Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Page 30

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Page 30
fagra, en samt gleymdi hann sér ekki við neinn afleggjara, heldur skauzt út og aftur á pall, söng urinn þagnaði rétt sem snöggv- ast, brúsum og pinklum var vipp að á sinn stað við túnhliðsgeiflu eða á skurðbakka, og svo var að nýju lagt af stað við ,,söngsins unaðsmál“. Sigurður söng ekki neitt — i heyranda hljóði — þegar ikynni tókust með okkur aftur. En hann var galvaskur sem fyrr, bar hetju lega margra ára heilsubrest og sigraði um þær mundir sjúk dómsraun sem nær hafði lagt hann í gröfina. Síðan þá höfum við oft átt glaðar og góðar stund- ir saman, hann hefur margt sagt mér bæði fyndið og fróðlegt, far ið með vísur og skringileg orð- svör aftan úr árum, og ýmislegt hefur hann látið fljóta með um sjálfan sig, en það geymi ég mér allt í bili. Hinn gamli söngbíl stjóri úr Tungusveit hefur reynzt vera óvenjulega hreinskiptinn maður, gáfaður vel og sögufróð- ur, vísna og kvæðasjór, minnug ur á gamla tíð, vel vakandi um samtíðarefni, kátur og þelhlýr, orðslyngur og orðskár („frakk ur“, segir hann um sjálfan sig), og „sá góði bjór“ gleður hann engu minna en séra Ólaf skáld á Söndum. Hann sómir sér vel sem afspringur mikilhæfra manna, Goðdalapresta hinna gömlu, Vídalínshjóna á Reyni- stað, Gísla hins fróða Konráðs sonar og margra fleiri. Hann sam einar hrifnæmi og fróðleiksfýsn, heimslyst og kjark, sem hefur gert honum bærilegan margan veikindadag og ræður að hinu leytinu því, að hann breytist ekki, þótt hann „komi inn á stóra ikontóra". í sannleika sagt hefur Sigurður vinur minn í Stekkjar holti lyft sér yfir hina hversdags- legu önn ævidaganna, án þess að hann vanrækti hana þegar hon um var kleift að ganga að starfi, lyft sér yfir hana í ,,söng“ sem heyrist ekki og er ofinn úr Ufs- trú hans og æðruleysi og þeirri fölskvalausu gleði sem orðsins list veitir honum. Það var þess vegna ékki út í bláinn að ég skyldi rifja upp söngferðalagið góða, því þar sé ég tákngert, eins og óg nefndi áður, annað ferða lag og meira, sjálfa ævi míns gamla söngbílstjóra. Glampinn frá útiljósinu fellur enn á þessi skrifblöð. Ég heyri að einum og einum bíl er ekið um götuna og ég hugsa með mér: Skyldu bílstjórarnir vera að syngja við stýrið? Og ef svo er, hvaða lag eru þeir þá að syngja? Það er ekki gott að vita, en sjálf- sagt eitthvað annað en Landið vort fagra með litskrúðug fjöll in. . . Og nú er liðið langt fram yfir miðnætti, dimmt alls staðar, en samt ratar hugurinn með árn- aðaróskir og þakklæti norður yf- ir fjöllin og ofan að Stekkjar holti í Tungusveit, heim til Sig- urðar. Hannes Pétursson. Jón G. Kjerúlf Framhald af bls. 32 skólar í sveitum voru þá ekki komnir íil sdgunnar. Skal nú vikið að Jóni, sjálfu af- mælisbarninu, en þetta, sem að framar greinir, gefur þó nokkra hugmynd um, úr hvernig jarðvegi hann er sprottinn. Haustið 1911 settist Jón i 2. bekk Gagnfræðaskól ans á Akureyri og lauk þar námi eftir tvo vetur, vorið 1913. Hann var ágætlega til náms fallinn, sjón næmur og minnugur og hafði á tímabili hug á að halda námi áfram, en af ýmsum ástæðum varð ek’ki af því. mun mestu hafa þar um valdið, að faðir hans var ekki heilsuhraustur og systkinin sum á unga aldri. —Sjálfur var hann alls ekki frábitinn líkamlegri vinnu, enda vanur hvers konar bústörfum frá barnæsku. Kom það líka á dag- inn síðar, að hann var í eðli og framkvæmd mikill ræktunar og eljumaður. Gagnfræðaskólinn á Akureyri mun hafa verið mjög góður skóli. Nemendur voru því flestir miklu eldri og þess vegna þroskaðri en nú gerist og kennsl- unni hagað eftir því. Greindum mönnum reyndist líka gagnfræða námið, á þeim árum, haldgott vega nesti í umfangsmiklum störfum síðar á ævinni. Það er ekki að orðlengra það, að Jón settist að heima á Hafursá, að námi loknu og það kom -eins og af sjálfu sér, að hann gerðist þar fljótlega aðalmaður. Nokkru eftir að hann tók við búsforráðum á Hafursá keypti hann jörðina af Solveigu föðursystur sinni og hófst þegar handa um meiriháttar fram kvæmdir, bæði í ræktun og húsa- bótum. Árið 1932 seldi hann svo jörðina aftur mági sínum, Gunnari Jónssyni, er þá var lögregluþjónn á Akureyri. Gunnar var mikill dugnaðarmaður greindur og kappsfullur og stórbúskapur brauzt um í huga hans. Hann ólst upp á Hallormsstað og bundinn því umhverfi sterkum böndum, og konan frá Hafursá, þar sem sumar fegurð er mikil. Honum fannst því tækifæri til að „grípa gæsina", er hann fann, að Jón vildi gjarnan breyta til. — Á þess- um árum var „hart í böggum“ fyr- ir flestum þeim er í framkvæmd um stóðu, lánsfjárskortur og kreppa í landi. — Það fór líka svo, að Gunnar settist aldrei að á Haf- ursá til búskapar. Um þetta leyti gerðist hann forstöðumaður sjúkra hússins á Akureyri, sem var vel launað starf, mun honum hafa þótt viðurhlutamikið að sleppa því fyr- ir óvissa afkomu í búskap, en hann lagði mikið fé í Hafursá, þó Jón héldi þar áfram um skeið með líku sniði og áður. Þegar Jón seldi Haf- ursá hafði töðufengur aukizt úr 160 hestburðum í 600. — Garð- rækt veruleg umfram heimilisnot, stórt íbúðarhús í smíðum og korn- rækt hóf hann 1930 (bygg og hafr- ar) fyrstur bænda í Héraði. Korn ræktinni hélt hann óslitið áfram í 13 ár, eða þar til hann fór alfarinn frá Hafursá og taldi sig alltaf hafa fengið það fullþroskað, nema súm- arið 1942, sem var óvenju kalt. Ekki held ég, að Jón hafi haft fjárhagslegan ávinning af þessari kornrækt, en ánægju hafði hann mikla af þessari búgrein og það er þó ávallt fyrir nokkru. 30 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.