Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Side 6

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Side 6
voru því systkinabörn og b’teinútin og Torson bræðrabörn. Þorfinnur var miikill áhugamað- ur um þjóðmál. Hann bauð sig fram til þings einu sinni, náði ekki kosnimgu, en hafði mikið fylgí. Hans hlutur hefði komið upp 9einna ef örlögin hefðu ekki gerzt svo grimm, sem raun var.ð á. Hann tók banvæna sótt, sem læknavís- indin kunnu þá engin ráð við og lézt þrítugur að aldri, öllum harm- dauði, sem til hans þekiktu. Hon- um hefði auðnazt lengra líf. stjórnmálum, félagsmálum og bú- skap. Sú spá hefði rætzt, ef hon- um hefði auðnast lengra líf. Sigríður var næstelzt þeirra systkina, einarðleg rausnarkona. Hún igiftist Jóhanni Kr. Ólafssyni. Þau bjuggu í Austurey í Laugar- dal í Kjóastöðum í Biskupstung- um. Sigríður andaðist 1935, 49 ára að aldri, en Jóhann er enn við góða heilsu í hárri elli, 88 ára, og býr hjá Rannveigu dóttur sinni Litla- Skarði í Mýrasýslu. Guðríður og Þorsteinn voru yngst og gáfu ekki öðrum ætt- mennum sínum eftir, hvað gáfur snerti. Hugur Þorsteins horfði mjög til langsikólanáms. Hon- um varð það þung raun, að sú leið var hónum lok- uð. Haustið 1905 héldu þau systkinin í Flensborgarskóla. Full- víst er, að þau stunduðu námið af mikilli alúð og áhuga. Þorsteinn var tvo vetur í skólanum, en Guð- ríður vafð að láta sér nægja einn. Þegar Þorfinnur kom úr Hóla- skóla vorið 1905, var því líkast sem honum fylgdi ferskur fjalla- gustur. Félagsmálaáhugi hans var mikill og féll í góðan jarðvag hjá systkinum hans. Hann átti frum- kvæði að því, að hafinn var und- irbúningur að stofnun félags fyrir ungt fól'k í Eystritungunni. Félag- ið var stofnað haustið 1905 og hlaut nafnið Unglingafélag Eystri tungunnar. Það starfaði í tvo vetur af miklu fjörr og einlægum áhuiga allra félagsmanna. Aðalmiðstöð þess og fundarstaður var á Drumb oddsstöðum. Á sumardaginn fyrsta 1908 var svo Ungmennafélag Biskups- tungna stofnað fyrir forgöngu Þor- finns og systkinanna. Reyndar áttu fleiri þátt í þessari félagsstofnun og einhugur var mikill. Það var eins oig birti til í sveitunum við stofnun ungmennafélaganna, hef- ég áður sagt á einum stað og end- urtek það nú. Þorfinnur var kosinn formaður félagsins og var það í tvö ár, en hætti þá f ormennsku, að eigin ósk. Hann hóf búskap á Spóastöðum 1909, var umsvifamikill á því sviði, búnaðarfélagsmálum og lét stjórn- mál til sín taka, eins og áður er getið. Þorsteinn var þá kosinn í hans stað og gegndi formannsstarf inu til æviloka, að ieinu ári undan- skildu. Forysta félagsins var því á Drumboddsstöðum fyrstu 25 árin, eða meðan systkinanna naut þar við. Og þó að Guðríður sæti aldrei í formanns sæti og reyndar ekki heldur í stjórn, var hlutur hennar í félagsstarfinu engu minni en bróðurins. Hún stjórnaði bak við tjöldin, eins og margar góðar og lánsamar konur hafa gert. Hún studdi félagið með ráðum og dáð, var boðin og búin til allra starfa í þágu þess og hvatti unga fólkið á heimilinu til hins sama. Það er gott að minnast hinnar miklu fé- lagslegu fórnfýsi í ungmennafé- lagsstarfinu. Allir unnu allt, sem um var beðið i þágu félagsins, og vitanlega án allra launa, slíkt kom engum til hugar. Þessi félagslega regla, var, að fylgja boði Stephans G., „að alheimta ei daglaun að kveldi, því svo lengist mannsævin mest“. 