Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Síða 13
Benedikta Benediktsdóttir
ur faðir, og er þær fluttust úr
hreiðrinu og byggðu sitt eigið, tók
hann að sér hlutverk al'ans, er hon-
um fórst sérlega vel.
Ingimann var mjög bókhneigð-
ur, dáði allan kveðskap og orti
sjáifur dável, reyndist honum því
létt að hafa ofan af fyrir börnun
um með lestri og sögum, og að
kenna þeim skák, en skákíþróttin
átti mikil ítök í honum.
Börnin eru sum orðin stór, en
önnur eru enn það lítil að þau
skilja ekki hringrás lífsins, mun
þeim því erfiður afamissirinn, en
þau þakka þér öll allar igóðu sög-
urnar og samverustundirnar.
Eins þökkum við foreldrar barn
anna þér fyrir samveruna hér á
jörð, fyrir alla umhyggju við
ömmu barnanna og hjálpina er þú
veittir henni fyrr og síðar.
Megi guð launa þér störf þín.
Gunnar Einarsson.
Kveðja frá afabörnum.
Hljóð er haustnótt
húmið drottnar
styttast dagar
drungi ríkir.
Enn er þó geymdur
í okkar hjörtum
forði frá sólríkum
sumardögum.
Minning fögur
mýkir trega
þegar afi
var okkur nærri.
í Borgarsjúkrahúsinu andaðist
25. september síðast liðinn, aðeins
49 ára gömul, Bensdikta Ketilríð-
ur Breiðfjörð Benediktsdóttir Álfa
tröð 1 í Kópavogi.
Hún fæddist 24. maí 1922 í
Tjaldanesi, Saurbæjarhreppi, í
Dalasýslu vestur. Foreldrar henn-
ar voru Helga Jónsdóttir Bjöms-
sonar frá Klúku Strandasýslu og
Síðar á ævi
þær sólarstundir
munu verða okkur
Vitaðsgjafar.
Dagarnir glöðu
dagarnir góðu
sem við undum
hjá afa kærum.
Gott var að spyrja
gott var að fræðast
þiggja huggun
er harmur gisti.
Vinur varstu sannur
vinum þínum
reyndur, ráðhollur
réttir hendi.
Guði treystir
og gleymdir aldrei
honum að þakka
og hróður færa.
Þú sem unnir
átthögum þínum
fjöllunum háu
með hreina svipnum.
Þaðan var ástúð þín
og æðruleysi
glaðværð, gestrisni
og gifta öll.
Unnir þú fegurð
æsku og hreysti
góðar bækur
þig glöddu löngum.
Þigg að lokum
þakkir okkar
afabarna
unz aftur íinnumst.
Þ.S.
Sigurlaug Jónsdóttir s.st. og Bene
dikt Ketilbjarnarson Magnússonar
fræðimanns Jónssonar Ormssonar
hreppstjóra frá Kleifum í Gilsfirði
og Ólafar Guðlaugsdóttur ljósmóð-
ur Sigurðssonar prests Þorbjamar
sonar gullsmiðs frá Lundum Staf-
holtstungum og móðir Benedikts
var fyrri kona Ketilbjarnar, Mar-
grét Snorradóttir, Árnasonar
dannebrogsmanns Eyjólfssonar frá
Arnarstapa á Mýrum vestur. Bene-
dikt faðir Benediktu frænku minn-
ar lærði skósmíði á ísafirði hjá Jó
hannesi Jóhannessyni og stundaði
hann iðn sína í Reykjavík og Stýkk
ishólmi um nokkurra ára bil þar
til hann fluttist með konu sína að
Saurhóli Saurbæ, Dalasýslu.
Þau eignuðust 2 dætur, Fann-
eyju Breiðfjörð sem gift var Hall-
dóri Halldórssyni múrarameistara.
Þau eru bæði dáin löngu fyrir ald
ur fram. Þau eignuðust 2 böm
sem lifa foreldra sína og Bene-
diktu, sem gift var Ellerti Halldórs
syni verzlunarstjóra i Kópavogi.
Þau eignuðust 4 börn, sem upp em
komin nema það yngsta. Þau eru
Hrafnhildur, gift Alexander Ólafs-
syni og búa í Búðardal í Dölum,
Ragn.hildur ógift heima, Halldór,
mjög listfengur, spilar í hljómsveit
um og Fanney 9 ára, í heimahús-
Um.
Benedikt, faðir Bennu eins og
hún var kölluð venjulega, dó um
sama leyti og hún fæddist og gef-
ur að skilja, að það voru erfiðir
tímar fyrir móðurina, Helgu, að
ala bamið á slikri sorgarstundu,
en hún var dugleg og kjörkuð og
tók því sem að höndum bar með
skynsemi. En svo kom hjálpin,
Benna var tekin nokkurra vikna
gömul af frændfólki Benedikts,
föður hennar, hjónunum Önnu
Eggertsdóttur og Stefáni Eyjólfs-
syni Kleifum Gilsfirði og ólst hún
upp hjá því indæla, elskulega og
góða fólki til fullorðins ára.
Benna var gáfuð, listfeng, fram-
úrSkarandi músíkölsk, byrjaði að
spila á orgel 4—5 ára. Seinna er
ISLENDINGAbÆTTIR
13