Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Side 5
Viktoría Halldórsdóttir frá Stokkseyri K. (1/8 ”8!» I). iiO/4 '72 Jarftsett (í. maí 1072 6. mai var til moldar borin frá Stokkseyrarkirkju Viktoria Halldórs- dóttir, er lézt á Landsspitalanum hinn 30/4 s.l. Er þar meö lokið farsælum lifsferli mikillar sæmdarkonu, sem allt var i senn: fyrirmyndar húsfreyja, eiginkona og móöir, auk þess sem hún varum árabil leiðtogi i félagsmálum á Stokkseyri — og raunar aö vissu leyti á landsmælikvarða. Sivakandi áhuga- kona um hjálpsemi, aðstoð og fyrir- greiðslu við samferðafólkið, sem naut þessa eiginleika hennar i rikum mæli. Þegar vinir kveðja veröld okkar vakna i vitundinni margar minningar. Ég á þær margar og góðar frá sam- veru og starfsstundum með Viktoriu i gegnum árin. Hún var ein af þeim fyrstu, er ég kynntist, er ég kom til Stokkseyrar fyrir áratugum siðan. Á okkar samstarf og vináttu féll aldrei skuggi. Viktoria var svo traust, hjálpsöm og fórnfús, að eftirtekt hlaut að vekja. Ávallt reiðubúin að rétta hjálpar- og og jafnframt var búin hin sorglegustu örlög er hún bar með hetjudáð i þögulli sor§: Jónina heitin var meðalhá fremur grönn. Ijósskolhærð, iturvaxin og glæsileg að vallarsýn, enda björt yfirlitum. Þess skal getið, að hún mun hafa reynzt trú siðustu andlátsóskum fyrri manns sins eftir þvi, sem hún fékk viö ráðið. en út i það er eigi unnt að fara hér. Fyrirmina hönd. látinna foreldra úiinna og allra Austurskagfirðinga, sem þau hjón, Hermann og Jónina veittu greiða og hjálp votta ég dýpsta þakklæti og virðingu. Votta börnum og öðrum aöstandendum dýpstu samúð °g vænti að drottinn launi þeim göfgi þeirra. er þau hjón hafa nú horfið okkur, lifendum. yfir á annað tilveru- stig. Blessuð sé minning þeirra. Lok mai 1972 Hafþór Guöimmdsson, frá Smiðsgerði, Skagafirði. liknarhönd þeim, sem á þurftu að halda oghorfðiþá ekki i að hlaupa und- ir bagga frá sinum umfangsmiklu heimilisstörfum og stóra barnahópi. Hjálpsemi og kærleikur var henni i blóðborin, lifsköllun, sem hún sinnti af slikri umhyggju og ástúð að betur verður ekki gert. ótaldar eru vöku- stundir hennar yfir þeim, er sjúkdóm- um voru þjáðir, ótalin sporin til þeirra, sem af einhverjum ástæðum þurftu á persónulegri huggun og uppörvun að halda, þar var hún kjörin manneskja til að glæða lifsvonir þreyttum og von- litlum og beina huga viðkomanda til þess, sem lifið á, þrátt fyrir allt, bjart, fagurt og eftirsóknarvert. Um áratugi var Viktoria i farar- broddi i félagsmálum. Gædd miklum starfsvilja, föstog ákveðin i skoðunum og þvi oft um hana nokkur styr, sem jafnan vill vera um þá, sem i þjóð- félagsmál blanda sér. Viktoria var kona fyrirmannl. og bar mikinn pers,- leika. Að henni sópaði á mannfund- um. Máli hennar fylgdi þungi sannfær- ingar og hugsjónaeldur fyrir málefn- um þeim, er hún bar fyrir brjósti, svo að ræður hennar vöktu jafnan athygli og var eftir tekið af viðstöddum. Hún var i 15 ár formaður Kvenfélags Stokkseyrar og frumkvöðull að mörg- um þeim málum, sem ibúar Stokks- eyrar i dag njóta nú ávaxtanna af. í fersku minni er mér barátta henn- ar fyrir stofnun Sjúkrasamlags á Stokkseyri á fyrstu árunum, sem þau voru að komast á fót i landinu, en voru ekki lögboðin. Þar dró hún ekki af sér. Hún sá af lifsreynslu sinnar skilnings- riku sálar, hve þýðingarmikið öryggis- og mannréttindamál var hér á ferðinni og framsýni hennar brást þar ekki frekar en endranær, um það eru störf Sjúkrasamlaganna i dag öruggt vitni. Viktoria giftist Jóni Þóri Ingi- mundarsyni, trésmiö á Stokkseyri, sem látinn er fyrir nokkrum árum og bjuggu þau allan sinn búskap á Stokkseyri, þau eignuðust 9 börn. Við Viktoria áttum samleið um ára- tugi við ótal félagsleg verkefni sem vinkonur og félagar, með mörg sam- eiginleg áhugamál og skyldar skoðan- ir i flestum málum. Viktoria var i hópi þeirra samferðakvenna, er ég met mest af þeim konum, sem ég hefi átt samleið með á lifsleiðinni og vil ég þó á enga halla með þeim orðum minum. Við burtför hennar úr þessum heimi sakna ég góðs vinar og ráðgjafa. Indællar konu, sem bar með sér birtu og lifsgleði hvenær sem hana var að hitta og það jafnt, þótt hún væri oft sjálf bundin böggum erfiðra ástæðna, áhyggju og sorgar, sem hún lét ekki bugast af heldur var jafnan reiðubúin að veita öðrum styrk og huggun. Slikar konur verða jafnan Ijósgjafar á veg- ferð mannlifsins. Ég vil ljúka þessum fátæklegu kveðjuorðum minum til þessarar vin- konu minnar með þakklæti og virðingu fyrir allt, sem hún var mér frá fyrstu kynnum á löngum og ánægjulegum starfsferli. Ég sendi börnum hennar, tengda- börnum og venzlafólki mina samúðarkveðju. Stokkseyri unni Viktoria af sinu heita falslausa hjarta. Stokkseyri hafði hún unnið langan og giftudrjúgan starfsdag. Nú fór hún austur i sið- ustu feröina til Stokkseyrar eftir nokk- urra ára fjarveru. Stokkseyri var henni ávallt efst i huga. Þar mótaðist lifssaga hennar og örlög. Þaðan eru ótal óbrotgjarnar minningar um kær- leiksverk hennar og fónarstörf og margvisleg framlög til félags- og mannréttinda-mála, sem fyrir hennar tilstilli og annarra, sem með henni unnu, eru orðin að veruleika, samtið- inni og óbornum kynslóðum til bless- unar. t dag er hún lögð til hinztu hvilu við hlið eiginmanns sins á Stokkseyri. Ævistarfi merkrar samtiðarkonu er lokið. Guð blessi henni framhaldið á landinu bak við móðuna miklu. Anna Hjartardóttir islendinga þættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.