Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Fimmtudagur 4. jan. 1. tölublað. 6. árg. Nr. 83 TIMANS
Séra Eiríkur Albertsson
Séra Eirikur Albertsson, fyrrum
prestur á Hesti og prófastur i Borgar-
prófastsumdæmi lézt hinn 11. október
siðastliðinn nær 85 ára að aldri — þá
eiztur prestvigðra manna á þessu
landi.
Þegar ég kom i Borgarfjörðinn árið
1930, ungur og óreyndur, var séra
Eirikur á fimmtugsaldri — þá þegar
þjóðkunnur kennimaður, rithöfundur
og hugsjónamaður á sviði skóla og
menningarmála. Þótt ég hefði ekki
kynnzt honum persónulega, fyrr en
hér var komiðsögu, þáhafði ég á náms
árum minum lesið greinar hans og rit-
gerðir i blöðum og timaritum. Ég hafði
fylgzt með honum i anda til pislarsjón-
leikanna i Oberammergau i Þýzka-
landi og siðan heim til Islands á ný.
Þar gladdist ég yfir hugsjón hans um
skóla á Þingvöllum, þar sem kristileg
hugsjón og hámenning skyldi veita
nýju ljósi inn i hugi og hjörtu landsins
barna.
Og svo urðum við séra Eirikur
starfsbræður i Borgarfirði á annan tug
ára. Um okkar kynni á ég fleiri góðar
minningar en hér verði á blað festar.
Hann gifti okkur hjónin og varð heim-
ilisvinur okkar, sannur og einlægur.
Margar voru gleðistundirnar, er við
áttum saman. En þó varð hann mestur
vinur, er sorgin kvaddi dyra hjá
okkur. Hann jarðsöng tvær litlar dætur
okkar, er við misstum með rúmlega
árs millibili. Orð hans við þau tækifæri
snertu okkur hjónin djúpt og eru okkur
ógleymanleg. Frá þeim stundum vissi
ég, hve mikill sálusorgari hann var,
þegar mest á reyndi. Hann umvafði
litlu kisturnar okkar lifi, sannleika og
von, sem engin orð fá lýst.
Bóndi i Borgarfirði sagði við mig að
lokinni útför merks manns, þar sem
við töluðum þrir, séra Þorsteinn
Briem, séra Eirikur og ég: Þér fórst
þetta furðu vel úr hendi, slikur vandi,
sem var að koma fram við hlið snill-
inganna tveggja. Þetta átti að vera
viðurkenning i minn garð, sem ég
þakkaði. Ég fann, eins og þessi bóndi,
að þessir tveir prestar voru eigi aðeins
miklir ræðumenn, heldur og snillingar
i meðferð hins talaða orðs. Séra Eirik-
ur var málsniildarmaður, hvort heldur
var i stóli eð á stétt. En hann var
meira en þetta. Orð eru innantóm, ,,sé
hjarta ei með, sem undir slær”.
Þegar ég hlýddi á séra Eirik dáðist ég
að orðlist hans. En er á leið mál hans,
kom ætið fram hjartaylur hans og
samúð hans með öllu lifi.
Og ég fann, að það var eigi sizt fyrir
þær sakir, að borgfirzki bóndinn kall-
aði hann snillinginn.
Eitt sinn var ég með honum i
Reykjavik, er hann var að leggja siö-
ustu hönd á likræöu yfir einum sinna
beztu vina. Hann tjáði mér, hve tregt
honum hefði verið um tungu við gerð
hennar. Hann las hana svo fyrir mig.
Hún var svo fögur og hughlý, að ég
fékk tár i augun. Ég hlýddi svo á hann
flytja hana við útförina i dómkirkj-
unni. Ahrifin voru þau sömu og fyrr.
Hver er að dómi æðsta góður —
hver er hér smár og hver er stór?
— i hverju strái er himingróður,
i hverjum dropa reginsjór.
Þessi orð voru rauði þráðurinn i
máli séra Eiriks að þvi sinni. Og er ég
nú minnist hans, þá verður mér þetta
ljóð Einars Benediktssonar efst i hug.
Það átti svo vel við sjálfan hann, lif
hans, trú hans og von.
Séra Eirikur Albertsson var lærður
maður, doktor i guðfræöi fyrstur
Islendinga við Háskóla islands, ef
heiðursdoktorar eru frátaldir.
Doktorsritgerð hans fjallaði ekki um
hina flóknu trúarlærdóma kirkjunnar.
Hún fjallaði um Magnús Eiriksson,
hinn bjarttrúaða, fátæka guðfræðing i
Kaupmannahöfn á 19. öld, er lagði lif
sitt að fórn til að túlka kærleikshug-
sjón kristins siðar og efla frjálshug og
viðsýni þar ytra og með sinni þjóð.
Mér finnst doktorsritgerð séra Eiriks
segja okkur eigi aðeins frá Magnúsi
Eirikssyni, er landar i Höfn kölluðu —
frater —, það er — bróður. Hún segir
okkur og frá innra manni höfundarins
sjálfs.
Það var hásumarmorgun 1971. Ég
hafði gist i Fornahvammi ásamt sam-
ferðafólki. Var að koma að sunnan. Er
ég kom út, sá ég ung hjón, er þar höfðu
gist, vera að búast til ferðar. Mér var
tjáð, að þar væri nýi presturinn á
Hesti, séra Eirikur Albertsson. Hann
var að koma norðan úr Skagafirði
ásamt sinni ungu frú, Sigriði Björns-
dóttur frá Miklabæ. Þau héldu suður
að Hesti, ég norður yfir heiði.
Ég hefi aldrei getað gleymt þessum
bjarta sumardegi né heldur prests-
hjónunum ungu, er stefndu til sins
nýja heimilis og sinnar framtiðar. Það