Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 9
KARL Miðvikudaginn 8. nóvember barst mér sú harmafregn, að daginn áður hefði Karl Guðjónsson, bóndi að Skarði i Breiðdal, látizt i sjúkraskýlinu að Egilsstöðum eftir fremur stutta legu þar. Siðast hitti ég Karl nokkrum vikum áður. Við urðum þá samferða i Egils- staði. Hann var þá að fara til Reykja- vikur til stuttrar dvalar þar, en ég fór heim sama daginn. Hann var þá glað- ur og hress að vanda og eins og alltaf skemmtilegur ferðafélagi. Hann hafði óvenju gott lag á að koma öllum i gott skap, sem hann umgekkst. Hann var fádæma hjálpsamur og greiðugur og orðlagt snyrtimenni. Eirikur Karl Guðjónsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur að Borg i Skriðdal 30. júli 1903, sonur merkishjónanna Jóninu Eiriksdóttur og Guðjóns Jónssonar, sem lengst af búskap sinum bjuggu að Tóarseli i Breiðdal. Árið 1930 kvæntist Karl eftirlifandi konu sinni Björgu Olafsdóttur frá Skála á Berufjarðarströnd. Þau eignuðust fjóra myndarlega syni, sem allir eru uppkomnir. Sama ár og þau Björg og Karl giftust.hófu þau búskap að Tóarseli i tvibýli við foreldra hans. Nokkrum árum siðar fluttust þau svo suður á Berufjarðarströnd og bjuggu þar allmörg ár. Arið 1947 flutt- ekki mannlegur máttur og þvi fór sem fór. Óhætt má telja, að ekkert nema dauðinn hafi grætt þau sár, sem af þessu hlutust. Stefania hélt alltaf reisn sinni. Vakti athygli hvar sem hún fór og kom. Hjartahlý við munaðarleysingja , og smælingjum synjaði hún aldrei. Hún veiktist i janúar s.l. og andaðist eins og fyrr segir i marz s.l. Útför hennar var gerð frá Landakirkju 25. marz s.l. að viðstöddu fjölmenni. Eyjamenn sýndu henni virðingu sina og blessuðu góðar minningar höfðings- konunnar frá Hólmi. Blessuð veri minning hennar. Geirlaug Jónsdóttir frá Artúni. GUÐJÓNSSON bóndi Skarði ust þau svo i Breiðdalinn aftur, en þá höfðu þau fest kaup á jörðinni Disa- staðaseli, sem var nýlega komin i eyöi. Þar byggði Karl nýbýlið Skarð, skammt frá landamerkjum Tóarsels og Disastaðasels, og bjó þar til dauða- dags. Hann var þó búinn um slðustu áramót að afhenda yngsta syni sinum búsforráð. A búskaparárum sinum að Skarði byggði hann öll hús jaröarinnar frá grunni, með góðri aðstoð fjölskyldu sinnar. öll húsin báru vott um sér- staka snyrtimennsku og þrifnað. Þau hjón voru öðrum til fyrirmyndar á þvi sviði, enda áttu þau ekki langt aö sækja það, þvi bæði voru þau alin upp á fyrirmyndarheimilum. A þeim 25 árum, sem Karl bjó aö Skarði.mun töðufengur hafa nær 20- faldást, enda var hann mikill ræktunarmaður bæði hvað snerti jarð- rækt og búfjárrækt. Við jarðræktina var erfitt að fást þar, þvi Norðurdalsá- in braut stóra sneið af ræktunarlandi hans og túni um langt skeið. Karl var samvinnu- og félags- hyggjumaður og liðtækur félags- maður i þeim félögum, sem hann tók þátt i. Þá bar hann i brjósti mjög rika ættjarðar- og átthagaást. Ég held.að þó honum þætti gaman að ferðast og blanda geöi við annað fólk, þá hafi hann þó alltaf unað sér bezt heima. Karl var ágætur fjármaður og hafði mikla unun af að eiga og hirða fallegar kindur. Ég hef fáa eða enga þekkt, sem fóðruðu búpening sinn jafn vel á oft takmörkuðu fóðri, þvi bæði var.að ræktun var litil á Disastaðaseli, er hann keypti jörðina,og svo komu kalárin á milli 1960 og 1970 mjög hart niður á búskap hans. Karl var frábær hesta- og tamninga- maður og átti ófáar ánægjustundir á hestbaki og hirti um hesta sina af ein- stakri natni og nærgætni. Karl var sið- asti hestamaðurinn i Norðurdal, og er mikill sjónarsviptir að sjá hann ekki þeysa á Þyt sinum hér um dalinn. En oft þegar ég sá hann þeysa hér um, datt hér i hug kvæði Einars skálds Benediktssonar „Fákar”, einkum þó þessar ljóðlinur: „Maöurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann riki og álfur”. Að lokum vil ég svo kveðja Karl Guðjónsson, sem ég tel hafa verið einn af minum allra beztu vinum. Ég gleymi aldrei gestrisni hans og hlýju, og ég vil alveg sérstaklega þakka hon- um alla hjálp og greiðasemi við mig og fjölskyldu mina fyrr og siðar, öll þau 25 ár, sem við vorum nágrannar. Aldrei varð ég þess var.að hann ætlað- ist til launa fyrir hjálpsemi sina við aðra, og þau voru ófá dagsverkin, sem hann vann hjá mér endurgjaldslaust. Við hjónin og fjölskylda min þökkum Karli og fjölskyldu hans allt það.sem þau hafa gert fyrir okkur.og fáum það aldrei fullþakkað. Viö biöjum honum blessunar guðs og eftirlifandi eiginkonu biðjum við guð að blessa og styrkja hana i þeirri þungu sorg, sem hún hefur nú orðið fyrir. Blessum sé minning þin, vinur. Siguröur Lárusson. íslendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.