hans Benedikt bóndi á Hrafnabjörgum og kona hans, Guðrún ólafsdóttir. Var Benedikt, faðir hans, Helgason, bónda á Svínavatni, en móðir hans var Ingibjörg Arnórsdóttir, prests á Bergstöðum í Svartárdal, Árna- sonar biskups á Hólum, Þórarins- sonar. Amma séra Guðmundar Ingibjörg var af hinni alkunnu og fjölmennu Bó'staðarhlíðarætt, dótt ir Margrétar Björnsdóttur frá Ból- staðarhlíð. Var Margrét ein af hin- um kynsælu Bólstaðarhlíðarsystr- nm, gift séra Arnóri á Bergstöðum. í móðurætt er séra Guðmundur kominn af hinni svonefndu Guð- laugsstaðaætt. Var móðir hans dótturdóttir Guðmundsar Arnljóts sonar alþingismanns á Guðlaugs- stöðum. Er sú ætt allcunn og í henni margir hæfileikamiklir gáfu menn, sem komið hafa mjög við sögu síðari ára. Má meðal þeirra nefna Guðmund Hannesson lækni og prófessor, Guðmund Ólafsson alþingísforseta í Ási í Vatnsdal, P.jörn Pálsson alþm. Ytri-Löngu- mvri, Halldór Pálsson búnaðarmála stjóra og ýmsa fleiri. Af þessu sést, að að séra Guðmundi standa miög merkar ættir á báða vegu. Ungur, eða nánar tiltekið 5 ára, missti séra Guðmundur föður sinn og fluttist hann þá tveim árum síð- ar, með móður sinni að Ási í Vatns dal til móðurbróður sins, Guðm. 'alþ.forseta. Ólst hann þar síð- an upp og var þar óslitið fram yfir tvítugsaldur. Vann hann þar að búi frænda síns, er hann hafði aldur til. Þótti hann strax mikill dugnaðarmaður, kappsamur og ósérhlífinn. Á námsárunum var hann þar einnig að sumrinu og átti þar heima þar til hann gerðist prestur og fluttist að Barði. Hann hóf nám við menntaskól- ann á Akureyri og lauk þar stúd- entsprófi vorið 1928. Var hann einn þeirra fimm, sem fyrstir út- skrifuðust úr Akureyrarskólanum með stúdentsprófi. Fór hann því næst í guðfræði- deild Háskólans og lauk þar emb- ættisprófi 15. júní 1933. Sama ár var hann settur sóknarprestur í Barðsprestakalli í Skagafjarðarpró fastsdæmi og vígður að Hólum í Hjaltadal 23. júlí. Veitingu fyrir embættinu fékk hann 7. des. sama ár. Þjónaði hann síðan prestakall- inu í þriðjung aldar. Tvisvar var hann settur til að þjóna Hofsós- prestakalli ásamt sínu eigin. Árið 1932, 25. júní kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur frá Lambastöðum í Borgarsveit í Skagafirði, hinni ágætustu konu, sem var á allan hátt vel gefin og vel gerð. Stóð hún honum trúlega við hlið í störfum hans og við sam- eiginlega umsýslu heimilis þeirra. Var hún sérstakt góðkvendi, gest- risin með afbrigðum og vildi öll- um gott gera. Varð hún bráð- kvödd á heimili sínu rétt fyrir jól- in, á Þorláksdag 1959. Var mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni við hið sviplega fráfall hennar. Þau hjónin eignuðust alls 5 'börn. Misstu þau einn dreng á fyrsta ári, sem hét Ármann Bene- dikt. Hin börnin eru sem hðr se^ ir: Guðmundur Ólafs dr. f efna- fræði, búsettur í Reykjavík, kvænt ur þýzkri konu, Hildi að nafni. Er hann deildarstjóri hjá rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti, Jón Björgvin líka bú- settur í Reykjavík, kvæntur Ásu Stefánsdóttur. Er hann skrifstofu- stjóri hjá fyrirtækinu Vélverk, Signý kennari og húsfrú á Akur- eyri gift Ágústi Berg arkitekt, sem þar starfar og Guðrún Bene dikta búsett í Þýzkalandi, gift Helfried Heine, tæknifræðingi þar. Fóstúrdóttir þeirra hjónanna er Guðfinna Gunnarsdóttir húsfrú á Þúfum í Óslandshlíð í Skagafirði, gift Baldvini Jónssyni, bónda þar. Þau eðliseinkenni í fari séra Guð mundar, sem í ljós komu strax á unglings- og námsárum hans, svo sem mikil atorka og ósérhlífni í störfum, mikil glaðværð og greiðasemi í sambúð og umgengni og fastlyndi og tryggð við ættfólk sitt og kunningja, öll þessi ein- ■kenni urðu áberandi í framtíðar- lífi hans og prestsstarfinu. Barð er landmikil jörð og erfið, ef nýta á hana til hlítar og að- koman þar var ekki góð. íbúðarhús ið var gamalt og hrörlegt, útihús- in lítil og léleg, túnið var að vísu ekki lítið, en það var í mikilli órækt, mikið þýft og fyrir það hafði lítið verið gert. Þarna setti hann upp bú, að vísu ekki stórt og stundaði búsKap þar um allmörg ár. Bætti hann jörðina mikið, byggði vandað íbúðarhús, sléttaði allmikinn hluta túnsins, lagði vatnsleiðslu heim og lagfærði nauðsynlegustu útihús. Sjálfur vann hann með mikilli atorku að búskapnum og ýmsum þessum umbótum. Dugnaður hans og atorka kom einnig fram í þjónustu prestakalls- ins. Fljótin hafa lengi haft orð á sér fyrir hve mikil snjóakista þau eru og mörg árin af veru hans þar, reyndist líka svo. Vegir voru þar í fyrstu litlir eða engir og ekki viðlit að koma við bílum, jafnvel Framliald á bls. 31 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.