'Þó skeði það einu sinni, að tvær stúLkur gáfu kost á að leika, ef þær fengju einhverja þóknun fyrir. Því var auðvitað hafnað og þær hlutu ámæli fyrir, það voru þeirra laun, en þá var farið að gæta áhrifa frá seinna stríði. Það er gott að hvíla hugann við að minnast þessa fórnfúsa hugarfars fyrri tíma. Það er eins og að koma út í logn og blíðu, úr norðangarra kröfuhörku vorra tíma. Strax á fyrsta ári ungmennafé- lagsins, hóf það útgáfu handskrif- aðs blaðs, sem Baldur heitir. Allir vissu, að þessi tillaga var komin frá Drumboddsstaðasystkinunum. Það var merkilegt, hvað unga fólk- ið, sem aldrei hafði komið inn fyr- ir skóladyr og aldrei skrifað neitt nema fáein sendibréf, hafði gott vald á hugsun sinni og máli. For- maðurinn bar af öllum í meðferð máls og snjallri hugsun. En ekki leið á löngu að í Baldri birtist sér- staklega snjöll smásaga. Undir henni stóð nafnið: Hörn. Ekki gat formaðurinn átt þessa sögu og nú fóru allir að leita höfundarins. Og svo fór, að langflestir stönzuðu hjá tvítugu stúlkunni á Drumbodds- stöðum, Guðríði Þórarinsdóttur og það var rétt. Og við vorum stolt af henni. ÍBaldur brann til ösku, þ.e.a.s. tvær fyrstu bækurnar, í eldsvoða á Torfastöðum 1945, þeg- ar íbúðarhúsið þar, fjós og hlaða brann að grunni á einni klukku- stund. Bækurnar voru þarna í láni og svo vel geymdar, að þær náð- ust ekki. Við grétum Baldur, en ekíki úr helju. Þau Guðríður og Þorsteinn tóku við búi á ættarjörð sinni er þau voru á léttasta æskuskeiði. Ungi bóndinn undi illa aðgerðaleysi. Hann fór fyrir öðrum í jarða- og húsabótum og var þó fjárhagurinn lengst af þröngur. Drumboddsstað ir liggja milli tveggja stórfljóta, Hvítár að austan og Tungufljóts að vestan, báðar árnar óbrúaðar þá nema upp undir byggðarmörkum. En það var svo um þennan bæ, að þó hann lægi ekki um þjóðbraut þvert, þá var eins með hann og kveðið var um annan bæ, sem ekki lá við alfaraleið, að Drumboddsstað ir „voru á hvers manns vegi“. Það þótti engum krókur að koma þar við. Þar vildu allir koma og þar vildu allir vera, sem til verka réð- ust. Þó var mi'kið unnið. Ungi hús- bóndinn var stjórnsamur höfðingi, verkséður, verklaginn og kom miklu í framkvæmd. Tillitsam- ur og ljúfur í umgengni og við- móti, en taldist tæplega í hópi þeirra manna, sem taldir eru gleði menn. Ég held að ég hafi lýst þeim þætti skapgerðar hans nokk- uð nærri sanni í orðum, sem ég mælti við útför hans: Gleði hans var ekki hávær yfirborðsgleði. Hún lofaði ekki alltaf miklu til að byrja með, en kom, þegar minnst varði, björt og hlý eins og sól úr skýjarofi- Það var þetta, ásamt miklum vitsmunum og ljúf- mennsku, sem gerði hann að eftir- sóttum félaga og vini“. Guðríður var frábær húsmóðir og hinn ágæti heimilisbragur var fyrst og fremst hennar hlutur. 6 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.